Hetja mín og fyrirmynd
laugardagur, nóvember 13, 2004
"You must remember this, a kiss is still a
kiss". Your romance is Casablanca. A
classic story of love in trying times, chock
full of both cynicism and hope. You obviously
believe in true love, but you're also
constantly aware of practicality and societal
expectations. That's not always fun, but at
least it's realistic. Try not to let the Nazis
get you down too much.
What Romance Movie Best Represents Your Love Life?
brought to you by Quizilla
Fann þetta próf hjá Farfuglinum og ákvað að prófa. Er að reyna að hugsa um eitthvað annað en að grýta alþingismenn með fúleggjum. Það gengur frekar illa.
föstudagur, nóvember 12, 2004
Guð minn góður! Ég var að lesa um þetta frumvarp á vef Kennarasambandsins. Er ekki í lagi með þetta fólk!? ,,Skólastarf ætti því að vera með eðlilegum hætti eftir helgi." ,,Eðlilegum" hætti! Haldið þið að skólastarf verði með ,,eðlilegum hætti" eftir þetta?
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Jemundur, var allt í einu að fatta að annar einstaklingur sem ég kannast (því miður) við og er með ofsóknaræði á alvarlegu stigi gæti mistúlkað síðustu færslu á þann veg að ég sé að tala um hann. Ég er ekki að tala um þig! (Ég er náttúrulega að tala um þig í þessari færslu en ekki síðustu.) Eintaklingurinn í síðustu færslu er einstaklingur sem ég ber virðingu fyrir og er líkamlega veikur, ekki andlega.
Ef ríkisstjórnin fær leyfi frá ASÍ þá verða sett lög á verkfallið. Það skiptir auðvitað ýmsu með hvaða forsendum lögin eru en mér finnst líklegt að ég segi upp.Ég er alveg til í að fara eithvað annað.
Fékk þær fréttir í gær að einstaklingur sem ég þekki er alvarlega veikur. Vona alveg innilega að það lagist allt.
Fékk þær fréttir í gær að einstaklingur sem ég þekki er alvarlega veikur. Vona alveg innilega að það lagist allt.
miðvikudagur, nóvember 10, 2004
Fór í fyrsta tímann í kvöld af þremur um Sögu kirkjunnar og Da Vinci lykilinn hjá leikmannaskóla þjóðkirkjunnar. Það var fullt út að dyrum, Da Vinci lykillinn greinilega algjör bóla. Nú, það lá náttúrulega ljóst fyrir að námsskeið á vegum þjóðkirkjunnar sem prestur kennir myndi reyna að leiðrétta hlut kirkjunnar. Ég er þarna til að láta vísa mér veginn í heimildirnar því ég veit ekki hvar ég á að léita. Hins vegar verð ég að segja eins og er að mér fannst presturinn full-hlutdrægur. Fyrsti tíminn fór sem sagt í að staðfesta það að Jesús var ekki giftur. Bara svo það sé alveg á hreinu. Þarf væntanlega ekki að taka fram að fyrst hann var sko bara alls ekki og engan veginn giftur þá gat hann ekki hafa sett stofnun kirkjunnar í hendur konu. Hjúkk itt strákar, þarna rétt sluppum við með skrekkinn. Ég hef samt athugasemdir við rökfærsluna.
Það eru engar heimildir um það að Jesús hafi verið giftur eða hafi átt börn. Ókey, ættum við að skoða fjölmiðla, bækur, heimildir í dag. Er mikið talað um það að karlmenn séu giftir? Nei, það er yfirleitt ekki nefnt. Það er iðulega tekið fram ef konur eru giftar og þá hverjum. Það er líka iðulega tekið fram ef konur eiga börn. Mér er sérstaklega minnisstæð fyrirsögn á þá leið að þriggja barna móðir hefði klifið Everest eða eitthvert fjall. Það er aldrei tekið fram hversu mörg börn karlar eiga sem klífa fjöll. Auk þess held ég að það hafi bara ekkert þótt merkilegt að karlar væri giftir og ættu börn 0-33 þannig að af hverju ætti það að vera eitthvað sérstaklega nefnt? Konur voru/eru skilgreindar út frá tengslum sínum við aðra, ekki karlar. Svo ekki sé talað um að ef kirkjuþingið í Nikeu ákvað að eyða öllum heimildum um það að Jesús hefði verið giftur er þá eitthvað undarlegt að engar heimildir finnist? Voru heimildir það miklar á þessum tíma og við erum að tala um tæplega 2000 ára gamlar heimildir. Það að engar heimildir finnist finnst mér bara ekki sanna neitt.
