Ókey, allt í lagi. Ég viðurkenni það, ég játa. Ég keypti Séð og heyrt. Ég ætla að byrja á´því að óska frænku minni til hamingju með gleðifréttirnar. Og afanum auðvitað líka:)
Svo var ég að sjá í Bubba&Brynju málinu mikla að hún og nýi maðurinn kynntust í Aðaldalnum. Auðvitað kynntust þau í Aðaldalnum, hann er aðal dalurinn, haha. Gott að vita að rómantíkin blómstri þar. Var að átta mig á því að ég þarf að fara að pakka búslóðinni fyrir flutningana. Veit einhver hvernig er best að flytka búslóð? Ætla að hafa samband við Landflutninga. Er það ekki ágætis hugmynd? Ef einhver hefur reynslu af svona og veit um ódýra aðferð þa vil eg gjarna heyra af henni.
föstudagur, júlí 01, 2005
fimmtudagur, júní 30, 2005
O, skrambans, þar urðu mér á mistök. Er svona rétt að byrja á síðasta Parísardeginum en nennti svo ekki alveg að skrifa hann núna svo ég ætlaði að vista sem uppkast en ýtti auðvitað á publish. En fyrst ég er byrjuð að blogga, þótt óvart sé...
Ég er búin að vera Bubba aðdáandi í 22 ár. Keypti fyrst Egó-ímynd og hef verið húkked síðan. Þótt ég eigi allt sem að Bubbi hefur gefið út og ævisöguna líka þá hef ég aldrei haft neinn sérstakan áhuga á honum sem persónu. Ég hlusta auðvitað á slúðrið eins og gengur en ég er ekkert að fríka út af áhuga. Ég hef alltaf haft grun um að real life persónan myndi eyðileggja fyrir mér söngvaskáldið og rokkarann sem ég fíla. Því verður ekki neitað að Bubbi sjálfur hefur hleypt okkur ansi langt inn í sitt líf. Þá segir sumir: ,,Hann getur ekki valið ig hafnað. Að alþjóð eigi bara að fá að vita það sem hann vill að hún viti." Ég er algjörlega ósammála því. EF Bubbi væri í sínu opinbera stafi sem Idoldómari að hygla einhverjum keppandanum þá eiga fjölmiðlar vissulega skotleyfi á hann. Munurinn er sem sagt sá að þegar kemur að opinberu starfi manns þá má setja það undir smásjá. En einkalífið manns hlýtur að vera prívat og maður hlýtur að ráða því sjálfur hvert langt maður hleypir fólki. Mér finnst þetta Bubba&Brynju mál ekkert sérstaklega merkilegt og mig grunar m.a.s. að þetta sé publicity stunt. Færlsan hans Stefáns um sjálfbæran fréttaflutning er t.d. góð. En eftir situr að þessi blöð eru farin að ganga of langt og það verður að setja mörk. ,,Svikna eiginkonan" og börn beggja eru saklaus fórnarlömb þarna. Fólk heldur framhjá og skilur alveg í hrönnum án þess að neinum finnist það merkilegt nema til að smjatta á í kaffi. Eina ástæðan fyrir því að þessi kona er komin í fjölmiðla er vegna þess að kallinn hennar hélt við konu Bubba. Það má vel vera að konan hafi kjaftað öllu en framhjáhald, höfnun, skilnaður þetta er allt vont og sársaukafullt og fólk fer í tilfinningalegan rússíbana. Að grípa fólk í viðtal á þeim tímapunkti er bara siðlaust.
Að síðustu vil ég bara segja þetta: Ég er á lausu, Bubbi minn.
Ég er búin að vera Bubba aðdáandi í 22 ár. Keypti fyrst Egó-ímynd og hef verið húkked síðan. Þótt ég eigi allt sem að Bubbi hefur gefið út og ævisöguna líka þá hef ég aldrei haft neinn sérstakan áhuga á honum sem persónu. Ég hlusta auðvitað á slúðrið eins og gengur en ég er ekkert að fríka út af áhuga. Ég hef alltaf haft grun um að real life persónan myndi eyðileggja fyrir mér söngvaskáldið og rokkarann sem ég fíla. Því verður ekki neitað að Bubbi sjálfur hefur hleypt okkur ansi langt inn í sitt líf. Þá segir sumir: ,,Hann getur ekki valið ig hafnað. Að alþjóð eigi bara að fá að vita það sem hann vill að hún viti." Ég er algjörlega ósammála því. EF Bubbi væri í sínu opinbera stafi sem Idoldómari að hygla einhverjum keppandanum þá eiga fjölmiðlar vissulega skotleyfi á hann. Munurinn er sem sagt sá að þegar kemur að opinberu starfi manns þá má setja það undir smásjá. En einkalífið manns hlýtur að vera prívat og maður hlýtur að ráða því sjálfur hvert langt maður hleypir fólki. Mér finnst þetta Bubba&Brynju mál ekkert sérstaklega merkilegt og mig grunar m.a.s. að þetta sé publicity stunt. Færlsan hans Stefáns um sjálfbæran fréttaflutning er t.d. góð. En eftir situr að þessi blöð eru farin að ganga of langt og það verður að setja mörk. ,,Svikna eiginkonan" og börn beggja eru saklaus fórnarlömb þarna. Fólk heldur framhjá og skilur alveg í hrönnum án þess að neinum finnist það merkilegt nema til að smjatta á í kaffi. Eina ástæðan fyrir því að þessi kona er komin í fjölmiðla er vegna þess að kallinn hennar hélt við konu Bubba. Það má vel vera að konan hafi kjaftað öllu en framhjáhald, höfnun, skilnaður þetta er allt vont og sársaukafullt og fólk fer í tilfinningalegan rússíbana. Að grípa fólk í viðtal á þeim tímapunkti er bara siðlaust.
