föstudagur, febrúar 11, 2022
þriðjudagur, febrúar 08, 2022
Maðurinn sem sagði nei
Þetta er GBÞG.
GBÞG voru boðnar 30 milljónir fyrir hlutinn. GBÞG sagði nei.
GBÞG voru boðnar 28 milljónir fyrir hlutinn.GBÞG sagði nei.
GBÞG var boðaður á stjórnarfund til að ræða það að félagið keypti af honum hlutinn. GBÞG sagði nei.
Á sama stjórnarfundi átti að ræða það að stjórnarmenn fengju borgað fyrir fundarsetu. GBÞG sagði nei.
GBÞG var spurður hvort hann ætlaði að mæta á fundinn. GBÞG sagði nei.
GBÞG var beðinn um að samþykkja að fella niður 33 milljóna króna skuld úr ársreikningi svo hluturinn hans myndi hækka um 11 milljónir. GBÞG sagði nei.
Svo var GBÞG bent á að hann gæti fengið 1,8 milljónir úr dánarbúi. GBÞG sagði nei.
Hvað er GBÞG að hugsa?
mánudagur, febrúar 07, 2022
sunnudagur, febrúar 06, 2022
33 milljónir sem enginn á.
Í ársreikningi* Hálsbús ehf. hefur undanfarin ár rúllað um 30 milljóna króna skuld. Annars vegar er viðskiptaskuld upp á rúmar 11 milljónir og hins vegar er langtimaskuld upp á rúmar 22 milljónir.
Eins og glöggir lesendur sjá þá snarhækkaði þessi skuld úr ársreikningi 2018. Hækkunin er slík að hún fer fram úr hæstu okurvöxtum. Þá má líka teljast undarlegt að undanfarin ár var alltaf áætlun um hvernig afborgunum á þessari skuld skyldi háttað en eftir 2018 er því ekki lengur fyrir að fara.
Kröfuhafarnir að þessum skuldum eru annars vegar Félagsbúið Hálsi og hins vegar eigendur Fb Háls en það er aðeins skammstöfun fyrir Félagsbúið Hálsi.
Hvað er Félagsbúið Hálsi sem á ríflega 33 inni hjá Hálsbúi ehf.? Félagsbúið Hálsi var félagsbú bræðranna Helga Marteinssonar, Hrólfs Marteinssonar og Gunnars Marteinssonar og Hálsbú ehf. keypti búið og búreksturinn af þeim. Reyndar var verðið ekki svona hátt svo hvaðan þessar tölur koma er mér óskiljanlegt.
Þannig að kröfuhafarnir og eigendur þessara skulda eru því væntanlega erfingar þessara manna.** En nú vill svo til að skipti hafa farið fram og er lokið.
Nú hefur Marteinn, maðurinn minn, verið flæmdur í burtu af Hálsi ásamt okkur fjölskyldunni. Það eina sem er í stöðunni fyrir okkur er að selja allt okkar á Hálsi. Marteinn á einn þriðja (1/3) í Hálsi. Þá kemur það upp að þessi 33 milljóna króna skuld lækkar hlutinn hans um 11 milljónir. (Hún lækkar vissulega hluti hinna tveggja eigendanna en þeir vilja ekki selja.)
Svo Marteinn vill að gengið verði frá þessari skuld. Fyrst það er enginn kröfuhafi þá vill hann að hún verði felld niður í ársreikningi. Hinir eigendurnir segja nei. Þá vill Marteinn að dánarbú Hrólfs og Helga verði tekin upp og sett í opinber skipti eins og dánarbú Gunnars föður hans sem hann fór fram á strax 2019 en Sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra hafði ekki enn tekið til greina 2021.
Er skemmst frá því að segja að Sýslumannsembættið a Norðurlandi eystra neitaði að taka upp bú Hrólfs og Helga vegna þess að "engar nýjar upplýsingar komu fram" og hafnaði einnig að taka dánarbú Gunnars Marteinssonar til opinberra skipta því það var "eignalaust".
Engu að síður var Sýslumannsembættinu fullkomlega ljóst að þessar skuldir voru til staðar og hefðu áhrif á verðmæti hlutanna.
Og skuldin, sem heldur áfram að hækka, er áfram í ársreikningi Hálsbús ehf. og lækkar eignarhlutinn hans Marteins um 11 milljónir.
Það er fullvissa mín að ef Marteini tekst að selja hlutinn sinn með 11 milljóna afföllum þá muni hinir eigendurnir ekki þurfa að verða fyrir svona afföllum. Skuldin verður þurrkuð út um leið og þeir vilja selja. Gott er sennilega að taka fram að það er framkvæmdastjóri sem ber ábyrgð á ársreikningum.
Núna er ég bara einföld kona og skil illa reikningskúnstir og hin fínni blæbrigði lögfræðinnar enda er mér alveg fyrirmunað að skilja þetta.
Það er búið að ganga frá dánarbúunum svo Sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra er búið að lýsa því yfir af sinni hálfu að þau eigi engar eignir en samt á Félagsbúið Hálsi, sem var afskráð 2020, kröfu í 33 milljónir. Það er enginn kröfuhafi að þessum skuldum en samt er hægt að leika sér að því að hækka þær og lækka verðmæti hlutarins.
Hvernig í ósköpunum getur þetta staðist?
Næst: Maðurinn sem sagði nei.
*https://kjarninn.is/frettir/2021-01-06-svona-naerdu-i-arsreikninga-fritt/
**Helgi gerði ekki erfðaskrá svo bræður hans voru erfingjar hans. Börn þeirra eftir þeirra dag.
10 milljónir deilt í fernt; 2,5 milljón sem deilast í fjölda barna. Ef við reiknum með 2,5 fyrir Suðurbæinn sem er enn ógreiddur og var vanmetinn á 5 milljónir þá eru þetta 12,5 milljón deilt í fernt = 3,125 milljónir deilt í fjölda barna.
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...