föstudagur, janúar 10, 2003
Að endingu verð ég nauðsynlega að taka það fram að ég lét ekki kúga mig til reykleysis. Hvorki andlega né peningalega. Ég fann nefnilega lausn á málinu. Það eina sem ég hefði þurft að gera er að koma mér í samband við smyglara, sjóara t.d.nóg er af þeim, sem getur útvegað mér tóbak á lægra verði en gengur og gerist á Íslandi. Þá hefði ég get reykt eins og mér sýndist án þess að borga krónu til íslenska ríkisins. Orðið fárveik með lungnaþembu, hjartasjúdóm og krabbamein og legið inni á spítala í rándýrri meðferð án þess að hafa lagt til krónu til heilbrigðiskerfisins með reykingasköttum. Þá hefði ég sko hlegið hásum hlátri á milli hóstakastanna, dregið súrefniskútinn á eftir mér út á stétt og reykt mínar smygluðu sígarettur. Þegar ég hafði fattað þetta þá gat ég hætt að reykja, af því að það var mín ákvörðun en ekki annarra.
Bara rólegheit í gangi, foreldrafundur með opnum tíma svo ég er bara að væflast og bíða eftir að fólk reki inn nefið. Geri bara ekki annað en að tala vel um börnin, enda ekki annað hægt þetta er hið ágætasta fólk.
Mér finnst merkilegt að þessir krakkar sem eru aldir upp við stanslaust sjónvarp, tölvuleiki og netið eru með alveg ágætlega frjóa hugsun þrátt fyrir alla þessa mötun. Við höfum reglulega ritun í íslenskunni sem eru frjáls skrif, þau mega skrifa um hvað sem þau vilja. Ég fæ alltaf hin fínustu verkefni úr þessum tímum. Þau geta virkilega skrifað og hugsa greinilega um hina ýmsu hluti. Og þau eru öll góð sem er merkilegt miðað við hvað þau eru mörg. Krakkarnir eru að breytast mikið á þessum árum bæði andlega og líkamlega svo það er ekki skrítið að þau séu eitthvað óörugg og með allar varnir uppi. Stælarnir og hortugheitin snúast um það að vernda litla, viðkvæma sálartetrið. Þetta er vandað fólk upp til hópa.
Þannig að, ef einhver hefur áhyggjur af framtíð landsins þá getur hann hætt því, hún er í öruggum höndum.
Mér finnst merkilegt að þessir krakkar sem eru aldir upp við stanslaust sjónvarp, tölvuleiki og netið eru með alveg ágætlega frjóa hugsun þrátt fyrir alla þessa mötun. Við höfum reglulega ritun í íslenskunni sem eru frjáls skrif, þau mega skrifa um hvað sem þau vilja. Ég fæ alltaf hin fínustu verkefni úr þessum tímum. Þau geta virkilega skrifað og hugsa greinilega um hina ýmsu hluti. Og þau eru öll góð sem er merkilegt miðað við hvað þau eru mörg. Krakkarnir eru að breytast mikið á þessum árum bæði andlega og líkamlega svo það er ekki skrítið að þau séu eitthvað óörugg og með allar varnir uppi. Stælarnir og hortugheitin snúast um það að vernda litla, viðkvæma sálartetrið. Þetta er vandað fólk upp til hópa.
Þannig að, ef einhver hefur áhyggjur af framtíð landsins þá getur hann hætt því, hún er í öruggum höndum.
fimmtudagur, janúar 09, 2003
Það er foreldrafundur á morgun, þá get ég aldeilis básúnað mig út með hvað börnin eru óþekk. (he,he.) Nei, þau virðast líka vera haldin jólablús það eru ekki alveg sömu lætin og fyrir jól. Nema náttúrulega að ég sé svona úthvíld eftir fríið að taugarnar eru ekki lengur trekktar í botn. Enda gerði ég ekkert í jólafríinu nema reisa mig upp við dogg reglulega til að teygja mig í sælgætið. Ferlega er vont að verða gamall. Hér áður fyrr gat ég hakkað í mig Machintosh karmellurnar án vandkvæða en núna þarf ég að gæta þess vel að rífa ekki úr mér fyllingar eða brjóta krónísku tönnina. Svo steyptist ég út í bólum við sykurátið og fékk meltingartruflanir af öllu þessu þunga kjötáti. Sjæse!
