föstudagur, nóvember 30, 2018

Bréf til ykkar


Mig hefur langað til að tala við ykkur í nokkurn tíma en hef ekki fengið mig til að hringja.  Ég hef líka beðið eftir því að þið hefðuð samband því mér myndi finnast það eðlilegt í stöðunni. En enginn hefur samband við neinn. Mér skilst að þið teljið mig „snarbilaða konu sem þurfi að rassskella“ svo ég tel símhringingu ekki vænlega til árangurs. Sennilega hafið þið ekki haft samband við mig af sömu ástæðu. Ég veit ekki hvort þið teljið manninn minn snarbilaðan líka

Kannski trúið þið því að ég sé „snarbiluð kona“ það er jú hin einhliða frásögn sem þið hafið hlustað á. Kannski viljið þið trúa sögunni, það hentar ykkur að trúa henni. Það er auðveldara að líta fram hjá væntingum og löngunum bilaðs fólks. Eða vonds fólks. Kannski er ég snarbiluð, kannski er ég vond.  En hvað sem því líður þá er frásögnin sem þið hafið hlustað á ekki rétt. Sagan sem er sögð er í öllum meginatriðum röng. Við vitum það, við höfum heyrt af því sem er borið  út hér á milli bæja. Þið eruð ekkert ein um það að trúa hinni einhliða frásögn.  Við getum bara ekki leiðrétt þetta allt saman, þetta er svo yfirgengilegt og endalaust.

Þegar við vildum fara þá var okkur haldið. Þegar við viljum vera þá er reynt að flæma okkur á brott. Það er stöðugt reynt að svipta undan okkur fótunum. Þetta hefur verið og er gríðarlega lýjandi og þið eruð að reyna að nýta ykkur aðstæður. Það verður ekkert fram hjá því horft. Ég get skilið það að ákveðnu leyti en ekki öllu. Þetta er fjölskyldumál. Þið væruð þau fyrstu sem við myndum hafa samband við fyrir utan fjölskylduna. En núna eruð þið að gera þetta miklu erfiðara en það þarf að vera. Ég bið ykkur að gera það ekki. Ekki taka þátt í þessari aðför.

Við viljum búa hér á Hálsi. Við viljum hafa lifibrauð okkar af búskap. Okkar langar að ala drengina okkar upp hér í sveitinni, á jörð afa síns og ömmu. Ef einhver skilur það þá eruð það þið.


Leyfið okkur það.

fimmtudagur, nóvember 29, 2018

Hversu mikið er hægt að hata eina konu?

Við erum búin að fá bankalán og getum keypt búið.
Hann vill selja allt sitt. Bara ekki okkur.
Barnabörn foreldra hans fá aldeilis að gjalda móður sinnar.


Vilji gömlu mannanna

Vilji gömlu mannanna var alveg skýr og skjalfestur. Þeir vildu að börn Gunnars tækju við á Hálsi. Marteinn er barn Gunnars. Synir Marteins eru barnabörn Gunnars.



Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...