Að síðustu vil ég bara segja þetta: Ég er á lausu, Bubbi minn.
miðvikudagur, júní 29, 2005
Champs Elysee - Sigurboginn
Þriðjudagur 21. júní. Dagur VI
Vorum dálítið að vandræðast með þennan dag. Töldum okkur vera búnar að skoða helstu túristastaði. Mig langaði að skoða Bastilluna
þar sem árásin á hana 14. júlí 1789 er sögulegt upphaf. Bastillan er vist löngu hrunin og komið einhver illa hönnuð glerbygging staðinn. Þarf víst að gera við hana þótt hún sé rétt 16 ára. Örugglega eitthvað sem Mitterand hefur látið byggja, hann setti glerpýramídann á Louvre torgið líka. Við vildum ekki skoða glerhúsið, þekkjum nóg af fólki sem býr í svoleiðis ahaha, að við ákváðum að heimsækja Sigurbogann.
Það leyndi sér ekki þegar við vorum komnar á Champs Elysee, allt varð skyndilega mun dýrara og karlar í jakkafötum brustu fram! Það sem við vorum seint á ferðinni þá var kominn tími á hádegismat og við fundum einhvern indverskan sem heitir Nirvana. Hann var allt í lagi en ekkert spes.
Þá tók við gangan langa upp Champs Elysee. Þetta er nefnilega verslunargata. Það er náttúrulega ómögulegt að vera í háborg tískunnar án þess að kaupa föt. Er mér sagt. Svo má auðvitað deila um það þegar merkin segja Gap og Benetton og svoleiðis. Ég fékk mér nú bara sæti hvort sem var fyrir innan eða utan. Þegar ég sat fyrir utan fékk ég staðfestingu á því að ég er franskt Tyrkjagull. Franskir Tyrkir eru mjög hrifnir af mér. En ég vil bara íslenska karlmenn með sjó og brennivín í æðunum. Svo rákumst við á Virgin Megastore og þá varð ég ægilega ánægð. Þeir eiga mikið úrval DVD og loksins na´ði ég í Disney myndir. Eins undarlega og það hljómar þá selur Euro Disney ekki diskana.
En það hafðist alla vega eftir langa mæðu að komast að Sigurboganum.
Strike a pose!
Það voru hátíðahöld í gangi þarna. Fullt af gömlum mönnum í heiðursherbúningum og lúðrasveit. Þar með er vitneskja mín um þennan atburð upptalin. Talningin var kannski ekki alveg nákvæm en þrepin upp eru 284. Sem betur fer kemur smá´minjasalur um Napóleon inn á milli þar sem maður getur lesið um Mikla herinn og annað sem hann var að dunda sér við. Annars er dálítið merkilegt á svona minjasöfnum þá eru allar upplýsingar á frönsku, greinilega ekki gert ráð fyrir útlendingum. Nema þeir ætlist til að allir tali frönsku. Sweethearts, get a grip. Ekki heimsveldi, það sem einu sinni var eru gamlar minningar.
Útsýnið úr Sigurboganum var alveg jafn æðislegt og úr Eiffel og Notre Dame. Myndavélin ákvað hins vegar að verða ósátt við batteríin sem ég hafði sett í hana og slökkti á sér. Ég var í sjokki eftir það. Nýja myndavélin mín! Fréttum það uppi á boganum að Kvika, hryssa litlu systur, hafði eignast hestfolald. Við stungum umsvifalaust upp á að hann yrði látinn heita Viktor en því var hafnað.
Þá var ekkert eftir nema drífa sig niður og í mat. Fórum í næstu götu og fundum þar ágætan stað. Þangað komu síðan tvær skvísur um tvítugtsem önguðu af ilmvatni og slepptu ekki sígarettunum. Svo kom einhver kall til að hitta þær þarna. Og ég meina sko KALL. Örugglega einhvers staðar um sextugt. Þannig að ég fór að hugsa. Ef allar stelpurnar eru með köllunum hvert fara þá ungu strákarnir? Ætli að það sé eitthvað sem miðaldra piparjúnka ætti að spá frekar í?
Eftir að hafa villst pínulítið fórum við aftur upp á Champinn og fengum okkur ís. Ég hafði haft löngun í ís með heitri súkkulaðisósu og fékk einn slíkan plús rjóma náttla sem var hið besta mál. En það var líka marens í þessu! Þetta var mjög gott en þessi ís hlýtur að flokkast undir hámark óhófsins. Þar sem við sátum að borða ísinn barst hinum megin frá götunni mikil tónlist og held ég að einhverjir krakkar hafi verið að dansa og akróbatast eitthvað. Alla vega var mikið af fólki að horfa á svo við sáum ekkert. Þegar við gengum yfir til að skoða þetta þá voru þau að hætta, samt að spá í að halda áfram þegar löggan kom og stöðvaði allar slíkar hugmyndir. Við ákvá´ðum bara að forða okkur og lenda ekki í einhverjum óeirðum þarna. Svo fórum við bara heim á hótel ef ég man rétt.
Þriðjudagur 21. júní. Dagur VI
Vorum dálítið að vandræðast með þennan dag. Töldum okkur vera búnar að skoða helstu túristastaði. Mig langaði að skoða Bastilluna
þar sem árásin á hana 14. júlí 1789 er sögulegt upphaf. Bastillan er vist löngu hrunin og komið einhver illa hönnuð glerbygging staðinn. Þarf víst að gera við hana þótt hún sé rétt 16 ára. Örugglega eitthvað sem Mitterand hefur látið byggja, hann setti glerpýramídann á Louvre torgið líka. Við vildum ekki skoða glerhúsið, þekkjum nóg af fólki sem býr í svoleiðis ahaha, að við ákváðum að heimsækja Sigurbogann.
Það leyndi sér ekki þegar við vorum komnar á Champs Elysee, allt varð skyndilega mun dýrara og karlar í jakkafötum brustu fram! Það sem við vorum seint á ferðinni þá var kominn tími á hádegismat og við fundum einhvern indverskan sem heitir Nirvana. Hann var allt í lagi en ekkert spes.
Þá tók við gangan langa upp Champs Elysee. Þetta er nefnilega verslunargata. Það er náttúrulega ómögulegt að vera í háborg tískunnar án þess að kaupa föt. Er mér sagt. Svo má auðvitað deila um það þegar merkin segja Gap og Benetton og svoleiðis. Ég fékk mér nú bara sæti hvort sem var fyrir innan eða utan. Þegar ég sat fyrir utan fékk ég staðfestingu á því að ég er franskt Tyrkjagull. Franskir Tyrkir eru mjög hrifnir af mér. En ég vil bara íslenska karlmenn með sjó og brennivín í æðunum. Svo rákumst við á Virgin Megastore og þá varð ég ægilega ánægð. Þeir eiga mikið úrval DVD og loksins na´ði ég í Disney myndir. Eins undarlega og það hljómar þá selur Euro Disney ekki diskana.
