Það eru þrjár kirkjur á svæðinu svo sóknin okkar er ekkert sérstaklega stór og kórinn þá ekki heldur. Þar sem það voru bara sex söngfuglar mættir í gær þá var mér ekki hent út þótt ég syngi alveg skelfilega falskt. Mér hafði nebbla verið skipað á bekk hjá sópranunum en ég er ekki sópran. Fór ég því illilega út af laginu og háu tónarnir.. jeddúdamía. Kórstjóranum fannst þetta ekkert mál og ég verð sett hjá milliröddunum næst. Ég reyndi að syngja með mínu nefi en það að hafa sópran í eyranu á sér truflar ótrúlega og ég fór auðvitað að reyna að halda í við þær. O, jæja, þetta gengur bara betur næst.
Ákvað í líta við í skólanum á heimleiðinni þótt ég eigi ekki að kenna þar í dag og þá voru börn úti í Hollí Hú. Frábært, það vöknuðu bara gamlar minningar.
Góð grein hjá Daníel í dag.
föstudagur, október 21, 2005
fimmtudagur, október 20, 2005
Þá er fyrsta kirkjukórsæfingin að bresta á. Nú er bara hvort það er make or break! Vona mér verði ekki bara hent út.Verð auðvitað að læra syngja fyrst ég er komin hingað í Þingeyjarsýslu. M.a.s. búin að svíkja mínar reykvísku rætur og kaupa bol sem á stendur: Ég er Þingeyingur. Það er bara lítil hvít lygi. Það vita allir að ég var bara að styrkja ungmennafélagið.
Af aðalmálinu er það að frétta að útbrotin standa sterk sína plikt. Mér til mikillar mæðu. Ég er komin með marbletti eftir klór.
Af aðalmálinu er það að frétta að útbrotin standa sterk sína plikt. Mér til mikillar mæðu. Ég er komin með marbletti eftir klór.
miðvikudagur, október 19, 2005
scratch scratch scratch scratch scratch scratch scratch ...
Er reyndar búin að komast að því að vírusútbrotin eru alveg ágætis agastjórnunartæki. Þegar mann klæjar, þá klórar maður gjörsamlega ómeðvitað svo allir sem umgangast mig vita að ég er með útbrot. Þau leyna sér heldur ekkert. Svo var nemandi með ókyrrð akkúrat þegar ég var að klóra svo ég spurði hvort ég ætti að klóra dauða vírusa yfir hann. það þótti honum ekki spennandi og snarþagnaði. Reyndar spunnist upp umræður um það hvort vírusinn væri örugglega dauður. Ég er ekki alveg viss en það hlýtur að vera fyrst mér er batnað og líkaminn er að henda honum út. Hann er alla vega mjög veiklaður. Nema auðvitað að þetta sé eitthvert dreifingartrikk. Ég veit ekki...
PS. Mér er alveg sama þótt þetta sé enn eitt útbrotabloggið. Þetta er mjög dómínerandi þáttur í lífi mínu þessa dagana!
Er reyndar búin að komast að því að vírusútbrotin eru alveg ágætis agastjórnunartæki. Þegar mann klæjar, þá klórar maður gjörsamlega ómeðvitað svo allir sem umgangast mig vita að ég er með útbrot. Þau leyna sér heldur ekkert. Svo var nemandi með ókyrrð akkúrat þegar ég var að klóra svo ég spurði hvort ég ætti að klóra dauða vírusa yfir hann. það þótti honum ekki spennandi og snarþagnaði. Reyndar spunnist upp umræður um það hvort vírusinn væri örugglega dauður. Ég er ekki alveg viss en það hlýtur að vera fyrst mér er batnað og líkaminn er að henda honum út. Hann er alla vega mjög veiklaður. Nema auðvitað að þetta sé eitthvert dreifingartrikk. Ég veit ekki...
PS. Mér er alveg sama þótt þetta sé enn eitt útbrotabloggið. Þetta er mjög dómínerandi þáttur í lífi mínu þessa dagana!
