Færslur

Sýnir færslur frá júní 26, 2005
Ókey, allt í lagi. Ég viðurkenni það, ég játa. Ég keypti Séð og heyrt . Ég ætla að byrja á´því að óska frænku minni til hamingju með gleðifréttirnar. Og afanum auðvitað líka:) Svo var ég að sjá í Bubba&Brynju málinu mikla að hún og nýi maðurinn kynntust í Aðaldalnum. Auðvitað kynntust þau í Aðaldalnum, hann er aðal dalurinn, haha. Gott að vita að rómantíkin blómstri þar. Var að átta mig á því að ég þarf að fara að pakka búslóðinni fyrir flutningana. Veit einhver hvernig er best að flytka búslóð? Ætla að hafa samband við Landflutninga. Er það ekki ágætis hugmynd? Ef einhver hefur reynslu af svona og veit um ódýra aðferð þa vil eg gjarna heyra af henni.
O, skrambans, þar urðu mér á mistök. Er svona rétt að byrja á síðasta Parísardeginum en nennti svo ekki alveg að skrifa hann núna svo ég ætlaði að vista sem uppkast en ýtti auðvitað á publish. En fyrst ég er byrjuð að blogga, þótt óvart sé... Ég er búin að vera Bubba aðdáandi í 22 ár. Keypti fyrst Egó-ímynd og hef verið húkked síðan. Þótt ég eigi allt sem að Bubbi hefur gefið út og ævisöguna líka þá hef ég aldrei haft neinn sérstakan áhuga á honum sem persónu. Ég hlusta auðvitað á slúðrið eins og gengur en ég er ekkert að fríka út af áhuga. Ég hef alltaf haft grun um að real life persónan myndi eyðileggja fyrir mér söngvaskáldið og rokkarann sem ég fíla. Því verður ekki neitað að Bubbi sjálfur hefur hleypt okkur ansi langt inn í sitt líf. Þá segir sumir: ,,Hann getur ekki valið ig hafnað. Að alþjóð eigi bara að fá að vita það sem hann vill að hún viti." Ég er algjörlega ósammála því. EF Bubbi væri í sínu opinbera stafi sem Idoldómari að hygla einhverjum keppandanum þá eiga fjölmið
"Is it because of what you think. Or what others might think?" Góð spurning.
Mynd
Champs Elysee - Sigurboginn Þriðjudagur 21. júní. Dagur VI Vorum dálítið að vandræðast með þennan dag. Töldum okkur vera búnar að skoða helstu túristastaði. Mig langaði að skoða Bastilluna þar sem árásin á hana 14. júlí 1789 er sögulegt upphaf. Bastillan er vist löngu hrunin og komið einhver illa hönnuð glerbygging staðinn. Þarf víst að gera við hana þótt hún sé rétt 16 ára. Örugglega eitthvað sem Mitterand hefur látið byggja, hann setti glerpýramídann á Louvre torgið líka. Við vildum ekki skoða glerhúsið, þekkjum nóg af fólki sem býr í svoleiðis ahaha, að við ákváðum að heimsækja Sigurbogann . Það leyndi sér ekki þegar við vorum komnar á Champs Elysee , allt varð skyndilega mun dýrara og karlar í jakkafötum brustu fram! Það sem við vorum seint á ferðinni þá var kominn tími á hádegismat og við fundum einhvern indverskan sem heitir Nirvana. Hann var allt í lagi en ekkert spes. Þá tók við gangan langa upp Champs Elysee. Þetta er nefnilega verslunargata. Það er náttúrulega ómögulegt að ve
Mynd
Euro Disney Mánudagur 20. júní. Dagur V Það lá alveg ljóst fyrir frá upphafi hjá litlu frænku að meginmarkmið þessarar ferðar var að fara í Euro-Disney . Allt annað var bara bónus. Nú má alveg deila um það hvort Disney í París sé eitthvað sem maður fílar eða hvort yfirtaka Bandaríkjanna á Evrópu sé af hinu góða. Hins vegar fíla ég París og ég fíla Disney og ákvað að leggjast ekki mikla stúdíu um þetta heldur bara skemmta mér. Stóra systir skipuleggjandinn sá um að koma okkur á staðinn. Metrómiðarnir góðu dugði til. Þegar á staðinn var komið var talsverð biðröð en hún gekk fljótt. Það hefði verið hægt að kaupa miða fyrirfram í Disney-búðinni á Champs Elysee en við nenntum ekki að gera okkur erindi þangað. Þegar inn er komið þá virkar þetta hvorki mjög stórt né mikið en annað kemur á daginn. Fyrst voru bara búðir og svoleiðis svo loks þegar við sáum eitthvert tæki þá drifum við okkur í röð sem var mjög löng. Þegar við vorum búnar að standa í henni í svolítinn þá sáum við að þetta var fre
Mynd
Þá er kellingin bara orðin hálffertug. Og litla stærri frænka sem hún fékk í tvítugsafmælisgjöf orðin 15. Voðalega líður tíminn. Til hamingju með afmælið, frænka! Og ég sjálf náttla:) Afmælisbörnin að fíla Van Halen fyrir rúmum 14 árum.
Mynd
Notre Dame - Sacré Coeur Sunnudagur 19. júní. Dagur IV Okkur fannst alveg tilvalið að eyða sunnudeginum í kirkjur og ákváðum því að fara í Notre Dame og Sacré Coeur . Þrátt fyrir að hafa verið frekar syfjaðar og komið okkur seint af stað þá náðum við í messu í Notre Dame. Það var talsvert merkileg upplifun þótt við séum ekki katólskar og skildum lítið sem ekkert í frönskunni. Við gengum m.a.s. til altaris. Kirkjan er stórfengleg og það er svo margt í henni að maður grípur það einhvern veginn ekki allt saman. Þegar við fórum út þá gengum við gegnum röð upp í turninn en vorum ekki alveg vissar hvort við vildum fara upp eða ekki. Eftir að hafa sportað okkur aðeins á túristagötu rétt hjá og skoðað eftirmyndir af ufsagrýlum þá ákváðum við að kíkja upp. Stóðum heillengi í biðröð og kláruðum vatnið okkar í henni. Það voru mistök. Svo loksins komumst við inn og borguðum 7 evrur fyrir aðganginn. Man ekki alveg hvort það kostaði eitthvað minna eða ekkert fyrir stelpurnar enda skiptir það engu m
Mynd
Versalir Laugardagur 18. júní. Dagur III Eitt af því sem kom okkur dálítið á óvart og kannski aðallega börnunum var töluverður fjöldi undirmálsfólks. Þegar við vorum snemma á ferðinni sem var nú oftast þá hittum við iðulega á sofandi fólk niðri í Metróinu. Þá voru margir að betla, sumir spiluðu á hljóðfæri og voru með húfuna á jörðinni. Einu sinni sat gömul kona hjá útgangi og betlaði og í eitt skipti sat kona sem gekk klárlega ekki heil til skógar í tröppunum hjá lestinni okkar. Við þurftum að ganga dálítinn spotta frá hótelinu að stöðinni. Í einni götunni sem við gengum var einhvers konar heimili þar sem við hittum iðulega fólk sem sumt hvert var í hjólastólum og annað ekki alveg andlega heilt. Seinni part vikunnar tók fyllibytta sér heimili þarna fyrir utan, ég veit ekkert hvort hann var heimilismaður þarna eða ekki, en hann sat á bekk fyrir utan með flöskuna sína á kvöldin hvort sem við vorum seint eða snemma á ferðinni og á morgnana líka. Við hittum líka einu sinni mann sem stóð á