Í gærkvöldi var haldið þingeyskt kennarapartý með grísku ívafi. Maturinn var mjög góður og tókst flestum að borða sér til óbóta. Svo var sungið. Það er sko ekkert íslenskt fyllerísgaul í þingeyskum partýum, neineinei, hér er sungið raddað og prófessjonalt. Ég sé ekki fram á að komast í kirkjukórinn.
Um miðbik var ég kölluð upp á svið og tilkynnt formlega að hingað væri komin einhleyp kennslukona með miklar væntingar. Best að taka það fram núna að það makar voru með svo þetta var ekki bara mitt samstarfsfólk. Því miður væri fátt um fína drætti eftir í sveitinni svo ekki víst að eiginmaður fyndist handa konunni. Það versta við þetta allt saman væri að pipraða kennslukonan hefði alveg sætt sig við að fá að hafa kött en það væri bannað. Því hefði konan keypt köttinn í sekknum. Svo fékk ég kött í sekk að gjöf. Þá þurfti líka að segja frá því að þegar þau voru að reyna að fá upplýsingar um óskir mínar þá hafði ég svarað því til að ég hefði engar sérþarfir, væri orðin 35 ára og örvæntingarfull. Að vísu kom ég því seinna á framfæri að ég vildi enga kvennabósa. Þessu var öllu komið formlega til skila í veislunni.
Kosturinn við þetta var sá að þar sem konur eru í meirihluta í starfsliðinu þá voru karlarnir þeirra mættir og karlar þekkja karla. Skyndilega var farið að ræða á öllum borðum um möguleg eiginmannsefni og treysti ég á að koma mín fari nú að berast um sveitir. Við komumst nefnilega að því um daginn að markaðssetningu minni væri eitthvað ábótavant.
Svo voru auðvitað kveðnar vísur og sungið meira og mjög gaman.
laugardagur, september 24, 2005
föstudagur, september 23, 2005
Var að fá gjörsamlega skelfilegan reikning frá Símanum. Fyrir utan það að vera sá hæsti símreikningur sem ég hef fengið um ævina þá er hann einnig merkilegur fyrir þær sakir að ég er ekki skráður notandi hjá Símanum. Þar sem ég þarf að borga grunnáskrift fyrir línuna því mitt fyrirtæki er ekki með grunnlínu í Aðaldalinn þá ákváðu þeir að rukka mig bara líka fyrir notkunina. Hæsti hlutinn er netsambandið en Síminn er með hærra mínútugjald sem og innhringigjald sem mitt fyrirtæki er ekki með. Þannig að ég hef verið að fara á netið nokkrum sinnum á dag í svo og svo langan tíma í trausti þess að ég þurfi ekki að borga neitt innhringigjald. Þegar ég fékk reikningi9nn hringdi ég í Símann til að spyrja hvernig þeim dytti þetta í hug og þurfti að biða í 25 mínútur eftir samtalsbili. Ekki ánægð. Þetta hefur verið leyst svona nokkurn veginn. Mínum kostnaði verður mætt en mér reiknast samt til að ég sé að tapa einhvað á þessu. Fyrirtækin kenna hvort öðru um og alsaklaus neytandinn tapar. Týpískt.
fimmtudagur, september 22, 2005
Samkennarar mínir voru að líkja mér við fellibylinn Rítu ég væri farin að sækja svo í mig veðrið. Skil ekkert í þessu, hélt ég væri að fara varlega að þeim. Tóku því samt mjög góðlega að ég stæli bæði bekkjum og tímum í dag til að sýna Forrest Gump. Verkefnið sem þau eiga að vinna er á flottu síðunni minni. (Ég er ferlega ánægð með sjálfa mig, sko!)
Að mínum prívatmálum þá er ég búin að panta tíma í klippingu svo faxið fer að fjúka. Og það er búið að hafa samband við einn ógiftan bróður fyrir mína hönd og fleiri í sigtinu. Þetta er allt að bresta á:)
PS: Það er mynd af sætum smáhundi í flottri lopapeysu í Skránni (húsvískur fréttamiðill)í dag. Mér finnst ég hafa séð módelið og peysuna áður?
Að mínum prívatmálum þá er ég búin að panta tíma í klippingu svo faxið fer að fjúka. Og það er búið að hafa samband við einn ógiftan bróður fyrir mína hönd og fleiri í sigtinu. Þetta er allt að bresta á:)
PS: Það er mynd af sætum smáhundi í flottri lopapeysu í Skránni (húsvískur fréttamiðill)í dag. Mér finnst ég hafa séð módelið og peysuna áður?
miðvikudagur, september 21, 2005
Ég gleymdi (aaalveg óvart) að taka vigtina með mér hingað norður. Búin að vera ægilega ánægð og sannfærð um að ég sé að grennast. Svo í gær rúntaði ég til Húsavíkur að kaupa ýmislegt eins og eldhúsljós og ákvað að kaupa baðvog því ég var orðin talsvert forvitin um hversu mikið ég væri búin að léttast. Þessi andstyggilega, húsvíska viðurstyggðarvigt er bara algjört drasl og handónýt. Handónýt, segi ég!
