Færslur

Sýnir færslur frá apríl 7, 2013

Bókmenntalegt bölv og ragn.

Stundum gerist það með árunum að fólk róast. Hvort það gerist með auknum þroska eða minnkuðu úthaldi er álitamál en ég finn að árin hafa þessi áhrif á mig. Færslan hér á undan ber það ekki með sér, ég er alveg með það á hreinu. Hins vegar var orðbragðið þar ekki óvart. Það væri að bera í bakkafullan lækinn að fara yfir mál og málflutning fyrrum framkvæmdastjóra félagsins og ætla ég mér ekki að gera það. Sú saga er öllum kunn. Eitt atriði vil ég þó nefna og það er þegar framkvæmdastjórinn fyrrverandi kom til varnar manni sem lét út úr sér á opinberum vettvangi að nafnkunnur og nafngreindur femínisti vildi bara láta nauðga sér. Vörnin gekk út á að slíkur málflutningur væri fullkomlega eðlilegur og ásættanlegur því einungis væri um ,,bókmenntalega nauðgun" að ræða. Stjórn Heimssýnar fannst ekkert athugavert við þessa málsvörn. Þegar ég fékk árgjaldið nú um daginn, þrátt fyrir að hafa gengið úr samtökunum fyrir tveimur árum síðan og sá að nafnið mitt er enn á heimasíðunni þrátt fy