Færslur

Sýnir færslur frá september 14, 2008

Friðum Skjálfandafljót!

Það er talsvert eftir en þetta er alla vega komið af stað:)

Breiðavíkurbætur

Áður en ég byrja vil ég taka það fram að ég fordæmi alla kynferðislega misnotkun. Hvort sem hún beinist gegn börnum, konum eða körlum. Hún á aldrei rétt á sér, er aldrei réttlætanleg og aldrei skiljanleg. Það er mjög auðvelt að dæma hluti út frá sjónarhorni samtímans. En er það rétt mælistika? Verður ekki að taka tillit til tíðarandans hverju sinni? Breiðavíkurmálið hefur ekki setið vel í mér og ég ætla að gera grein fyrir hvers vegna. Allt fór þetta af stað þegar fyrrum skjólstæðingar heimilis í Noregi voru dæmdar bætur.  Sú tilfinning að þetta snúist um peninga hefur aldrei vikið og hefur heldur eflst á síðustu dögum. Málflutningur Breiðavíkurdrengja er að þeir hafi verið misnotaðir kynferðislega, þeim hafi verið misþyrmt líkamlega og þeir hafi verið beittir vinnuhörku..  Þá halda margir því einnig fram að þeir hafi verið teknir af heimilum sínum að ástæðulausu. Ég er svo heppin að hafa alist upp í þeirri trú að kynferðisleg misnotkun á börnum væri ekki til. Ekki einu sinni í mínum h