þriðjudagur, september 20, 2005
5 tilgangslausar staðreyndir um mig.
1) Ég er algjörlega ósynd og er haldin alvarlegri snú-snú fötlun. Kemst aldrei út úr hoppi og enda alltaf á því að snúa.
2) Það var ekki fyrr en ég var orðin 29 ára sem ég gat hlaupið einhverja vegalengd án þess að standa á öndinni. Þá fyrst uppgötvaðist að ég er með áreynslu- og ofnæmisasma og ég fékk púst.
3) Þegar ég var barn-táningur fóru amma Didda og afi Ármann til Parsar og komu með tvo langröndótta trefla handa mér og stóru systur. Minn var með skærari litum og ég gekk með hann lengi lengi. Var farin að þekkjast á honum. Litla systir nappaði honum síðan og hann varð þekktur á henni líka. Núna á ég trefil stóru systur og nota talsvert. Æðislegir treflar.
4) Maðurinn sem var sérhannaður handa mér á himnum neitar að horfast i augu við örlög sín og skyldur gagnvart alheiminum.
5) Það er þrennt sem mig langar til í lífinu: Gefa út bók, fara á þing og verða rektor Menntaskólans í Reykjavík.
Maður á víst að klukka 5 aðra en mér sýnist flestallir vera búnir. Ég klukka því bara Veigu", BKNE manninn og Heljarreið.
Update. Þar sem Snjófus er tölvutengd (ég hrapaði að ályktunum) þá fær hún hér með klukk:)
1) Ég er algjörlega ósynd og er haldin alvarlegri snú-snú fötlun. Kemst aldrei út úr hoppi og enda alltaf á því að snúa.
2) Það var ekki fyrr en ég var orðin 29 ára sem ég gat hlaupið einhverja vegalengd án þess að standa á öndinni. Þá fyrst uppgötvaðist að ég er með áreynslu- og ofnæmisasma og ég fékk púst.
3) Þegar ég var barn-táningur fóru amma Didda og afi Ármann til Parsar og komu með tvo langröndótta trefla handa mér og stóru systur. Minn var með skærari litum og ég gekk með hann lengi lengi. Var farin að þekkjast á honum. Litla systir nappaði honum síðan og hann varð þekktur á henni líka. Núna á ég trefil stóru systur og nota talsvert. Æðislegir treflar.
4) Maðurinn sem var sérhannaður handa mér á himnum neitar að horfast i augu við örlög sín og skyldur gagnvart alheiminum.
5) Það er þrennt sem mig langar til í lífinu: Gefa út bók, fara á þing og verða rektor Menntaskólans í Reykjavík.
Maður á víst að klukka 5 aðra en mér sýnist flestallir vera búnir. Ég klukka því bara Veigu", BKNE manninn og Heljarreið.
Update. Þar sem Snjófus er tölvutengd (ég hrapaði að ályktunum) þá fær hún hér með klukk:)
mánudagur, september 19, 2005
Damn, damn, damn. Fékk góðfúslegt leyfi til að downloada HotPotatos í skólanum, bjó til prufu ooogggg... gat up-loadað henni á síðuna en,og hér verð ég fúl, ég get bara linkað á hana. Ég get sem sagt ekki látið krossakönnun koma í beinu framhaldi af einhverri ægilegri speki en síðan mun verða uppfull af mikilli speki. Það er alla vega planið. Reyndar er það mikil framför að geta yfirhöfuð linkað á könnuna svo ég ætti sennilega að vera ánægð með það. Í bili.
Lagði formlega fram umsókn hjá hjónabandsmiðlara staðarins. ,,Gjöra svo vel að finna mann handa mér." Það er því komið í gang.
Lagði formlega fram umsókn hjá hjónabandsmiðlara staðarins. ,,Gjöra svo vel að finna mann handa mér." Það er því komið í gang.
sunnudagur, september 18, 2005
"Is it safe?" spurði tannlæknirinn í Marathon Man. Gandálfur spurði þess sama þegar hann kom til Fróða þegar hann grunaði um hvaða hring væri að ræða. Mig minnir að Pulla hafi spurt að þessu einhvern tíma og það var sveimandi í höfðinu á mér að ég hefði heyrt þetta í annarri bíómynd líka. Og þar kom það.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...