laugardagur, október 08, 2005
Þetta er undarlegt lýðræði. Ég er að fara að kjósa um sameiningu sveitafélaga á eftir. En þótt ég sé að kjósa í fyrsta skipti um sameiningu, og þá meina ég sameiningu sem skiptir mig e-u máli, þá eru Aðaldælingar ekki að kjósa um þetta í fyrsta skipti. Gott ef þetta er ekki í þriðja sinn. Sameiningu hefur alltaf verið hafnað hér. Helstu rökin eru þau að svæðið sem á að sameina er alltof stórt. Við eigum, svo dæmi sé tekið, að sameinast Raufarhöfn og þangað er rúmlega tveggja tíma akstur. Svæðið er alltof stórt og þessi sameiningarhugmynd er fáránleg. Það versta við þetta allt saman er að þótt sameiningu hafi verið hafnað áður aðallega vegna þess að svæðið sé of stórt þá ekkert tillit tekið til þess. Nei, svæðið er bara stækkað. Svo er kosið aftur og aftur og aftur þangað til fólk gefst upp og segir já. Þá er náttúrulega líka búið að hóta minna framlagi úr Jöfnunasjóði og svoleiðis. Það eru ekki bara Aðaldælingar sem búa við svona skrítið lýðræði, það er fullt af sveitafélögum sem hafa þann lýðræðislega rétt að segja já. Þetta minnir óneitanlega á vinnubrögð Evrópusambandsins sem lætur þjóðir kjósa þar til ,,rétt" niðurstaða fæst. Hins vegar er það afar merkilegt í ljósi umræðunnar um þjóðaratkvæðagreiðslur í fyrra sem þykja alveg ómögulega vegna kostnaðar að það er hægt að kjósa aftur og aftur um sameiningu. Það er ekki of dýrt. Þetta er alveg merkilegt lýðræði. Um sumt er hægt að kjósa aftur og aftur en um annað fæst ekki einu sinni ein atkvæðagreiðsla.
fimmtudagur, október 06, 2005
Fékk mikla Akureyrarlöngun í dag sem ég lét auðvitað undan Eyddi fullt af pening sem ég hélt ég ætti. Kom síðan upp úr dúrnum að ég átti miklu minna en ég hélt. Oh, well, maður lifir bara einu sinni. Er samt fegin að ég ákvað að bíða aðeins með að kaupa gestarúm þar sem ég sá ekki fram á að geta flutt það í mínum fjallabíl. Það þýðir að ég get borðað út mánuðinn. Þótt það sé bara hafragrautur. Þetta er nú ekki alveg svo slæmt. Komst að því mér til mikillar gleði að Akureyringar eiga alvöru bókabúð sem ég sleppti mér samt ekki í fyrst ég er búin að finna sálufélaga í glæpareyfurum. Keypti bara eina teiknimyndasögu. Svo til að fullkomna gleði mína þá átti Bónus CRUNCHY MUESLI!!! I'm a happy, happy cookie!
miðvikudagur, október 05, 2005
Í fyrradag varð ég sárlega móðguð á meintu þjónustufyrirtæki í næsta kaupstað. Í gær vaknaði ég upp og allt var orðið hvítt aftur og flughált á vegum. Síðar um daginn fékk ég launaseðilinn minn og þá fór ég bara að gráta. Var að velta fyrir mér búsetu- og atvinnumöguleikum þegar ég rak augun í að það hafði verið dregin af mér þreföld húsaleiga. Hringdi strax og komst að því að þetta voru hrein og klár mistök. Þá byrjaði sólin allt í einu að skína og jörð var orðin auð aftur.
Ég lifi mjög dramatísku lífi.
Ég lifi mjög dramatísku lífi.
þriðjudagur, október 04, 2005
"Father" only means that you're taking care of your children -- that's what it is to be a father. "Father" doesn't mean that you're havin' some babies. Anybody can have a baby. Havin' a baby does not make you father...
There's another word for it: It's called "responsibility." Malcolm X
Mér finnst Malcolm góður ræðumaður og er með upptöku með honum This goverment has failed ussem ég ætla að láta 10. bekkinn hlusta á á morgun. En ég finn ræðuna ekki uppskrifaða á netinu! Damn, damn, damn!
