Ég er þreytt. Ég er algjörlega mótfallin því að vera þreytt við lok fyrstu vinnuvikunnar. Að vísu er enn þá ákveðinn undirbúningur í gangi, það er svona verið að vega og meta aðferðir, finna og kokka efni. Fór líka í fyrradag í apótekið og keypti fullan poka af vítamínum. Ég er nefnilega alfarið á móti því að vera þreytt. Þá er bara að sjá hvort Gerimax og Ginko Biloba virki eitthvað.
Var að komast að því að ef ég væri 11 árum eldri þá væri ég á mun hærri launum. Launin eru aldurstengd. Ef einhver nýútskrifaður 45 ára myndi byrja að kenna í dag þá væri hann á hærri launum en ég. Eða einhver 42 ára sem væri búinn að kenna í 17 ár! Fáránlegt. Gjöra svo vel að breyta þessu í samningunum.
fimmtudagur, ágúst 26, 2004
miðvikudagur, ágúst 25, 2004
Þá er kennslan byrjuð og yfirdrifið nóg að gera. Nei, við erum ekki bara úti í fótbolta. Búin að sverja þess dýran eið að hætta að taka vinnuna með mér heim. Hef undanfarin ár burðast fram og til baka með stóran bakpoka fullan af bókum og verkefnum. Nú ætla ég að hætta því. Tók samt Gísla Súrsson heim með mér núna. Það er líka allt annað. Alvöru garpur og svona.
sunnudagur, ágúst 22, 2004
Demolition women Við systurnar tókum okkur til og rifum allt trétexið utan af bústaðnum svo nú er allt næstum til fyrir bárujárn. Búið að tala við smiðinn og alles! Það er voða gaman að sporta sig með risa kúbein og þvæla svo hárinu í trjágreinar.
Reyndi að fara í hestafótbolta en það gekk ekki vel. Hryssan sem var voða áhugasöm síðasta sumar í hestafótboltanum var búin að gleyma öllum töktunum núna og horfði furðu lostin á boltann. Unga hryssan var skíthrædd við boltann en samt voða spennt fyrir honum. Ég næ kannski að þjálfa hana upp.
Var vakin upp í nótt með símhringingu. Ég er bara illa pissed. Orðin allt of gömul og forpokuð fyrir svona vesen. Gamlar konur þurfa líka fegurðarblundinn sinn. Fussum svei!
Reyndi að fara í hestafótbolta en það gekk ekki vel. Hryssan sem var voða áhugasöm síðasta sumar í hestafótboltanum var búin að gleyma öllum töktunum núna og horfði furðu lostin á boltann. Unga hryssan var skíthrædd við boltann en samt voða spennt fyrir honum. Ég næ kannski að þjálfa hana upp.
Var vakin upp í nótt með símhringingu. Ég er bara illa pissed. Orðin allt of gömul og forpokuð fyrir svona vesen. Gamlar konur þurfa líka fegurðarblundinn sinn. Fussum svei!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...