miðvikudagur, janúar 08, 2003
Eftir á að hyggja þá er kannski ekkert skrítið að ég finni ekki fyrir fráhvarfseinkennum þar sem ég var mjög forsjál og fjárfesti í staðgengilsplástrum. Ég er með fjóra nikótínplástra og sjö súkkulaðiplástra. Ég get að vísu ekki hreyft mig án þess að einhvers staðar togi í límingu en ég finn alla vega ekki fyrir fráhvarfi. Enda kannski ekkert fráhvarf í gangi! Það er betra að vera með nikótín substansa en að reykja, ég fer ekki ofan af því. Fyrst þarf maður að venja sig af atferlinu áður en maður tekur á fíkninni.
Undanfarna 7-8 mánuði er ég búin að vera með vægan en undarlegan verk í efri hægri rasskinn. Hvarflar auðvitað ekki að mér að leita rannsókna þar sem maður flaggar nú ekki hverju sem er framan í hvern sem er. En nú er þessi verkur að versna og breiða úr sér, farinn að fikra sig inn á mitt mjóbak og leiðir niður í hægri fót. Ég hef skelfilegar áhyggjur af því að ég sé að fá brjósklos þótt sumir nefni líka klemmda taug. Ef þetta er brjósklos þá þarf ég að fara í sjúkraþjálfun og láta hamast á áðurnefndu svæði sem er ekki tilhlökkun en hvernig er klemmd taug löguð? Ég sé fyrir mér skurð og svo flísatöng sem er notuð til að toga út taugina. Ég vona að mér skjátlist í því efni.
Þessi verkur kom í kjölfarið á heilsuátaki sem fólst í því að hjóla í vinnuna. Alltaf hef ég vitað að það væri stórhættulegt að hreyfa sig! En það er alla vega augljóst að ég neyðist til að láta kíkja á þetta. Helvítis helvíti að besti læknirinn sé í Svíþjóð.
Er það bara mín tölva eða er eitthvað rugl á Blogger? Bloggsíðurnar rúlla allar til og frá.
Undanfarna 7-8 mánuði er ég búin að vera með vægan en undarlegan verk í efri hægri rasskinn. Hvarflar auðvitað ekki að mér að leita rannsókna þar sem maður flaggar nú ekki hverju sem er framan í hvern sem er. En nú er þessi verkur að versna og breiða úr sér, farinn að fikra sig inn á mitt mjóbak og leiðir niður í hægri fót. Ég hef skelfilegar áhyggjur af því að ég sé að fá brjósklos þótt sumir nefni líka klemmda taug. Ef þetta er brjósklos þá þarf ég að fara í sjúkraþjálfun og láta hamast á áðurnefndu svæði sem er ekki tilhlökkun en hvernig er klemmd taug löguð? Ég sé fyrir mér skurð og svo flísatöng sem er notuð til að toga út taugina. Ég vona að mér skjátlist í því efni.
Þessi verkur kom í kjölfarið á heilsuátaki sem fólst í því að hjóla í vinnuna. Alltaf hef ég vitað að það væri stórhættulegt að hreyfa sig! En það er alla vega augljóst að ég neyðist til að láta kíkja á þetta. Helvítis helvíti að besti læknirinn sé í Svíþjóð.
Er það bara mín tölva eða er eitthvað rugl á Blogger? Bloggsíðurnar rúlla allar til og frá.
þriðjudagur, janúar 07, 2003
Undarlegt nokk þá er ég ekki að fríka út af fráhvarfseinkennum. Að vísu hef ég ekkert reykt í vinnunni þar sem það er bannað svo það hefur ekki verið fyrr en á heimleið sem löngunin hefur blússað upp. Skilyrt fíkn, mjög skrítið. Þannig að mitt fyrsta verk við heimkomu hefur verið að hella upp á kaffi og strompreykja. Núna hef ég enga ástæðu til að fara heim svo ég hangi bara í vinnunni. Er að hugsa um að koma með svefnpokann, neeii...
Ungdómurinn ákvað að vera yndislegur í dag svo ég vissi bara ekki hvaðan á mig stóð veðrið.´
Skyldukennarafundur svo ég verð að hlaupa.