En það hafðist alla vega eftir langa mæðu að komast að Sigurboganum.
Strike a pose!
Það voru hátíðahöld í gangi þarna. Fullt af gömlum mönnum í heiðursherbúningum og lúðrasveit. Þar með er vitneskja mín um þennan atburð upptalin. Talningin var kannski ekki alveg nákvæm en þrepin upp eru 284. Sem betur fer kemur smá´minjasalur um Napóleon inn á milli þar sem maður getur lesið um Mikla herinn og annað sem hann var að dunda sér við. Annars er dálítið merkilegt á svona minjasöfnum þá eru allar upplýsingar á frönsku, greinilega ekki gert ráð fyrir útlendingum. Nema þeir ætlist til að allir tali frönsku. Sweethearts, get a grip. Ekki heimsveldi, það sem einu sinni var eru gamlar minningar.
Útsýnið úr Sigurboganum var alveg jafn æðislegt og úr Eiffel og Notre Dame. Myndavélin ákvað hins vegar að verða ósátt við batteríin sem ég hafði sett í hana og slökkti á sér. Ég var í sjokki eftir það. Nýja myndavélin mín! Fréttum það uppi á boganum að Kvika, hryssa litlu systur, hafði eignast hestfolald. Við stungum umsvifalaust upp á að hann yrði látinn heita Viktor en því var hafnað.
Þá var ekkert eftir nema drífa sig niður og í mat. Fórum í næstu götu og fundum þar ágætan stað. Þangað komu síðan tvær skvísur um tvítugtsem önguðu af ilmvatni og slepptu ekki sígarettunum. Svo kom einhver kall til að hitta þær þarna. Og ég meina sko KALL. Örugglega einhvers staðar um sextugt. Þannig að ég fór að hugsa. Ef allar stelpurnar eru með köllunum hvert fara þá ungu strákarnir? Ætli að það sé eitthvað sem miðaldra piparjúnka ætti að spá frekar í?
Eftir að hafa villst pínulítið fórum við aftur upp á Champinn og fengum okkur ís. Ég hafði haft löngun í ís með heitri súkkulaðisósu og fékk einn slíkan plús rjóma náttla sem var hið besta mál. En það var líka marens í þessu! Þetta var mjög gott en þessi ís hlýtur að flokkast undir hámark óhófsins. Þar sem við sátum að borða ísinn barst hinum megin frá götunni mikil tónlist og held ég að einhverjir krakkar hafi verið að dansa og akróbatast eitthvað. Alla vega var mikið af fólki að horfa á svo við sáum ekkert. Þegar við gengum yfir til að skoða þetta þá voru þau að hætta, samt að spá í að halda áfram þegar löggan kom og stöðvaði allar slíkar hugmyndir. Við ákvá´ðum bara að forða okkur og lenda ekki í einhverjum óeirðum þarna. Svo fórum við bara heim á hótel ef ég man rétt.
þriðjudagur, júní 28, 2005
Euro Disney
Mánudagur 20. júní. Dagur V
Það lá alveg ljóst fyrir frá upphafi hjá litlu frænku að meginmarkmið þessarar ferðar var að fara í Euro-Disney. Allt annað var bara bónus. Nú má alveg deila um það hvort Disney í París sé eitthvað sem maður fílar eða hvort yfirtaka Bandaríkjanna á Evrópu sé af hinu góða. Hins vegar fíla ég París og ég fíla Disney og ákvað að leggjast ekki mikla stúdíu um þetta heldur bara skemmta mér.
Stóra systir skipuleggjandinn sá um að koma okkur á staðinn. Metrómiðarnir góðu dugði til. Þegar á staðinn var komið var talsverð biðröð en hún gekk fljótt. Það hefði verið hægt að kaupa miða fyrirfram í Disney-búðinni á Champs Elysee en við nenntum ekki að gera okkur erindi þangað.
Þegar inn er komið þá virkar þetta hvorki mjög stórt né mikið en annað kemur á daginn. Fyrst voru bara búðir og svoleiðis svo loks þegar við sáum eitthvert tæki þá drifum við okkur í röð sem var mjög löng. Þegar við vorum búnar að standa í henni í svolítinn þá sáum við að þetta var frekar ómerkilegt tæki, Dúmbó að fljúga upp og niður, svo við yfirgáfum röðina, eftir sma dilemmu því við vorum búnar að eyða tíma í henni, og leituðum annað. Þá fundum við lest sem keyrði dálítinn hring svo sáum í kringum okkur. Sáum m.a. báta sem við drifum okkur í. Þá fórum við að leita að meira spennandi hlutum og sáum svakalega græju sem bar nafnið Space Mountain og drifum okkur í röð. Það er bara sá skelfilegasti rússibani sem ég hef á ævi minni komið í!
Það er búið að stilla upp myndavélum á leiðinni til græða sem mest auðvitað á´túristunum. Ég er að reka þarna upp herópið ,,Vúú!" Af hverju nákvæmlega veit ég ekki. Hristingurinn var þvílíkur að ég rak hausinn sitt á hvað í púðana og stórslasaðist á pinnaeyrnalokkunum mínum. Blæddi og allt!
Eftir þessi ósköp leituðum við að matsölu til að jafna okkur og fundum Real American Hamburger Joint. Það skemmtilega við hana var að þar fara fram leiksýningar á Lion King. Sýningin var mjög skemmtileg. Í salnum voru alls konar fígúrur hist og her.
