Færslur

Sýnir færslur frá júní 15, 2014

Hamingjusama húsmóðirin

Mynd
Það er ekki hægt að segja með góðu móti að frúin á Hálsi hafi gaman að heimilisverkunum. Nei, þau eru með því allra leiðinlegasta sem ég veit. Ég veit ekki vel af hverju það stafar. Kannski vegna þess að þegar ég var krakki þá neyddi móðir mín mig til að þurrka af og ryksuga í stofunni á reglulegum basis. (Uppeldi til ábyrgðar eða eitthvað svoleiðis.) Hún hafði líka gaman að smáum skrautmunum sem hún hlóð alls staðar. Alls staðar. Í allar gluggakistur, á allar hillur, á öll borð.... Það er ekkert mál að þurrka af einni gluggakistu en þegar það þarf fyrst að tína alla skrautmunina úr henni og raða þeim svo til baka... Ekki alveg jafn einfalt. Sem krakki og táningur þá bara þoldi ég þetta ekki. Þoldi. Það. Ekki. Þá hefur mér dottið í hug, af minni alkunnu hógværð, að ég sé bara ekki vinnukona. Ég er drottning. (Og voru nú sopnar hveljur ;) ) Þannig að ég játa það að ég hef ekki ofreynt mig á húsverkunum í gegnum tíðina. Þjáðst óskaplega? Já. Ofreynt mig? Nei.   En svo fl

Kona reynir að minnka sig

Mynd
Ég hef, nánast alla tíð, verið í megrun. Ég get með nokkru sanni sagt að mestallan tímann hafi ég verið að hlaupa á eftir samfélagsduttlungum. Það var ekki gaman að vera táningsstúlka og hlusta á lög eins og Feitar konur eða Of feit fyrir mig glymja sí og æ í útvarpinu. En... Þetta er hætt að snúast um samfélagsduttlunga. Núna er eitthvað annað í gangi. Eitthvað undarlegt. Við skulum hafa eitt á hreinu. Hugmyndin sem ég hef um sjálfa mig er 18 ára rokkari. Mjög einfalt. Móðir náttúra kemur sjálfsblekkingunni hér til hjálpar því eftir því sem gráu hárunum og hrukkunum fjölgar versnar sjónin. Þá er spegillinn á baðinu staðsettur undir ljósi svo undirhakan fellur í skugga. Ég veit líka hvar spegillinn er og hvenær hann nálgast og er búin að soga inn kinnarnar og magann og skjóta fram brjóstunum um það leyti sem ég er fyrir framan hann. Alltaf há, grönn og ljóshærð í speglinum mínum. Sama máli gegnir um meðvitaðar myndatökur. Óvæntar myndatökur eru öllu verri. Og það versta af öl

London - París - Raufarhöfn

Mynd
Fyrir 22 árum þegar ég var 22 ára, nei, ég skil ekki þetta með tímann, þá ákváðum við Gummi æskuvinur minn að fara til Raufarhafnar í sumarvinnu. Mamma hans og stjúpi voru að taka við Hótel Norðurljósum og hann ætlaði að hjálpa þeim með það. Ég fékk vinnu í Fiskiðjunni, enda algjörlega heilaþvegin af Bubba Morthens þessi árin. Gummi átti gamlan, svartan Citroen sem var með bilaðan bakkgír. Á honum fórum við enda stóð ekki til að bakka út úr ævintýrinu. Eins fyndið og okkur fannst þetta þá fylgdu því ákveðin vandkvæði að vera á bakkgírslausum bíl en á áfangastað komumst við.  raufarhofn.net Fyrst í stað gistum við hjá Skafta bónda, frænda Gumma, á Ásmundarstöðum. Gummi var búinn að segja mér að Skafti væri ekki mikil pjattrófa og sturtuaðstaðan væri bara steypan. Hins vegar setti hann „drottningarmottuna“ á gólfið þegar systir hans, amma Gumma, kæmi á sumrin. Skafta þótti nú ekki mikið til svona Reykjavíkurliðs koma svo þótt við fengjum að liggja inni þá máttum við baða okkur