Ungdómurinn ákvað að vera yndislegur í dag svo ég vissi bara ekki hvaðan á mig stóð veðrið.´
Skyldukennarafundur svo ég verð að hlaupa.
mánudagur, janúar 06, 2003
Þá er meinlætalifnaður hinn ógurlegi skollinn á. Reyklaus dagur nr.1. Ég er hætt að reykja og hætt að borða 2 kg. af súkkulaði á hverju kvöldi. Ég hef sem sagt enga ástæðu til að lifa lengur. Af hverju í ósköpunum er ég að leggja þetta á mig? Til þess að lifa lengur bara til að deyja ein og yfirgefin í hárri elli á kaldranalegri stofnun þar sem öllum er sama um mig. Óhh sígaretta, mín besta vinkona, hví hefur þú yfirgefið mig!!!
Þar sem summa lastanna er alltaf sú sama þá hef ég miklar áhyggjur af þeim löstum sem eiga eftir yfir mig að dynja. Mér virðist bara einn vera eftir sem kynlíf. Auk þess sem blóðflæðið verður víst svo miklu betra eftir að maður hættir að reykja. Ekki svo að skilja að ég sé neitt á móti því að stunda brjálað kynlíf en þar sem ég er allsendis ófær um að laða að mér karlmenn þá liggur í augum uppi að þetta er ákveðið vandamál. Ég hef engan áhuga á dauðu drasli, ég vil allan pakkann. Svona lifandi dæmi með húð, hár, hálsakot. Eitthvað sem fer vel í faðmi. (Verð að hætta á þessari línu núna annars þarf ég að fara í kalda sturtu.) Það er spurning hvort ég eigi að fara að auglýsa eftir mjög viljugum og þrekmiklum karlmanni bara svona til að komast yfir fráhvarfseinkennin.
Annars lýg ég því að ég geti ekki laðað að mér karlmenn, ég get bara ekki laðað að mér réttu karlmennina. Var með augastað á einum einu sinni og dældi út ferómóni sem lenti alls staðar annars staðar en á honum. Þeir sem ég vil vilja mig ekki og vice versa. Ég skil eiginlega ekkert í því hvað þetta gengur upp hjá mörgu fólki að finna hvort annað. Ekki nema náttúrulega að fólki sé alveg sama hver það sé svo framarlega sem það er einhver. Kannski er ég bara svona hopelessly romantic? Hins vegar er ég að falla á barneignartíma svo það er spurning hvort ég eigi að slaka á rómantísku kröfunum og huga að góðum genagjafa? En eru góðir genagjafar góðir dráttarklárar? Úff, það er vandlifað í veröldinni.
Þar sem summa lastanna er alltaf sú sama þá hef ég miklar áhyggjur af þeim löstum sem eiga eftir yfir mig að dynja. Mér virðist bara einn vera eftir sem kynlíf. Auk þess sem blóðflæðið verður víst svo miklu betra eftir að maður hættir að reykja. Ekki svo að skilja að ég sé neitt á móti því að stunda brjálað kynlíf en þar sem ég er allsendis ófær um að laða að mér karlmenn þá liggur í augum uppi að þetta er ákveðið vandamál. Ég hef engan áhuga á dauðu drasli, ég vil allan pakkann. Svona lifandi dæmi með húð, hár, hálsakot. Eitthvað sem fer vel í faðmi. (Verð að hætta á þessari línu núna annars þarf ég að fara í kalda sturtu.) Það er spurning hvort ég eigi að fara að auglýsa eftir mjög viljugum og þrekmiklum karlmanni bara svona til að komast yfir fráhvarfseinkennin.
Annars lýg ég því að ég geti ekki laðað að mér karlmenn, ég get bara ekki laðað að mér réttu karlmennina. Var með augastað á einum einu sinni og dældi út ferómóni sem lenti alls staðar annars staðar en á honum. Þeir sem ég vil vilja mig ekki og vice versa. Ég skil eiginlega ekkert í því hvað þetta gengur upp hjá mörgu fólki að finna hvort annað. Ekki nema náttúrulega að fólki sé alveg sama hver það sé svo framarlega sem það er einhver. Kannski er ég bara svona hopelessly romantic? Hins vegar er ég að falla á barneignartíma svo það er spurning hvort ég eigi að slaka á rómantísku kröfunum og huga að góðum genagjafa? En eru góðir genagjafar góðir dráttarklárar? Úff, það er vandlifað í veröldinni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...