Eftir sýninguna stóð til að fara í Adventure Park og leituðum við ráða hjá starfsstúlku til að komast þangað. Hún benti okkur á að sjá Tarzan sýninguna líka svo þá vorum við komnar með plan. Fara á sýninguna, Adventure Park og Indiana Jones rússibanann og stúdíóin. Biðum lest en vorum stoppaðar því starfsmaðurinn ákvað að lestin væri full. Það voru samt 10 sæti eftir. Maðurinn var bara með issjú! Issjú, segi ég! Hann varð þess alla vega valdandi að við misstum af sýningunni sem við ætluðum á svo við þurftum að breyta og fara á seinni sýningu. Svo þá demdum við okkur í stúdíóin. Ég er nú ekki alveg alveg með það á hreinu hvað er svo merkilegt við þau að það þurfi að borga sérstaklega fyrir að fara í þau en við fórum í þau. Þegar við komum þangað sá ég kaffisölu og fékk mér kaffi í lokuðu pappamáli. Svo fórum við inn í sýningarsal þar sem ég var stoppuð. Hentistefnareglur túristavarða. Kom seinna á daginn að annað fólk mátti drekka í salnum. Fussum svei! Ég er lögð í einelti.Sem betur fer var myndin sýnd frammi líka svo ég stóð bara þar og sötraði kaffið mitt en þegar henni var lokið þá komu ferðafélagar mínir ekki út úr salnum! Þá var hleypt út annars staðar. Ég fór út og beið en enginn birtist. Síminn var auðvitað batteríslaus svo ég gat ekki hringt. Fór á útgangana en enginn þar. Fann símasjálfssala sem tók bara símakort. Ókey, time to panick! Hjálp! Ég er týnd! Ég er týnd í Euro-Disney í París! Sem betur fer fann stóra systir mig á því augnabliki. Þá hafði fólkinu verið ýtt inn í annan sal og á aðra stuttmynd og hún fór að leita að mér um leið og hún komst út. Ég var fljót að jafna mig. Ég er hetja.
Fyrir utan stúdíóið hittum við svo þennan garp
sem stillti sér upp með litlu frænku. Þá var kominn tími a að fara á Tarzan sýninguna og hún var í Garði sem var eins og villta vestrið. Sú sýning var líka mjög skemmtileg og Tarzan alveg svaðalega flottur. Náði því miður ekki almennilegri mynd:( Eftir það fórum við í Draugahúsið sem var æðislegt!
Þá fundum við Adventure Park og ég litla frænka fórum í rússíbanann. Það var ein lykkja á honum! Samt ekki jafn svakalegur og hinn. Þá fundum við sjóræningjagarðinn þar sem stærri litla frænka lenti í vandræðum. Not really.
Þar fundum við vatnsrússibana sem við demdum okkur auðvitað í. Þá var kominn tími á kvöldmat og við fórum á Blue Lagoon sem stóra systirvar búin að panta á. þar fengum við alveg ljómandi mat. Garðurinn lokar klukkan átta á kvöldin og klukkan var að verða það um þetta leyti. Minjagripaverslanir voru hins vegar enn opnar og é´g var búin að sjá húfu sem ég bara varð að eignast. Skiljanlega. Algjört ævintýraland.
Þegar við komumst út úr garðinum þá heimsóttum við Disney Village. Þar fann ég svaka flotta cowboy skó. Klukkan var orðin 10 um kvöldið þegar við komumst í lestina sem þóknaðist samt ekki að leggja alveg strax af stað. Í þreytunni og svefngalsanum sem var kominn í fólkið spratt The Mouse of the House upp og tók Metróinn í gíslingu. Samferðafólk okkar var hálf hvumsa en við hlógum okkur máttlausar. Ég hef samt miklar áhyggjur af því að verða persona non grata í Frakklandi. Það voru þreyttar en ánægðar konur sem fóru heim á hótel þetta kvöld.
Mánudagur 20. júní. Dagur V
Það lá alveg ljóst fyrir frá upphafi hjá litlu frænku að meginmarkmið þessarar ferðar var að fara í Euro-Disney. Allt annað var bara bónus. Nú má alveg deila um það hvort Disney í París sé eitthvað sem maður fílar eða hvort yfirtaka Bandaríkjanna á Evrópu sé af hinu góða. Hins vegar fíla ég París og ég fíla Disney og ákvað að leggjast ekki mikla stúdíu um þetta heldur bara skemmta mér.
Stóra systir skipuleggjandinn sá um að koma okkur á staðinn. Metrómiðarnir góðu dugði til. Þegar á staðinn var komið var talsverð biðröð en hún gekk fljótt. Það hefði verið hægt að kaupa miða fyrirfram í Disney-búðinni á Champs Elysee en við nenntum ekki að gera okkur erindi þangað.
Þegar inn er komið þá virkar þetta hvorki mjög stórt né mikið en annað kemur á daginn. Fyrst voru bara búðir og svoleiðis svo loks þegar við sáum eitthvert tæki þá drifum við okkur í röð sem var mjög löng. Þegar við vorum búnar að standa í henni í svolítinn þá sáum við að þetta var frekar ómerkilegt tæki, Dúmbó að fljúga upp og niður, svo við yfirgáfum röðina, eftir sma dilemmu því við vorum búnar að eyða tíma í henni, og leituðum annað. Þá fundum við lest sem keyrði dálítinn hring svo sáum í kringum okkur. Sáum m.a. báta sem við drifum okkur í. Þá fórum við að leita að meira spennandi hlutum og sáum svakalega græju sem bar nafnið Space Mountain og drifum okkur í röð. Það er bara sá skelfilegasti rússibani sem ég hef á ævi minni komið í!
Það er búið að stilla upp myndavélum á leiðinni til græða sem mest auðvitað á´túristunum. Ég er að reka þarna upp herópið ,,Vúú!" Af hverju nákvæmlega veit ég ekki. Hristingurinn var þvílíkur að ég rak hausinn sitt á hvað í púðana og stórslasaðist á pinnaeyrnalokkunum mínum. Blæddi og allt!
Eftir þessi ósköp leituðum við að matsölu til að jafna okkur og fundum Real American Hamburger Joint. Það skemmtilega við hana var að þar fara fram leiksýningar á Lion King. Sýningin var mjög skemmtileg. Í salnum voru alls konar fígúrur hist og her.
