laugardagur, desember 13, 2014

Umsögn og greinargerð

Same old same old, I know. Engu að síður er hér smá punktur sem ég verð að koma að.

Í fundargerð sveitarstjórnar frá 4. des. sl.segir:

Varaoddviti lagði fram eftirfarandi tillögu frá fulltrúum A lista um framtíðarskipulag Þingeyjarskóla:

„Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar samþykkir að grunnskólastig Þingeyjarskóla verði sameinað á eina starfsstöð frá og með 1. ágúst 2015. Sú starfsstöð verði í húsnæði Hafralækjarskóla. Starfsemi tónlistardeilda fylgi grunnskólastiginu. Leikskólinn Krílabær verður við þessa breytingu sjálfstæð stofnun.“

Þá lagði varaoddviti fram tillögu að eftirfarandi málsmeðferð:

„Sveitarstjórn samþykkir að vísa framkominni tillögu til Fræðslunefndar og skólaráðs Þingeyjarskóla til umsagnar og óskar þess að umsögnin berist eigi síðar en 15. desember.“ (Feitletrun mín.)

......

Fyrri tillaga um málsmeðferð samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista. Fulltrúar T lista sátu hjá.  

Enn sem komið er er þetta einungis tillaga. Eina samþykktin sem gerð var á fundinum er að vísa þessari tillögu til fræðslunefndar til umsagnar. Ok, so far, so good.

Nú þurfum við að átta okkur á hvað felst í umsögn.
Nú hafa ýmsir aðilar umsagnarrétt um ýmis mál. Sveitarstjórnir hafa t.d. umsagnarrétt um ýmislegt sem Alþingi leggur til. Hagsmunaaðilar hafa einnig umsagnarrétt um tilllögur og lagabreytingar sem snúa að þeim. Nú finn ég litlar skilgreiningar um umsögn um lagafrumvarp, umsagnaraðila og umsagnarrétt. Hins vegar fann ég á vef Innanríkisráðuneytisins Óskað umsagnar um drög að lagafrumvarpi um fullnustu refsinga. Neðst á síðunni er Word skjal með drögunum sem og greinargerð með þeim.

Ég verð að viðurkenna að mér finnst eðlilegt að sé einhverjum send tillaga til umsagnar þá eigi umsagnaraðilinn að fá allar upplýsingar sem tillagan byggir á.

Hins vegar velti ég því fyrir mér hvort fastanefnd geti verið umsagnaraðili um eitthvað sem frá sveitarstjórn kemur.
 Í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins Þingeyjarsveitar segir:
V. KAFLI
Fastanefndir, ráð og stjórnir.
27. gr.

Kosning í fastanefndir og kjörtímabil.
Sveitarstjórn kýs fulltrúa í nefndir eftir því sem fyrir er mælt í lögum og samþykkt þessari. Slíkar nefndir teljast fastanefndir sveitarstjórnar.
Kjörtímabil fastanefnda er hið sama og sveitarstjórnar,

Fastanefndir eru fagnefndir sveitarfélagsins og sveitarstjórn vísar málum til þeirra, þ.e. fyrst fjallar nefndin um málið og hún sendir síðan tillögu til sveitarstjórnar, ekki öfugt.
Þá felst umsagnarrétturinn í því að hagsmunaaðilar komi sínum sjónarmiðum á framfæri og fræðslunefnd er svo sannarlega ekki hagsmunaaðili. Skólaráð er það hins vegar klárlega.
Í fastanefndir veljast fulltrúar framboðanna, hlutfallslega miðað við útkomu úr sveitarstjórnarkosningum. Nefndirnar eru pólitískt skipaðar, hreinar undirnefndir sveitarstjórnar. Núna er það t.d. varaoddviti sem vísar málinu til umsagnar fræðslunefndar, en svo skemmtilega vill til að hún er formaður nefndarinnar. Er eðlilegt að hún stýri umsagnarvinnunni líka?

