Færslur

Sýnir færslur frá apríl 24, 2016

Ástþór og forsetafrúin

Mynd
Nýverið var viðtal í síforsetaframbjóðandann Ástþór Magnússon í útvarpsþættinum Harmageddon.Viðtalinu var nokkuð dreift á samfélagsmiðlum og ég skrollaði alltaf fram hjá því enda orðin nokkuð langþreytt á Ástþóri sannast sagna. Það var ekki fyrr en fésbókarvinur mælti sérstaklega með því að ég lagði á mig að hlusta á viðtalið.  Ástþór er gífuryrtur, því verður ekki neitað. Í stuttri endursögn segir Ástþór að Shlomo Moussaieff, tengdafaðir forsetans, hafi verið hálfgerður glæpamaður sem hafi auðgast á vafasaman hátt, m.a. með smygli á demöntum yfir landamæri. Þá sé fjölskyldufyrirtækið ekki búið að vera í "marga ættliði" í fjölskyldunni heldur hafi Shlomo stofnað það upp úr 1960. Dorrit sjálf sé heldur sérstök og nefnir hann að hún hafi fengið á sig nálgunarbann í London og svo telur hann að hún og fjölskyldufyrirtækið hafi sérstaka hagsmuni af því að hún hafi diplómapassa frá Íslandi. Nefnir hann uppákomu við landamæraeftirlit í Ísrael. Ókey, ég er ekki a