Eftir sýninguna stóð til að fara í Adventure Park og leituðum við ráða hjá starfsstúlku til að komast þangað. Hún benti okkur á að sjá Tarzan sýninguna líka svo þá vorum við komnar með plan. Fara á sýninguna, Adventure Park og Indiana Jones rússibanann og stúdíóin. Biðum lest en vorum stoppaðar því starfsmaðurinn ákvað að lestin væri full. Það voru samt 10 sæti eftir. Maðurinn var bara með issjú! Issjú, segi ég! Hann varð þess alla vega valdandi að við misstum af sýningunni sem við ætluðum á svo við þurftum að breyta og fara á seinni sýningu. Svo þá demdum við okkur í stúdíóin. Ég er nú ekki alveg alveg með það á hreinu hvað er svo merkilegt við þau að það þurfi að borga sérstaklega fyrir að fara í þau en við fórum í þau. Þegar við komum þangað sá ég kaffisölu og fékk mér kaffi í lokuðu pappamáli. Svo fórum við inn í sýningarsal þar sem ég var stoppuð. Hentistefnareglur túristavarða. Kom seinna á daginn að annað fólk mátti drekka í salnum. Fussum svei! Ég er lögð í einelti.Sem betur fer var myndin sýnd frammi líka svo ég stóð bara þar og sötraði kaffið mitt en þegar henni var lokið þá komu ferðafélagar mínir ekki út úr salnum! Þá var hleypt út annars staðar. Ég fór út og beið en enginn birtist. Síminn var auðvitað batteríslaus svo ég gat ekki hringt. Fór á útgangana en enginn þar. Fann símasjálfssala sem tók bara símakort. Ókey, time to panick! Hjálp! Ég er týnd! Ég er týnd í Euro-Disney í París! Sem betur fer fann stóra systir mig á því augnabliki. Þá hafði fólkinu verið ýtt inn í annan sal og á aðra stuttmynd og hún fór að leita að mér um leið og hún komst út. Ég var fljót að jafna mig. Ég er hetja.
Fyrir utan stúdíóið hittum við svo þennan garp
sem stillti sér upp með litlu frænku. Þá var kominn tími a að fara á Tarzan sýninguna og hún var í Garði sem var eins og villta vestrið. Sú sýning var líka mjög skemmtileg og Tarzan alveg svaðalega flottur. Náði því miður ekki almennilegri mynd:( Eftir það fórum við í Draugahúsið sem var æðislegt!
Þá fundum við Adventure Park og ég litla frænka fórum í rússíbanann. Það var ein lykkja á honum! Samt ekki jafn svakalegur og hinn. Þá fundum við sjóræningjagarðinn þar sem stærri litla frænka lenti í vandræðum. Not really.
Þar fundum við vatnsrússibana sem við demdum okkur auðvitað í. Þá var kominn tími á kvöldmat og við fórum á Blue Lagoon sem stóra systirvar búin að panta á. þar fengum við alveg ljómandi mat. Garðurinn lokar klukkan átta á kvöldin og klukkan var að verða það um þetta leyti. Minjagripaverslanir voru hins vegar enn opnar og é´g var búin að sjá húfu sem ég bara varð að eignast. Skiljanlega. Algjört ævintýraland.
Þegar við komumst út úr garðinum þá heimsóttum við Disney Village. Þar fann ég svaka flotta cowboy skó. Klukkan var orðin 10 um kvöldið þegar við komumst í lestina sem þóknaðist samt ekki að leggja alveg strax af stað. Í þreytunni og svefngalsanum sem var kominn í fólkið spratt The Mouse of the House upp og tók Metróinn í gíslingu. Samferðafólk okkar var hálf hvumsa en við hlógum okkur máttlausar. Ég hef samt miklar áhyggjur af því að verða persona non grata í Frakklandi. Það voru þreyttar en ánægðar konur sem fóru heim á hótel þetta kvöld.
mánudagur, júní 27, 2005
Notre Dame - Sacré Coeur
Sunnudagur 19. júní. Dagur IV
Okkur fannst alveg tilvalið að eyða sunnudeginum í kirkjur og ákváðum því að fara í Notre Dame og Sacré Coeur. Þrátt fyrir að hafa verið frekar syfjaðar og komið okkur seint af stað þá náðum við í messu í Notre Dame. Það var talsvert merkileg upplifun þótt við séum ekki katólskar og skildum lítið sem ekkert í frönskunni. Við gengum m.a.s. til altaris. Kirkjan er stórfengleg og það er svo margt í henni að maður grípur það einhvern veginn ekki allt saman. Þegar við fórum út þá gengum við gegnum röð upp í turninn en vorum ekki alveg vissar hvort við vildum fara upp eða ekki. Eftir að hafa sportað okkur aðeins á túristagötu rétt hjá og skoðað eftirmyndir af ufsagrýlum þá ákváðum við að kíkja upp. Stóðum heillengi í biðröð og kláruðum vatnið okkar í henni. Það voru mistök. Svo loksins komumst við inn og borguðum 7 evrur fyrir aðganginn. Man ekki alveg hvort það kostaði eitthvað minna eða ekkert fyrir stelpurnar enda skiptir það engu meginmáli. Hins vegar vorum við rétt komnar áleiðis upp í turninn þegar kom band þvert fyrir stigann og okkar skipað inn í einhvern smásal sem var bara minjagripaverslun. Jú, líka einhverjar upplýsingar um Victor Hugo og Hringjarann. Þá átti að vera þarna inngangur í herbergið sem Esmeralda hafði átt að vera í en aðgangurinn þangað var lokaður. Við vorum nett brjálaðar yfir þessu total rippoffi og náðum ekki upp í nefið á okkur. Reyndum samt að skoða þetta eitthvað til að fá eitthvað fyrir okkar snúð. En svo var okkur skipað út örstuttu seinna sem var ekki til að bæta skapið. Þá var búið að loka fyrir niðurleiðina og okkur beint upp. Úpps. Þar með batnaði lífið og tilveran til mikilla muna og við komumst út á svalir í Notre Dame og sáum hinar raunverulegu ufsagrýlur. (Ég linka bara myndir af netinu.) Þetta er flott dæmi og gaman að vera þarna uppi. Svo var hægt að fara alveg upp á Panorama og við fórum að sjálfsögðu. Eftir þessa heimsókn fékk ég mikla löngun til að sjá Hringjarann frá Notre Dame eftir Disney:)
Við töldum nú ekki tröppurnar þarna upp en þær voru maaargar og ég hefði gefið konungsríki mitt fyrir vatn þegar við komum niður. Við röltum í Latínuhverfinu aftur og fundum nú einhverjar bakstíga sem var mjög skemmtilegt. Ég fékk líka þann albesta íspinna sem ég hef á ævinni fengið. Gæti staðið í einhverju sambandi við þorstann.