Ég minni á að ég er ekki löglærð, ég er bara að pæla.



fimmtudagur, desember 11, 2014

Hugmynd

Í kosningabaráttu setur stjórnmálafólk fram alls konar loforð. Sumt fólk fer í pólitík af einhverjum öðrum hvötum en hugsjón og setja fram ótrúlegustu kosningaloforð til þess eins að komast til valda. Völd valdanna vegna. Almennir kjósendur geta lítið annað gert en vonað að stjórnmálafólk hafi hag heildarinnar að leiðarljósi þegar á reynir. Þess vegna er mjög nauðsynlegt að stjórnmálaöfl séu látin standa við sín kosningaloforð. Það getur vissulega orðið þrautin þyngri þegar hreinum meirihluta er ekki náð og framboð þurfa að sættast á málamiðlanir með öðrum framboðum. En þegar hreinum meirihluta er náð ætti það að vera hægur vandi að standa við kosningaloforðin sín.
Samstaða náði ekki bara hreinum meirihluta í Þingeyjarsveit, hún náði alveg yfirgnæfandi meirihluta.
Yfirgnæfandi meirihluta íbúa Þingeyjarsveitar leist betur á og studdi Samstöðu. Ég var ekki ein af þeim.  Það er þrennt í lífinu sem er alveg öruggt; skattarnir, dauðinn og Ásta styður ekki Samstöðu.
Þess vegna er það fullkomlega eðlilegt og rauninni hið eina rétta að Samstaða setji sína stefnu, það sem mikill meirihluta íbúa valdi og vildi, í framkvæmd.
Nú hefur Samstaða þegar gert sig seka um kosningaloforðasvik, hún lofaði íbúakosningu sem var blásin af. Í rauninni var þetta kosningaloforðalygi, loforðið stóðst ekki lög og Samstöðu var það ljóst fyrir kosningar en hélt því samt til streitu. Kjósendum mátti vera þetta ljóst en kusu Samstöðu engu að síður. Mér til mikillar furðu en það er eins og það er.  En Samstöðu er varla stætt á því að svíkja fleiri loforð.

Og hverju lofaði Samstaða?
Hún lofaði því að kanna hug íbúa á skólasvæði Þingeyjarskóla til starfsstöðva-sameiningar Þingeyjarskóla og sameina skólann væri meirihlutavilji til þess.
Hún lofaði einnig að ekki yrði hreyft við Stórutjarnaskóla á þessu kjörtímabili.
Ég skal viðurkenna að ég er orðin rosalega þreytt á því hvernig Stórutjarnaskóli er sí og æ dreginn inn í sameiningarmál Þingeyjarskóla. Þetta er svona álíka að vera á fótboltaleik og vera sífellt að skammast yfir leikmanni sem situr ekki einu sinni á varamannabekknum heldur á áhorfendabekkjunum af því hann var ekki settur á leikmannalistann.
Jú, jú, mér hefði alveg fundist eðlilegt að gerð hefði verið úttekt á Stórutjarnaskóla líka, en sjáið nú til; það var ekki á loforðaplaggi Samstöðu, framboðsins sem mikill meirihluti íbúa kaus af því að honum líkaði stefna hennar betur. Þá finnst mér óneitanlega skondið að þegar ég reyndi á sínum tíma að halda frammi stefnu Framtíðarlistans var mér bent á í föðurlegum umvöndunartón að meirihluti íbúa hefði hafnað listanum og mér bæri að taka tillit til þess.
En fyrst fólki er svona mikið í mun að bendla Stórutjarnaskóla og fjármálastjórnun hans við þetta mál þá vil ég benda á (eins og ég hef gert áður) að allar upplýsingar þar um liggja fyrir og alla vega hægt að fá einhverja hugmynd um stöðu skólanna. Ég hef líka sett saman mynd til hægðarauka. Minni á að því stærri sem skólinn er því hagkvæmari eining ætti hann að vera. Í nemendafjölda talið þ.e.a.s. ekki fermetrum.



