föstudagur, mars 25, 2005

Við horfðum á The Passion í tilefni dagsins. Ég er hálf miður mín. Mannlegi þátturinn hefur einhvern veginn farið fram hjá manni.

Fyrst staðfestist það að bíllinn minn lekur. Urrr. Svo þegar ég kom heim þá var þvottavélin mín föst á forþvotti og alveg sjóðandi heit. Urr. þvotturinn minn var samt ekki allur haupinn og líklega var þetta bara ,,smellur" sem ég hafði gleymt í vasanum sem stíflaði.
Ég var í bloggleiðangri og fann tvær j-villur. Ég þurfti að hafa mig alla við að kommenta ekki og leiðrétta. Stillt, Ásta, stillt!
Ég var líka að glápa á kassann áðan og þá sagði einhver við einhvern annan: ,,Heimsóttu hann." Ég saup alveg hveljur. Nútíð er alltaf mynduð af nafnhætti! Alltaf!
Manni gæti dottið í hug að það sé eitthvað konunglegt að koma til landsins en ekki klikkað has been. Mér finnst þetta pínu plebbalegt en það er kannski bara ég.

Þarf nauðsynlega að vita, ef einhver getur sagt mér, hvort það sé eitthvað vesen á nettengu hjá Símanum. Tölva litlu systur neitar nefnilega að tengjast og það væri gott að vita þetta áður en ég ræðst á tölvuna og fer að amatörast eitthvað. Ég er nefnilega búin að eyðileggja eina tölvu fyrir henni nú þegar.

miðvikudagur, mars 23, 2005

Eins dauði er annars brauð

Þegar ég hugsa þetta enn lengra þá sé ég að þegar helmingur framhaldsskólakennara er búinn að fá reisupassann þá sparar Ríkið slatta í launakostnað. Með sérstöku tilliti til þess að framhaldsskólakennarar voru að semja og eiga að fá 20% hækkun á samningstímanum. Þá geta Sveitafélögin krafist þess að fá meiri fjárveitingar vegna þess að námskostnaður sem Ríkið sparar er lentur á herðum þeirra. Og grunnskólakennarar hafa þá enn meiri ástæðu en áður til að krefjast launahækkunar þar sem kennsla sem nú er metin meira en grunnskólakennsla er komin til grunnskólakennara. Og peningarnir verða til til að hækka launin.
Ég er búin að skipta um skoðun. Ég styð planið heils hugar.
PS. Varðandi síðustu færslu. Ef það á að stytta framhaldsskólann um helming og færa nám í grunnskólann þá hlýtur stöðugildum í framhaldsskólum að fækka um helming. Eru framhaldsskólakennarar sáttir við það. ,,Takk fyrir starfið síðastliðin X ár. Þurfum ekki lengur á þér að halda. Bæ bæ."

þriðjudagur, mars 22, 2005

Langar að benda á góða færslu hjá Hrund um styttingu framhaldsskólans og hverjir eiga að taka við þeirri vinnu sem til fellur af borðum framhaldsskólakennara.

Urrr....
Hmmm, makkinn er að gera mér lífið leitt með HotPotatos. Ekki ánægð með svoleiðis hegðun. Ætlaði að búa til gagnvirkar æfingar.
Finally it happened to me..
Ég er komin í PÁSKAFRÍ!!!

mánudagur, mars 21, 2005

Hér ræður letin ríkjum. Oj, bara, hvað ég nenni ekki að sinna þessum aukatímum. Þrír tímar á morgun og þá er ég komin í páskafrí! Letin er þvílík að ég sótti um frest á skattframtalinu. Þarf ekkert að gera en lesa yfir og ýta á send. Vinn hjá borginni, skulda ríkinu, ekki flókið. Mig langar bara að liggja uppi í sófa og lesa bækurnar sem ég keypti á Bókamarkaðinum. Eða glápa á kassann. Eða fara út að ganga í góða veðrinu... Tomorrow, tomorrow...

sunnudagur, mars 20, 2005

Smá pæling í tilefni dagsins.

Talandi um daginn. Fékk sms frá Árna Pétri og heillaóskir vegna 20. mars. Ég hef enga hugmynd um hver Árni Pétur er né hvað er merkilegt við 20. mars en þakka pent engu að síður.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...