Gleðilegt nýtt ár.
Ég óska öllum sem hingað líta inn árs og friðar.
2004 var ágætis ár. Engir stórviðburðir í mínu lífi, hvorki góðir né slæmir og bara ósköp meinhægt. Ég er alveg sátt við það. Eftir skelfingarárið 1996 þá er ég þakklát ef allir eru við góða heilsu.
Gamlárskvöld var ljúft og gott. Mikið borðað og svo bombað dálítið. Það er nú alltaf gaman að fíra upp loftið.
Skaupið fannst mér ágætt, gat alla vega alveg hlegið. Það komu náttúrulega nokkrir punktar sem voru daprir. Hins vegar má alveg fara að hvíla Spaugstofumenn.
laugardagur, janúar 01, 2005
fimmtudagur, desember 30, 2004
Þá er Súperflört komin í hús. Ekki veitir af, ég er alveg úti að aka í þessum málum. Ég hefði t.d. alveg getað svarið... en svo skjátlaðist mér svona svakalega. Ég er ennþá hálfhissa að ég skyldi mislesa aðstæðurnar svona rosalega.
Ég er búin að ákveða áramótaheitið. Nei, það er ekki að ná mér í mann.
Ég er búin að ákveða áramótaheitið. Nei, það er ekki að ná mér í mann.
Þar kom að. Ég er greinilega orðin aðeins of kærulaus í fríinu. Ég er náttúrulega í fríi svo ég er bara róleg á því og ekkert að klæða mig upp á svona sérstaklega. Í gær fór ég út að ganga og ætlaði að gera það líka í dag. (Hef reyndar ekki gert það, damn.) Var kölluð út um hádegi til að fara með í gamlársdagsinnkaupin. Þar sem ég geri ráð fyrir að fara síðan í labbitúrinn þá fer ég í gamlar joggingbuxur og regnstakkinn. Þegar við litla systir erum að fara í innkaupin kemst ég að þeirri niðurstöðu að regnstakkurinn sé of einangrandi fyrir Hagkaup svo ég gríp gamla, götótta lopapeysu af litlu systur. Úti í Hagkaup hittum við svo frænfólk. Eftir hittinguna þá nefni ég það við systur að ég sé nú ekki mjög smart. Þá kemur hjá: ,,Já, ég var einmitt að spá í hvað væri í gangi hjá þér. Þú ert farin að verða ansi casual." Ó, vei. Ég er orðin undarleg.
Best að koma sér í háttinn. Nenni eiginlega ekki að horfa á Any given Sunday. Ég er með Belladonna skjalið á ensku. Finnst hún nú ekki alveg jafn skemmtileg og Da Vinci Code. Mér finnst sögupersónurnar of ungar til að geta verið svona djúpar. But then again þá er ég auðvitað að eldast.
Dreif mig út að ganga í dag. Eða skauta kannski öllu heldur. Dressaði mig upp í pollagalla og vatnshelda skó. Þetta letilíf og ofát er bara farið að vera too much.
Dreif mig út að ganga í dag. Eða skauta kannski öllu heldur. Dressaði mig upp í pollagalla og vatnshelda skó. Þetta letilíf og ofát er bara farið að vera too much.
þriðjudagur, desember 28, 2004
Þá er jólafríið byrjað fyrir alvöru. Varð innlyksa hjá mútter, Snotru til mikillar gleði. Hún svaf til fóta hjá mér í alla nótt. Svo þegar ég vaknaði í ofnæmisandnauðinni í morgun þá var hún voða góð að hugga mig með því að nudda sér upp við andlitið á mér. Ókey, ekki alveg það sem virkar, litli ofnæmisvaldur. Mikið er púst dásamleg uppfinning.
Þar sem sjónvarpið mitt er svo gamalt þá get ég ekki tengt DVD spilarann við það (sko, ég bara neyðist til að kaupa mér nýtt sjónvarp) svo ég er búin að hanga hjá mútter og Snotru í allan dag að horfa á Friends-seríu nr. 2 sem ég fékk í jólagjöf. Mér finnst ekkert leiðinlegt að fá svona daga. Þeir mega auðvitað ekki vera of margir en nokkrir við og við er fínt.
Þar sem sjónvarpið mitt er svo gamalt þá get ég ekki tengt DVD spilarann við það (sko, ég bara neyðist til að kaupa mér nýtt sjónvarp) svo ég er búin að hanga hjá mútter og Snotru í allan dag að horfa á Friends-seríu nr. 2 sem ég fékk í jólagjöf. Mér finnst ekkert leiðinlegt að fá svona daga. Þeir mega auðvitað ekki vera of margir en nokkrir við og við er fínt.
mánudagur, desember 27, 2004
Mætti á kennararáðsfund áðan þar sem var verið að ræða ýmislegt. Allt í einu gríp ég mig í því að ég er að ræða fjálglega næstu ár og hvað væri gaman að gera og hverju að breyta. Það er greinilegt að ég hef tekið þá ákvörðun í hjarta mínu að segja ekki upp. Enda er hjarta mitt fáránlega trygglynt en það er önnur saga.
Ætli það sé þá ekki best að demba sér í baráttuna og reyna að leggja eitthvað af mörkum.
Ætli það sé þá ekki best að demba sér í baráttuna og reyna að leggja eitthvað af mörkum.
sunnudagur, desember 26, 2004
Ég er náttúrulega bara meistarakokkur. Kalkúnninn plummaði sig ágætlega. Fékk góða hjálp hjá Nönnu og þakka kærlega fyrir það. Nokkrir fínansar sem ég þarf að laga. Ég held það sé komin hefð fyrir jólaboði hjá mér annan í jólum með kalkún. Sei, sei, já.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...