There's another word for it: It's called "responsibility." Malcolm X
Mér finnst Malcolm góður ræðumaður og er með upptöku með honum This goverment has failed ussem ég ætla að láta 10. bekkinn hlusta á á morgun. En ég finn ræðuna ekki uppskrifaða á netinu! Damn, damn, damn!
mánudagur, október 03, 2005
Þar sem rúnturinn Aðaldalur-Reykjavík-Aðaldalur er talsverður spotti þá var kominn tími á að smyrja bílinn. Ég rúlla til Húsavíkur og inn þar sem ég sé fyrstu smurstöðina. Nei, þá eru menn löööngu hættir að smyrja þar en mér er bent á Bílaþjónustuna ehf. sem er rétt hjá. Ég fer þangað en enginn er inni svo ég fer alla leið inn á kaffistofu þar sem allir sitja í kaffi. Ég spyr hvort það sé hægt að fá smurningu á bílinn hjá þeim. Já, klukkan fjögur. Þá vantaði klukkuna tuttugu mínútur í. Ég fer út í Kaskó og versla sem tekur ekki nema tíu mínútur, þá dóla ég eitthvað og fer svo aftur á smurstöðina þegar klukkuna vantar 5 mínútur í. Aftur inn á kaffistofu þar sem allir eru í kaffi. Ég ákveð að reyna að slá á létta strengi og segi ,,Hva, voðalega gengur klukkan hægt hjá ykkur. Mín er orðin 5 mínútur í." Eina sem ég fæ við þessu er eitthvert ,,Jájá" svo er bara þögn og svipur. Mjög ákveðinn svipur. Ég hrökklast náttúrulega bara út svo ég sé ekki að trufla fólk í kaffitímanum með einhverju ómerkilegu eins og því að borga í laununum þeirra. Þar sem ég veit ekki um neina aðra smurstöð í bænum ákveð ég að láta mig hafa það og bíða. Rétt eftir fjögur, þegar útvarpið er búið að hringja inn fréttir, er opnað. Svo er bíllinn smurður, örugglega ágætlega. Þegar ég fer að borga þá spyr ég smurmanninn og gjaldkerann hvort það sé almennur siður í bænum að allir sitji í kaffi á sama tíma, ég sé nýflutt norður og þekki ekki allar venjur. Jú, jú, það er víst tilfellið, allir í kaffi milli hálffjögur og fjögur. Nema í búðunum þar sem er skipst á að fara í kaffi. En svona sé þetta í öllum þjónustufyrirtækjum. Ég segist ekki kannast við þetta úr Reykjavík en það sé gott að vita þetta. Þá segir maðurinn að þeir þurfi að vinna svo lengi til sex og sjö á kvöldin og þurfi því pásu. Skil það, mér finnst bara undarlegt að það þurfi allir að vera í pásu á sama tíma. Læt hins vegar ónefndan þann möguleika að kannski myndi upsskiptur kaffitíma auka framleiðni svo þeir þyrftu ekki að vinna svona lengi. Svo spyr ég hvort það sé önnur smurstöð í bænum. Sem betur fer er það. En ,,það er örugglega svona þar líka." Það getur vel verið það er bara gott að hafa val. Það var augljóst að viðmælendum mínum fannst eitthvað að sér vegið enda get ég líka sett upp svip og ákveðna tóna í röddina. Hin smurstöðin selur líka dekk svo ég get keypt nagladekkin hjá þeim. Því ég mun ekki ónáða Bílaþjónustuna aftur með viðskiptum mínum. Hvorki í kaffitímanum né á öðrum tímum.
sunnudagur, október 02, 2005
Komin til baka úr sollinum.
Jósefína greyið skildi ekkert í því af hverju ég elti hana á röndum með myndavélina.
Ætlaði að setja inn fleiri myndir en Blogger var með múður. Það er ekki hægt að eyða miklum tíma í að reyna hitt og þetta þegar hver mínúta í netsambandi telur! Mér finnst það alveg feeerlega ósanngjarnt að við sveitafólkið skulum ekki sitja við sama borð og borgarbúar þegar kemur að upplýsingasamfélaginu. Og hana nú!
Jósefína greyið skildi ekkert í því af hverju ég elti hana á röndum með myndavélina.
Ætlaði að setja inn fleiri myndir en Blogger var með múður. Það er ekki hægt að eyða miklum tíma í að reyna hitt og þetta þegar hver mínúta í netsambandi telur! Mér finnst það alveg feeerlega ósanngjarnt að við sveitafólkið skulum ekki sitja við sama borð og borgarbúar þegar kemur að upplýsingasamfélaginu. Og hana nú!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...