Þá var farið af stað í Sacré-Coeur. Ég hef grun um að sú kirkja sé í aðeins verra hverfi en Frúarkirkjan, alla vega leist okkur svoleiðis á það. Þar þurftum við náttúrulega að labba upp á við, mér til mikillar gleði eða þannig. Þangað til við römbuðum á verslun og ég gat keypt 15 lítra af vatni. Þá varð ég aftur glöð.
Það er sama system hjá Sacré-Coeur eins og hjá Akureyrarkirkju, maður þarf að ganga hundrað þrep upp að henni. Veit ekki hvort þetta sé eitthvað í sambandi við að maður þurfi að þjást fyrir Guð. En þetta var allt í lagi, ég var svo vel vökvuð. Þarna náðum við aftur í messu en henni var að ljúka þegar við komum. Eftir að hafa skoðað útsýnið þá héldum við niður Signu til að fara í bátsferð. Draumurinn var að borða á siglingu en það klikkaði eitthvað svo við borðuðum í bát sem lá bundinn í höfninni. Það var dálítið mötuneytislegt. En svo komumst við á Signu eftir að hafa staðið í óskipulegri röð og það var mjög gaman að sigla fram og til baka í kvöldsólinni.
Sunnudagur 19. júní. Dagur IV
Okkur fannst alveg tilvalið að eyða sunnudeginum í kirkjur og ákváðum því að fara í Notre Dame og Sacré Coeur. Þrátt fyrir að hafa verið frekar syfjaðar og komið okkur seint af stað þá náðum við í messu í Notre Dame. Það var talsvert merkileg upplifun þótt við séum ekki katólskar og skildum lítið sem ekkert í frönskunni. Við gengum m.a.s. til altaris. Kirkjan er stórfengleg og það er svo margt í henni að maður grípur það einhvern veginn ekki allt saman. Þegar við fórum út þá gengum við gegnum röð upp í turninn en vorum ekki alveg vissar hvort við vildum fara upp eða ekki. Eftir að hafa sportað okkur aðeins á túristagötu rétt hjá og skoðað eftirmyndir af ufsagrýlum þá ákváðum við að kíkja upp. Stóðum heillengi í biðröð og kláruðum vatnið okkar í henni. Það voru mistök. Svo loksins komumst við inn og borguðum 7 evrur fyrir aðganginn. Man ekki alveg hvort það kostaði eitthvað minna eða ekkert fyrir stelpurnar enda skiptir það engu meginmáli. Hins vegar vorum við rétt komnar áleiðis upp í turninn þegar kom band þvert fyrir stigann og okkar skipað inn í einhvern smásal sem var bara minjagripaverslun. Jú, líka einhverjar upplýsingar um Victor Hugo og Hringjarann. Þá átti að vera þarna inngangur í herbergið sem Esmeralda hafði átt að vera í en aðgangurinn þangað var lokaður. Við vorum nett brjálaðar yfir þessu total rippoffi og náðum ekki upp í nefið á okkur. Reyndum samt að skoða þetta eitthvað til að fá eitthvað fyrir okkar snúð. En svo var okkur skipað út örstuttu seinna sem var ekki til að bæta skapið. Þá var búið að loka fyrir niðurleiðina og okkur beint upp. Úpps. Þar með batnaði lífið og tilveran til mikilla muna og við komumst út á svalir í Notre Dame og sáum hinar raunverulegu ufsagrýlur. (Ég linka bara myndir af netinu.) Þetta er flott dæmi og gaman að vera þarna uppi. Svo var hægt að fara alveg upp á Panorama og við fórum að sjálfsögðu. Eftir þessa heimsókn fékk ég mikla löngun til að sjá Hringjarann frá Notre Dame eftir Disney:)
Við töldum nú ekki tröppurnar þarna upp en þær voru maaargar og ég hefði gefið konungsríki mitt fyrir vatn þegar við komum niður. Við röltum í Latínuhverfinu aftur og fundum nú einhverjar bakstíga sem var mjög skemmtilegt. Ég fékk líka þann albesta íspinna sem ég hef á ævinni fengið. Gæti staðið í einhverju sambandi við þorstann.
Þá var farið af stað í Sacré-Coeur. Ég hef grun um að sú kirkja sé í aðeins verra hverfi en Frúarkirkjan, alla vega leist okkur svoleiðis á það. Þar þurftum við náttúrulega að labba upp á við, mér til mikillar gleði eða þannig. Þangað til við römbuðum á verslun og ég gat keypt 15 lítra af vatni. Þá varð ég aftur glöð.
Það er sama system hjá Sacré-Coeur eins og hjá Akureyrarkirkju, maður þarf að ganga hundrað þrep upp að henni. Veit ekki hvort þetta sé eitthvað í sambandi við að maður þurfi að þjást fyrir Guð. En þetta var allt í lagi, ég var svo vel vökvuð. Þarna náðum við aftur í messu en henni var að ljúka þegar við komum. Eftir að hafa skoðað útsýnið þá héldum við niður Signu til að fara í bátsferð. Draumurinn var að borða á siglingu en það klikkaði eitthvað svo við borðuðum í bát sem lá bundinn í höfninni. Það var dálítið mötuneytislegt. En svo komumst við á Signu eftir að hafa staðið í óskipulegri röð og það var mjög gaman að sigla fram og til baka í kvöldsólinni.
