Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 28, 2021

Tvöfeldnin

Mynd
 Stundum tekur lífið u-beygju, eitthvað ófyrirsjáanlegt gerist. U-beygjan sem líf fjölskyldunnar tók var ekki slys. Þetta var ekkert óvænt sem kom upp á, engar náttúruhamfarir. Engin skriðuföll.  Mágar mínir gengu í það markvisst og einbeittir að flæma okkur í burtu af heimili okkar. Þeim tókst það, það var einfaldlega ekki hægt að bjóða börnunum upp á að búa við þetta ofbeldi lengur.  Einn þeirra vann líka heimavinnuna sína . Hann vann hana vel. Löngu áður en við áttuðum okkur á hvað var í gangi þá var hann búinn að hringja.  Eða mæta í kaffi. Víða. Hvað hann sagði veit ég ekki. En miðað við undirtektirnar var það ekki sannleikurinn. Kona ein bjó/býr í sveitinni. Ég hélt hún væri ágæt. Ég hélt hún væri hrein og bein. En allt í einu, þegar ég var að lýsa (og skrásetja) ofbeldinu á facebook var hún alltaf mætt til að bera blak af ofbeldinu. Ég hafði alltaf á röngu að standa. Það var fullkomlega eðlilegt að heyja eftir miðnætti beint fyrir utan gluggann á heimilinu okkar. Þar sem ferðaþ