Þá nefnir hann guðspjall Maríu Magdalenu sem segir ekkert um að þau hafi verið gift, það eina sem það segir er að hann hafi kysst hana á kinnina ef ég man rétt. Það sé ekkert kynferðislegt við kossinn. Ókey, finnst okkur líklegt að eitthvað hot'n'heavy hafi verið sett í guðspjall árið 40? Finnst okkur það líklegt? Ekki mér.
Þá er komið að Síðustu kvöldmáltíðinni eftir Da Vinci. Jóhannes var yngsti lærisveinninn og sá sem Jesús elskaði, þess vegna var hann alltaf næstur Jesú. Jóhannes var alltaf gerður kvenlegur á öllum málverkum. Er það í alvöru betra að hann hafi verið hommi? Ekki að það sé neitt að því en er í alvöru allt betra en hann hafi verið giftur?
Smá útidúr. Komið hafa upp kennngar um að kynskipti hafi átt sér stað í Njálu. Að Njáll, karl hinn skegglausi hafi í raun verið kona og Bergþóra, stóra brussukerlingin hans hafi verið karlinn. Það sem styður þessa kenningu er t.d. skeggleysi Njáls sem hlýtur að teljast mjög undarlegt og það að þau hjónakor bjuggu á Bergþórshvoli. Er ekki líklegt að bærinn heiti eftir bóndanum? En það gat auðvitað ekki verið sett á skinn að hetjan Gunnar hafi leitað ráða hjá konu. Það hefði verið kempunni til minnkunar.
Þetta nefni ég því er ekki líklegt að fyrst konur voru svona aumt og ömurlegt fyrirbæri í den tid að þær máttu ekki og gátu ekki skipt karlmenn máli að María hafi bara verið breytt svona pent í unglingspilt? Spyr sú sem ekki veit. Presturinn sagði að við mættum senda honum póst með spurningum. Is he in for a treat!
Það eru engar heimildir um það að Jesús hafi verið giftur eða hafi átt börn. Ókey, ættum við að skoða fjölmiðla, bækur, heimildir í dag. Er mikið talað um það að karlmenn séu giftir? Nei, það er yfirleitt ekki nefnt. Það er iðulega tekið fram ef konur eru giftar og þá hverjum. Það er líka iðulega tekið fram ef konur eiga börn. Mér er sérstaklega minnisstæð fyrirsögn á þá leið að þriggja barna móðir hefði klifið Everest eða eitthvert fjall. Það er aldrei tekið fram hversu mörg börn karlar eiga sem klífa fjöll. Auk þess held ég að það hafi bara ekkert þótt merkilegt að karlar væri giftir og ættu börn 0-33 þannig að af hverju ætti það að vera eitthvað sérstaklega nefnt? Konur voru/eru skilgreindar út frá tengslum sínum við aðra, ekki karlar. Svo ekki sé talað um að ef kirkjuþingið í Nikeu ákvað að eyða öllum heimildum um það að Jesús hefði verið giftur er þá eitthvað undarlegt að engar heimildir finnist? Voru heimildir það miklar á þessum tíma og við erum að tala um tæplega 2000 ára gamlar heimildir. Það að engar heimildir finnist finnst mér bara ekki sanna neitt.
Þá nefnir hann guðspjall Maríu Magdalenu sem segir ekkert um að þau hafi verið gift, það eina sem það segir er að hann hafi kysst hana á kinnina ef ég man rétt. Það sé ekkert kynferðislegt við kossinn. Ókey, finnst okkur líklegt að eitthvað hot'n'heavy hafi verið sett í guðspjall árið 40? Finnst okkur það líklegt? Ekki mér.
Þá er komið að Síðustu kvöldmáltíðinni eftir Da Vinci. Jóhannes var yngsti lærisveinninn og sá sem Jesús elskaði, þess vegna var hann alltaf næstur Jesú. Jóhannes var alltaf gerður kvenlegur á öllum málverkum. Er það í alvöru betra að hann hafi verið hommi? Ekki að það sé neitt að því en er í alvöru allt betra en hann hafi verið giftur?
