Færslur

Sýnir færslur frá mars 9, 2014

Eru þorrablót karnival nútímans?

Mynd
Á miðöldum tíðkaðist í nokkrum Evrópulöndum, aðallega Frakklandi, hátíð sem kölluð var Hátíð fíflanna (e: Feast of Fools). Á þessari hátíð var öllu umturnað, ungur piltur gerður að biskup og öllu slegið upp í grín. Hátíð fíflanna er talin eiga sér enn eldri uppruna í Saturníu, hátíð sem haldin var í Róm hinni fornu til heiðurs Satúrnusi Karnival. Mikhail Bahktin setti fram kenningar um karnivalið og „ gróteskuna “ í bók sinni Rabelais and his world [1] og byggði á hátíð fíflanna. En Rabelais var franskur miðaldamaður sem skrifaði bókina Gargantúi og Pantagrúll . Robert Cook lýsir kenningum Bakhtins svo í grein sinni „Njálsbrenna – Karnival í Landeyjum“: Karnival er sjónarspil þar sem öllu ægir saman, hátt verður lágt, andlegt verður líkamlegt, upp verður niður, líkamar sundrast, byggingar falla. Megineinkenni þess er gróteskan. Allt háleitt og hetjulegt er dregið niður á jarðneskt plan líkamans þar sem enginn er öðrum meiri. Sérstök áhersla er lögð á líkam