Ég verð að segja eins og er að mér finnst lágmark að fólk sem er að heimta að ég hætti að blogga, af því að bloggið mitt er svo ægilega voðalegt, lesi bloggið.
Ef þú nennir ekki að lesa bloggið hvaða máli skiptir það þá?
Þann 28. febrúar sl. birti ég færsluna Fáránleg staða. Í þeirri færslu segir:
Sá sem semur fyrr fær meira. Þegar annar er búinn að selja þá þurfum við ekki að kaupa hinn út.*
*Ekki bara á lægra verði. Við getum beinlínis sleppt því að kaupa hinn út.
Þannig að ef þið læsuð bloggið, eins og þið þykist gera og eruð svo niðurbrotnir yfir, þá hefðu þessar upplýsingar ekki átt að koma ykkur á óvart.
Hins vegar veit sérmenntaði maðurinn þetta auðvitað.
Þá fékk sá sérmenntaði bréf þann 11. júní sl. með hinum upplýsingunum sem hann þóttist bara ekkert kannast við. Ég veit með fullri vissu að hann fékk bréfið því hann svaraði því.
En leikþátturinn var sannfærandi. Skil ekki tilganginn með honum en vel leikið engu að síður.
Þá fékk sá sérmenntaði bréf þann 11. júní sl. með hinum upplýsingunum sem hann þóttist bara ekkert kannast við. Ég veit með fullri vissu að hann fékk bréfið því hann svaraði því.
En leikþátturinn var sannfærandi. Skil ekki tilganginn með honum en vel leikið engu að síður.
Mjög gott að vita að sumir vilja það nákvæmlega sama og hinn. Þá vill hann ekki meira og engin ástæða að reyna að bjóða í hann.
PS. Fleygur er aðeins rekinn á milli einhvers sem er samloðandi. Ef menn standa ekki saman þá er ekki hægt að reka fleyg á milli þeirra, það er rökvilla. Kannski velja eina sögu og halda sig við hana.
PPS. Við hefðum ekki gert þetta, við héldum að þetta væri ólöglegt (og höldum reyndar enn.)