þriðjudagur, október 18, 2005
Sveitungi minn setti doktorsritgerðina sína í póst í dag. Í tilefni af því bauð konan hans okkur heim í smá surprise veislu. Nú væri kominn tími til að slappa af og boðið upp á pizzu og kók. Það þykir mér nú ekki ónýtt og hugsaði mér gott til glóðarinnar. En pestarófétið hefur haft þau áhrif, þótt farið sé (7, 9, 13) að ég get ekki borðað jafnmikið og mig langar til að borða! Það er bara glatað. Það er ekkert minna en hneykslanlegt framferði.
Hins vegar varð þetta hin ánægjulegasta kvöldstund, margt spjallað og krakkarnir skammaðir fyrir að sækja of mikið í nammið og gaman.
Hins vegar varð þetta hin ánægjulegasta kvöldstund, margt spjallað og krakkarnir skammaðir fyrir að sækja of mikið í nammið og gaman.
mánudagur, október 17, 2005
Ég þori varla að segja það af ótta við að jinxa því en.. Ég held mér sé að batna. Mér liði ofboðslega vel ef mig klæjaði ekki svona alls staðar. Útbrotin eru sem sagt út um allt. Nema á andlitinu. Thank God for small favors.
Reyndar fannst samstarfsfólki mínu útbrotin, sem sjást á höndunum á mér, svo óspennandi og óaðlaðandi að ég var eiginlega fæld aftur til læknis. Svo ég mætti aftur á Heilsugæsluna. Komin í áskrift bara. Læknirinn sagði mér að þetta væru mjög dæmigerð vírusútbrot. Líkaminn væri að losa sig við veiruna. (Yeah! Baby! Out of my house! Out, I say!) Það væri lítið við þessu að gera annað en þrauka og kannski bera á sig hýdrókortisón til að draga úr kláða. Þið megið geta hver var mætt í Apótekið nokkrum mínútum seinna. Orðin fastagestur þar líka. O, jæja. En mér er sem sagt (7, 9, 13) að batna.
Reyndar fannst samstarfsfólki mínu útbrotin, sem sjást á höndunum á mér, svo óspennandi og óaðlaðandi að ég var eiginlega fæld aftur til læknis. Svo ég mætti aftur á Heilsugæsluna. Komin í áskrift bara. Læknirinn sagði mér að þetta væru mjög dæmigerð vírusútbrot. Líkaminn væri að losa sig við veiruna. (Yeah! Baby! Out of my house! Out, I say!) Það væri lítið við þessu að gera annað en þrauka og kannski bera á sig hýdrókortisón til að draga úr kláða. Þið megið geta hver var mætt í Apótekið nokkrum mínútum seinna. Orðin fastagestur þar líka. O, jæja. En mér er sem sagt (7, 9, 13) að batna.
sunnudagur, október 16, 2005
Móðir mín hefur miklar áhyggjur af mér og veikindunum. Sérstaklega af því að ég er svona hinum megin á landinu. Ég reyndi að hugga hana með því að húsvörðurinn hefði lykla að íbúðinni og ef ég mætti ekki til vinnu án þess að melda mig veika þá yrði tékkað á mér. Líkið myndi alla vega ekki rotna lengi. Mömmu fannst það lítill léttir. Það er ósköp huggulegt að eiga mömmu sem hefur áhyggjur af manni. Jafnvel þótt ég sé hálffertug.
Annars er það af pestinni að segja að ég er komin með dálitla líflöngun. Mig er farið að langa til að gera eitthvað annað en bara að þjást ekki. Það hlýtur nú að teljast batamerki. Að vísu hef ég verið að sannfæra mig um að hitt og þetta sé batamerki síðastliðna daga en allt kemur fyrir ekki. Einhvern tíma hlýtur þetta nú samt að ganga yfir. Ég trúi ekki öðru. Annars fer ég bara aftur til læknisins. Þeir hljóta nú að geta læknað eina and.. ælupest!
Annars er það af pestinni að segja að ég er komin með dálitla líflöngun. Mig er farið að langa til að gera eitthvað annað en bara að þjást ekki. Það hlýtur nú að teljast batamerki. Að vísu hef ég verið að sannfæra mig um að hitt og þetta sé batamerki síðastliðna daga en allt kemur fyrir ekki. Einhvern tíma hlýtur þetta nú samt að ganga yfir. Ég trúi ekki öðru. Annars fer ég bara aftur til læknisins. Þeir hljóta nú að geta læknað eina and.. ælupest!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...