Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 5, 2012

Kjaftagangurinn

Ég er ófrísk. Það er ósköp gleðilegt og velkomið en einnig mjög óvænt. Ég er orðin 41 árs og var eiginlega búin að gefa upp vonina um annað barn þegar þetta gerðist allt í einu. Eins og flestar konur vita þá segjum við yfirleitt ekki frá þunguninni fyrr en eftir 12 vikur. Flest fósturlát verða á fyrstu 12 vikunum. Ég hef misst einu sinni fóstur og ég hef líka misst barn á 24 viku meðgöngu. Fósturmissir er ein af þögguðum lífsreynslum kvenna en mjög algengur. Það er sem betur fer ekki algengt að missa barn svo langt gengið en það gerist samt. Oft finnst engin ástæða. Í mínu tilviki fannst ástæðan og hún var sú að það vafðist upp á naflastrenginn. Bara hörmulegt slys. Þegar ég uppgötva í lok október að ég er ófrísk þá ákveð ég að slaka bara á. Ég veit sem er að það eru meiri líkur á fósturmissi eftir því sem móðirin er eldri og það er líka meiri hætta á litningagöllum. Vegna minnar forsögu er haft nánara eftirlit með mér svo á níundu viku fer ég í snemmsónar upp á Kvennadeild. Þar