 Nú er komið á daginn að mikill meirihluti íbúa á skólasvæði Þingeyjarskóla, eða 79%, vill að starfsstöðvarnar verði sameinaðar. Hvernig á að fara að því öðruvísi en að loka annarri er mér fyrirmunað að skilja. Enda hlýtur það að hafa legið ljóst fyrir frá upphafi. Komið hafa fram greinar sem segja það beinum orðum að Samstaða hafi löngu verið búin að ákveða að hafa sameinaðan skóla að Hafralæk. Virðist það hafa verið almenn vitneskja. Það var alla vega nokkuð grunsamlegt að á meðan Reykdælingar voru að berjast fyrir staðsetningu skólans þögðu Aðaldælingar þunnu hljóði. Ég verð því að viðurkenna að ég er nokkuð hissa á hvað þetta virðist hafa komið fólki á óvart.
Ég hef sagt áður og segi enn að ég skil röksemdafærsluna á bak við ákvörðunina. Ég hef alltaf talið félagslegan ávinning nemenda mikilvægastan og aukaatriði hvar skólinn sé staðsettur. Ég skil ekki hið gríðarlega mikilvægi sem sumir leggja á þéttbýliskjarnann á Laugum. Ég veit ekki betur en ég hafi lesið allar greinar sem birtar hafi verið og þótt mikilvægið sé áréttað reglulega þá er það aldrei útskýrt. Mér þætti vænt um að mér væri bent á þá grein eða hún skrifuð frekar en mér og fleirum sé brigslað um óvild eða heimsku.

Hins vegar langar mig að setja hér fram hugmynd:
Þar sem hagræðingarsjónarmið virðast ráða staðarvali þá fyndist mér heillaráð ef bæði húsin væru sett á sölu nú eftir áramót og athugað hvort möguleiki sé á sölu á öðru eða báðum. Ef annað húsnæðið selst þá er staðsetningin sjálfvalin og komið upp í viðhaldskostnað á því húsi. Ef bæði húsin seljast... Nú þá er við komin með fjármuni í nýja byggingu. Sem mér finnst að ætti að vera á Laugum því ég er alltaf svolítið skotin í heildstæðu menntasetri að Laugum.
Ef hvorugt selst þá verðum við bara að treysta dómgreind kjósenda sem kaus sér sveitarstjórn.

mánudagur, desember 08, 2014

Rökfræði

Af engri sérstakri ástæðu ætla ég núna að fara aðeins yfir rökfræði.
Ég hef átt samtal sem var einhvern veginn svona:

Ég (rosalega ljúf og indæl eins og ég er alltaf): Ég skil ekki það sem þér finnst en mig langar að skilja það. Viltu útskýra það fyrir mér?
Viðmælandi (verður reiður): Skilurðu það ekki! Þú ert nú ljóta fíflið! Lestu ekki blöðin?!
Ég (frekar sárt, viðkvæmt lítið blóm.) Jú, jú, en ég hef ekki séð þessar greinar sem útskýra þetta svona nákvæmlega...
Viðmælandi (hryssingslegur): Þetta er í öllum blöðum!

True story.

Þetta kalla ég ekki röksemdafærslu, þetta kalla ég rakalausan þvætting. 


Til eru á netinu nokkrar útskýringar á vondum röksemdafærslum. Hér má skoða myndskreytta útgáfu.
Ég ætla líka að þýða nokkrar.

Ad hominum: Þetta hefur skýrt hér á Íslandi á þann veg að fara í manninn en ekki boltann. Þetta er það sem vinur minn hér að ofan gerði. Réðst á mig og mitt gáfnafar af því að ég sá ekki það sem honum fannst augljóst. (Ég er að vísu bráðvel gefin og honum skjátlast. Bara svo það sé á hreinu.)


Vitna til hefða: Vegna þess að eitthvað hefur alltaf verið einhvern veginn þýðir það ekki að það sé rétt. Konur hafa verið undirskipaðar um aldir og eru enn. Still doesn‘t make it right.



Annað hvort eða: Ef þú ert ekki með okkur þá ertu á móti okkur. Oh, ef lífið væri svona einfalt.



Sönnunarbyrðin: Ef einhver heldur einhverju fram þá ber honum að rökstyðja/sanna fullyrðingu sína. Því miður reyna margir að láta „andstæðinginn“ afsanna fullyrðinguna. Það er heldur erfitt að afsanna eitthvað sem er ekki til. Þ.a.l. er mun eðlilegra að sá sem heldur því fram sanni fullyrðinguna.



Ég hvet fólk til að kynna sér þetta. Góð röksemdafærsla gerir allar rökræður betri og skemmtilegri,


Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...