Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 7, 2016

Fordæmalaus staða

Mynd
Það kom illa fram hjá mér í gær í síðasta pistli en ég sendi fyrirpurn til SÍ um venjur í starfslokasamningum. Fyrirpurnin var svona: a) er venja í starfslokasamningum að launþegi haldi bæði launum sínum og öllum hlunnindum á starfslokatímabili? b) er venja í starfslokasamningum að launþegi haldi starfslokagreiðslum á starfslokatímabili þótt hann fái aðra vinnu i) annars staðar ii) hjá sama launagreiðanda? Svarið sem ég fékk var já við hvoru tveggja, SÍ legði til að þetta væri gert í starfslokasamningum sinna umbjóðenda og það fengist yfirleitt í gegn. SÍ er Skólastjórafélag Íslands.* Nú sendi ég ekki sömu fyrirspurn til Grunnskólakennarafélags Íslands svo ég veit hreinlega ekki hvort þetta sé venja í starfslokasamningum grunnskólakennara. Reyndar hallast ég að þeirri skoðun að starfslokasamningar kennara séu sjaldgæfir þótt þeir hafi verið gerðir við nokkra kennara hér í Þingeyjarsveit í fyrra. Einn Fésbókarvinur minn benti á þá staðreynd að aldrei myndi skólal

Starfslokasamningurinn - Lokaorð (vonandi)

Mynd
Eftir langa mæðu, kæru, tímaeyðslu og fjárútlát hafa íbúar Þingeyjarsveitar, og raunar allir, fengið aðgang að starfslokasamningi fv. skólastjóra Þingeyjarskóla. Samningi sem átti að vera opinber frá upphafi þar sem opinberir aðilar eru að sýsla með opinbert fé. Ég hef að vísu ekki eytt neinum fjármunum í ferlinu, nema óbeint, en Þingeyjarsveit lét lögfræðing svara upphaflegu erindi mínu, lögfræðingur sendi andsvar við kærunni og lögfræðingur las yfir úrskurðinn. Svo þegar samningurinn loksins berst þá er ekkert í honum sem kallar á þessa leynd. Ekkert. Það eru engar upphæðir, engar persónuupplýsingar. Þetta er, og afsakið orðbragðið, algjört prump. Þetta er svo ómerkilegt að ég hreinlega trúði því ekki að ég hefði fengið allt í hendur.  Ekki misskilja mig, samningurinn er vissulega veglegur (ég fer nánar í það á eftir). Þetta er miklu meira en almennir launþegar geta átt von á en samningarnir sem kennararnir gerðu eru samt sem áður áþekkir. En við vissum það fyrir, við vitum

Sporslur á sporslur ofan

Mynd
Samkomulagið er í ellefu liðum. Engar tölur eru gefnar upp í samningnum. * Það vekur athygli mína að strax í 3. lið er tiltekið að starfsmaður beri engar vinnuréttarlegar skyldur gagnvart vinnuveitanda á því tímabili: "... nema vinnuveitandi ráði hana aftur til starfa á því tímabili." Í 7. lið er tiltekið að starfsmanni sé heimilt að ráða sig til annarra starfa "þar með talið vinnuveitanda / Þingeyjarskóla án þess að ofangreindar greiðslur á starfslokatímabili skerðist" Eflaust eru svipuð ákvæði í hinum starfslokasamningunum en þetta er sá fyrsti sem var gerður og því frumgerðin.  Því vaknar óneitanlega sú spurning að ráðning viðkomandi í annað starf við skólann hafi verið löngu ákveðin. Ég get auðvitað ekkert fullyrt um það til eða frá en sá grunur vaknar. Hvað varðar "ofangreindar greiðslur" þá er kveðið á um þær í 4. lið samningsins: Nú er ég enginn sérfræðingur í starfslokasamningum og það getur vel verið að fólk haldi öllum hlunni

Afsökunarbeiðni

Jæja, þá er ég komin með starfslokasamninginn í hendur. Formálinn sem tiltekinn var í úrskurði var lítilfjörlegur og gerði ég meira úr honum en efni stóðu til. Hins vegar er plaggið ekki nema ein síða með engum upphæðum og átti ég bágt með að trúa að það hefði kallað á neitun, kæru og ársbið eftir úrskurði að fá það í hendur. Engu að síður, ég hljóp á mig og ég biðst afsökunar á því.

Úrskurður

Mynd
Síðastliðinn fimmtudag barst mér í sniglapósti úrskurður frá Úrskurðarnefnd um upplýsingalög . Úrskurðurinn er ekki enn kominn á heimasíðu nefndarinnar en lokaorð bréfsins eru svona:  Nefndin heldur sig því við þá stefnu sína að fjármálagjörningar stjórnvalds geti ekki farið leynt nema mikið liggi við. Nefndin setur heldur enga fyrirvara né vill að yfir eitthvað sé strikað eins henni er þó heimilt. Það er meira en ár síðan ég lagði fram kæruna og verður biðtíminn að teljast alltof langur. Ekki er þó við nefndina að sakast heldur ríkisvaldið, augljóslega þarf að veita meiri fjármunum til nefndarinnar. Þessi langi biðtími auðveldar stjórnvaldi að liggja á upplýsingum því loksins þegar úrskurður liggur fyrir eru mál nánast fallin í gleymskunnar dá og allir búnir að missa áhugann. Í þessu tilfelli t.d. þá tekur starfslokasamningurinn til tímabilsins 25. feb. 2015 til og með 31. júli 2016. Hann er runninn út á tíma loksins þegar við fáum að sjá hann. Ég hef ekki enn f