
Um miðbik var ég kölluð upp á svið og tilkynnt formlega að hingað væri komin einhleyp kennslukona með miklar væntingar. Best að taka það fram núna að það makar voru með svo þetta var ekki bara mitt samstarfsfólk. Því miður væri fátt um fína drætti eftir í sveitinni svo ekki víst að eiginmaður fyndist handa konunni. Það versta við þetta allt saman væri að pipraða kennslukonan hefði alveg sætt sig við að fá að hafa kött en það væri bannað. Því hefði konan keypt köttinn í sekknum. Svo fékk ég kött í sekk að gjöf.

Kosturinn við þetta var sá að þar sem konur eru í meirihluta í starfsliðinu þá voru karlarnir þeirra mættir og karlar þekkja karla. Skyndilega var farið að ræða á öllum borðum um möguleg eiginmannsefni og treysti ég á að koma mín fari nú að berast um sveitir. Við komumst nefnilega að því um daginn að markaðssetningu minni væri eitthvað ábótavant.
Svo voru auðvitað kveðnar vísur og sungið meira og mjög gaman.