Smá útidúr. Komið hafa upp kennngar um að kynskipti hafi átt sér stað í Njálu. Að Njáll, karl hinn skegglausi hafi í raun verið kona og Bergþóra, stóra brussukerlingin hans hafi verið karlinn. Það sem styður þessa kenningu er t.d. skeggleysi Njáls sem hlýtur að teljast mjög undarlegt og það að þau hjónakor bjuggu á Bergþórshvoli. Er ekki líklegt að bærinn heiti eftir bóndanum? En það gat auðvitað ekki verið sett á skinn að hetjan Gunnar hafi leitað ráða hjá konu. Það hefði verið kempunni til minnkunar.
Þetta nefni ég því er ekki líklegt að fyrst konur voru svona aumt og ömurlegt fyrirbæri í den tid að þær máttu ekki og gátu ekki skipt karlmenn máli að María hafi bara verið breytt svona pent í unglingspilt? Spyr sú sem ekki veit. Presturinn sagði að við mættum senda honum póst með spurningum. Is he in for a treat!
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Það er samt dálítið fúlt að detta aftur í svona ,,pásu". Þetta er eins og lífið sé einhvern veginn í pásu. Maður er eitthvað að dóla og slæpast en getur ekkert gert af viti því að verkfallið gæti leysts allt í einu. Ég veit t.d. ekki hvort ég ætti að reyna að fá mér vinnu, ég var eiginlega búin að ákveða það fyrir rúmri viku síðan en þá skall allt í einu á frestun. Get ekki flogið út, peningalaus og... Verkfallið gæti allt í einu verið búið. Er gaman að fara hringinn í nóvember? Bíllinn minn er reyndar búinn á því. Gæti náttúrulega fengið einhverja kaupleigu og svo bara den tid den sorg. Nei, ætli það sé ekki bara DVD og þunglyndið.
mánudagur, nóvember 08, 2004
sunnudagur, nóvember 07, 2004
Oh, damn it! Ég var að reyna að búa til ljóð en ég hef engan rhytma. Ef einhver kann þetta þá má gjarna benda mér á villurnar. Ég veit að það eru bara 5 atkvæði í 2. og 4. línu þriðju vísu. Ákvað bara að það væri í lagi. Það er það kannski ekki?
Draugagangur í sálinni
Upp í eymdarinnar kirkjugarð
eltir draumurinn sjálfan sig.
Rumskar vofa þess sem aldrei varð
og vefur sér utan um mig.
Þá svíða aftur gömlu sárin,
sorgin leikur á hörpu brag.
Nú flæða aftur tregatárin,
taktfast muldra sitt raunalag.
Í skjóli nætur skuggar líða
skunda í mitt hús.
Í örmum mínum ástin blíða
aldrei varð mér fús.
Í náttmyrkursins vofuveröld
vakna gamlar þrár og kætast.
Höfuðsins draugar dansa í kvöld
draumar sem munu' aldrei rætast.
Draugagangur í sálinni
Upp í eymdarinnar kirkjugarð
eltir draumurinn sjálfan sig.
Rumskar vofa þess sem aldrei varð
og vefur sér utan um mig.
Þá svíða aftur gömlu sárin,
sorgin leikur á hörpu brag.
Nú flæða aftur tregatárin,
taktfast muldra sitt raunalag.
Í skjóli nætur skuggar líða
skunda í mitt hús.
Í örmum mínum ástin blíða
aldrei varð mér fús.
Í náttmyrkursins vofuveröld
vakna gamlar þrár og kætast.
Höfuðsins draugar dansa í kvöld
draumar sem munu' aldrei rætast.
Jósefína og litla stærri frænka að kljást fyrir 14 árum síðan. Þær eru jafngamlar og mamma passaði frænku á meðan stóra systir var í skólanum. Stóra systir átti sko Kleópötru mömmu Jósefínu og þær voru óléttar á sama tíma.
Dálítið mikið piparjúnkulegt að tala um kettina sína og systrabörn? Ég var að átta mig á þessu þegar ég skoðaði myndasíðuna mína áðan að ég er orðin alveg týpísk piparjúnka. Kattamyndir og litlu frænkurnar.
Ég og litla systir förum alltaf að hlæja þegar við horfum á Simpsons og Patty og Selma Bouvier birtast á skjánum í Spinster City Apartments. Þetta er alveg framtíðarsýnin.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...