Versalir
Laugardagur 18. júní. Dagur III
Eitt af því sem kom okkur dálítið á óvart og kannski aðallega börnunum var töluverður fjöldi undirmálsfólks. Þegar við vorum snemma á ferðinni sem var nú oftast þá hittum við iðulega á sofandi fólk niðri í Metróinu. Þá voru margir að betla, sumir spiluðu á hljóðfæri og voru með húfuna á jörðinni. Einu sinni sat gömul kona hjá útgangi og betlaði og í eitt skipti sat kona sem gekk klárlega ekki heil til skógar í tröppunum hjá lestinni okkar. Við þurftum að ganga dálítinn spotta frá hótelinu að stöðinni. Í einni götunni sem við gengum var einhvers konar heimili þar sem við hittum iðulega fólk sem sumt hvert var í hjólastólum og annað ekki alveg andlega heilt. Seinni part vikunnar tók fyllibytta sér heimili þarna fyrir utan, ég veit ekkert hvort hann var heimilismaður þarna eða ekki, en hann sat á bekk fyrir utan með flöskuna sína á kvöldin hvort sem við vorum seint eða snemma á ferðinni og á morgnana líka. Við hittum líka einu sinni mann sem stóð á miðri gangstéttinni og talaði hávært upp í loftið og steytti hnefann. Persónulega held ég að velferðarkerfið okkar sé bara betra en það hvarflaði líka að mér að kannski væri umburðarlyndi okkar minna. En ég spái betur í það seinna.
Það var ákveðið að bregða sér í Versali þennan daginn. Við höfðum keypt 5 daga miða í Metróinn sem við gátum notað á þessa helstu staði. Leiðakerfið er ágætlega skipulagt og ég held ég hefði nú getað klórað mig fram úr því en stóra systir sá um kortið og alla svona skipulagningu, fann út úr öllum þessum leiðum og lestaskiptingum. Það var óneitanlega ósköp þægilegt:) Við komum út hjá einhverri ,,mini" höll sem ég veit ekki hver er og þar voru hátíðahöld í gangi sem ég veit enn minna um. Þarna hljóp ég inn í minjagripaverslun og keypti ermalausa bolinn, rauðu sólgleraugun og rauðu derhúfuna. Ógeðslega flott. Verslunarfólkið gat ekki sagt okkur hvaða hátíðahöld væru í gangi. Eitthvað vorum við að spá í hvort ,,mini" höllin væri Versalir en svo héldum við áfram og beygðum fyrir hornið og þá var ljóst að svo var ekki.
Þessi mynd sýnir rosalegheitin ekki alveg nógu vel en ég bendi á gyllingarnar. Höllin er ofboðsleg og maður verður hálf hvumsa af öllum íburðinum. Hér er dæmi um smá kertastjaka.
Við vorum sammála um það ferðafélagarnir að það væri ekki skrítið að lýðræðisbyltingin hafi átt rætur í Frakklandi og við öðluðumst líka dálítinn skilning á því af hverju alþýðan fann hjá sér þörf til að skilja höfuð frá búkum aðalsfólks í fallöxinni. Ég get rétt ímyndað mér að kotbændurnir sem voru að ströggla hafi fundist munurinn svolítið svakalega þegar þeir sáu svo bruðlið í Versölum. En það var mjög gaman að ganga þarna um og skoða þennan heim. Talandi um að ganga um. Ég og litla frænka vorum orðnar talsvert þreyttar í fótunum af öllu labbinu, ég held að fæturnir á mér hafi vaxið úr 39 í 45 á þessum dögum. Þar sem sandalarnir meiddu okkur dálítið þá fórum við bara úr þeim og gengum berfættar um Versali. Yfirleitt eru trégólf en marmari á milli herbergja. Það var mjög gott að komast á´marmarann og kæla fæturna. Svo kom gangur sem var allur marmaralagður og við vorum auðvitað mjög anægðar en þá kom vörður hlaupandi á eftir mér og skipaði mér í skóna. Ég skil ekki enn af hverju ég mátti ekki ganga um berfætt í Versölum en ég er heldur ekki mikið inni í hentistefnureglum túristavarða.
Það er hægt að kaupa miða í afmarkaða hluta hallarinnar en við keyptum aðgang að henni allri. En þar sem það þurfti að sýna miðana við hvern inngang þá lentum við í því að týna þremur miðum áður en við gátum skoðað safn þingsins og garðana. Stærri litla frænka skoðaði bara safnið enda er nýjasti MR-ingurinn í fjölskyldunni að hugsa um að fara í sagnfræði þegar fram líða stundir, hún hefur að sjálfsögðu rétt á að skipta um skoðun en þetta er stefnan núna. Okkar langaði hins vegar allar í garðinn og þá voru góð ráð dýr. Við tókum bara sénsinn á því að sýna manninum miðann og svo kom sér vel að vera með digital cameruna því við gátum sýnt honum að við hefðum verið í allri höllinni. Hann var svona líka næs, trúði okkur alveg og hleypti okkur inn í garðinn. Við vorum líka alveg að segja satt.
Garðurinn er alveg jafn ofboðslegur og höllin. Risa stór með styttum og gosbrunnum út um allt.
Hér eru stelpurnar að hvíla sig með einni styttunni. Hins vegar var brjálæðislega heitt þennan dag og við vorum bara orðnar örmagna. Ég man ekki alveg hvort það var þennan dag nákvæmlega en snemma í ferðinni lentum við stærri litla frænka í því að fá dúndrandi hausverk og var það snarlega rakið til vökvaskorts. Eftir það pössuðum við okkur á því að vera alltaf með nóg vatn og veitti ekki af.
Við fórum úr höllinni og skoðuðum umhverfið. Duttum inn í verslun og misstum okkur aðeins, afgreiðslufólkinu til mikillar gleði. Að vísu afgreiddum við nánast alveg minjagripa- og gjafakaup svo þetta var ekkert svo óskaplegt. Svo fundum við okkur stað til að setjast niður og borða. Eins og venjulega fengum við góðan mat. Aumingja þjónninn þurfti að hlaupa yfir götu til að geta sinnt starfinu og hann var alveg að stikna. Búinn að hneppa frá sér langt niður á maga. Ég er ekkert að kvarta en hann var frekar horaður. Svo tókum við lestina til Notre Dame og töltum aðeins í Latínuhverfinu áður en við fórum heim.
Laugardagur 18. júní. Dagur III
Eitt af því sem kom okkur dálítið á óvart og kannski aðallega börnunum var töluverður fjöldi undirmálsfólks. Þegar við vorum snemma á ferðinni sem var nú oftast þá hittum við iðulega á sofandi fólk niðri í Metróinu. Þá voru margir að betla, sumir spiluðu á hljóðfæri og voru með húfuna á jörðinni. Einu sinni sat gömul kona hjá útgangi og betlaði og í eitt skipti sat kona sem gekk klárlega ekki heil til skógar í tröppunum hjá lestinni okkar. Við þurftum að ganga dálítinn spotta frá hótelinu að stöðinni. Í einni götunni sem við gengum var einhvers konar heimili þar sem við hittum iðulega fólk sem sumt hvert var í hjólastólum og annað ekki alveg andlega heilt. Seinni part vikunnar tók fyllibytta sér heimili þarna fyrir utan, ég veit ekkert hvort hann var heimilismaður þarna eða ekki, en hann sat á bekk fyrir utan með flöskuna sína á kvöldin hvort sem við vorum seint eða snemma á ferðinni og á morgnana líka. Við hittum líka einu sinni mann sem stóð á miðri gangstéttinni og talaði hávært upp í loftið og steytti hnefann. Persónulega held ég að velferðarkerfið okkar sé bara betra en það hvarflaði líka að mér að kannski væri umburðarlyndi okkar minna. En ég spái betur í það seinna.
Það var ákveðið að bregða sér í Versali þennan daginn. Við höfðum keypt 5 daga miða í Metróinn sem við gátum notað á þessa helstu staði. Leiðakerfið er ágætlega skipulagt og ég held ég hefði nú getað klórað mig fram úr því en stóra systir sá um kortið og alla svona skipulagningu, fann út úr öllum þessum leiðum og lestaskiptingum. Það var óneitanlega ósköp þægilegt:) Við komum út hjá einhverri ,,mini" höll sem ég veit ekki hver er og þar voru hátíðahöld í gangi sem ég veit enn minna um. Þarna hljóp ég inn í minjagripaverslun og keypti ermalausa bolinn, rauðu sólgleraugun og rauðu derhúfuna. Ógeðslega flott. Verslunarfólkið gat ekki sagt okkur hvaða hátíðahöld væru í gangi. Eitthvað vorum við að spá í hvort ,,mini" höllin væri Versalir en svo héldum við áfram og beygðum fyrir hornið og þá var ljóst að svo var ekki.
Þessi mynd sýnir rosalegheitin ekki alveg nógu vel en ég bendi á gyllingarnar. Höllin er ofboðsleg og maður verður hálf hvumsa af öllum íburðinum. Hér er dæmi um smá kertastjaka.
Við vorum sammála um það ferðafélagarnir að það væri ekki skrítið að lýðræðisbyltingin hafi átt rætur í Frakklandi og við öðluðumst líka dálítinn skilning á því af hverju alþýðan fann hjá sér þörf til að skilja höfuð frá búkum aðalsfólks í fallöxinni. Ég get rétt ímyndað mér að kotbændurnir sem voru að ströggla hafi fundist munurinn svolítið svakalega þegar þeir sáu svo bruðlið í Versölum. En það var mjög gaman að ganga þarna um og skoða þennan heim. Talandi um að ganga um. Ég og litla frænka vorum orðnar talsvert þreyttar í fótunum af öllu labbinu, ég held að fæturnir á mér hafi vaxið úr 39 í 45 á þessum dögum. Þar sem sandalarnir meiddu okkur dálítið þá fórum við bara úr þeim og gengum berfættar um Versali. Yfirleitt eru trégólf en marmari á milli herbergja. Það var mjög gott að komast á´marmarann og kæla fæturna. Svo kom gangur sem var allur marmaralagður og við vorum auðvitað mjög anægðar en þá kom vörður hlaupandi á eftir mér og skipaði mér í skóna. Ég skil ekki enn af hverju ég mátti ekki ganga um berfætt í Versölum en ég er heldur ekki mikið inni í hentistefnureglum túristavarða.
Það er hægt að kaupa miða í afmarkaða hluta hallarinnar en við keyptum aðgang að henni allri. En þar sem það þurfti að sýna miðana við hvern inngang þá lentum við í því að týna þremur miðum áður en við gátum skoðað safn þingsins og garðana. Stærri litla frænka skoðaði bara safnið enda er nýjasti MR-ingurinn í fjölskyldunni að hugsa um að fara í sagnfræði þegar fram líða stundir, hún hefur að sjálfsögðu rétt á að skipta um skoðun en þetta er stefnan núna. Okkar langaði hins vegar allar í garðinn og þá voru góð ráð dýr. Við tókum bara sénsinn á því að sýna manninum miðann og svo kom sér vel að vera með digital cameruna því við gátum sýnt honum að við hefðum verið í allri höllinni. Hann var svona líka næs, trúði okkur alveg og hleypti okkur inn í garðinn. Við vorum líka alveg að segja satt.
Garðurinn er alveg jafn ofboðslegur og höllin. Risa stór með styttum og gosbrunnum út um allt.
Hér eru stelpurnar að hvíla sig með einni styttunni. Hins vegar var brjálæðislega heitt þennan dag og við vorum bara orðnar örmagna. Ég man ekki alveg hvort það var þennan dag nákvæmlega en snemma í ferðinni lentum við stærri litla frænka í því að fá dúndrandi hausverk og var það snarlega rakið til vökvaskorts. Eftir það pössuðum við okkur á því að vera alltaf með nóg vatn og veitti ekki af.
Við fórum úr höllinni og skoðuðum umhverfið. Duttum inn í verslun og misstum okkur aðeins, afgreiðslufólkinu til mikillar gleði. Að vísu afgreiddum við nánast alveg minjagripa- og gjafakaup svo þetta var ekkert svo óskaplegt. Svo fundum við okkur stað til að setjast niður og borða. Eins og venjulega fengum við góðan mat. Aumingja þjónninn þurfti að hlaupa yfir götu til að geta sinnt starfinu og hann var alveg að stikna. Búinn að hneppa frá sér langt niður á maga. Ég er ekkert að kvarta en hann var frekar horaður. Svo tókum við lestina til Notre Dame og töltum aðeins í Latínuhverfinu áður en við fórum heim.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...