Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 5, 2006
Mynd
Um daginn er ég var stödd í höfuðstað Norðurlands keypti ég mynd á útsölu í Hagkaup. Alveg skelfilega leiðinleg. Endaði á að hraðspóla yfir hana. Það eina sem gladdi var þessi . Eitthvað verður maður að hugga sig við innan um þessa bældu Suður-Þingeysku karlmenn.
Mynd
Have you ever been this tired? Fékk þessar og fleiri í e-mail.
Við búum í samfélagi sem er mikið í því að afhelga og gera grín að embættum, stofnunum og hefðum. Það er svo sem ágætt. Það hefur enginn gott af því að vera hafinn yfir gagnrýni. Það hefði lítil þróun átt sér stað ef enginn hefði mátt gagnrýna. Hins vegar hefur mér alltaf þótt það mikilsverð regla í mannlegum samskiptum að hæðast ekki að því sem fólki er heilagt. Nú er ég ekki endilega að tala um trúarbrögð, það er ýmislegt annað sem fólki getur verið heilagt. Fjölskyldan, skoðanir, minningar svo eitthvað sé nefnt. Þannig að þótt maður sé ekki sammála eða þykir skoðunin jafnvel fáránleg þá hæðist maður ekki að því. Ekki vegna þess að skoðunin sé ekki fáránleg heldur vegna þess að þegar maður hæðist að einhverju sem er fólki heilagt þá er maður að hæðast að fólkinu. Hins vegar er hægt að gagnrýna og ræða hluti án þess að hæðast að þeim. Það er grundvallarmunur á því. Ég skil það mjög vel að múslimum mislíki þessar skopmyndabirtingar enda voru þær algjörlega óþarfar. Ég skil það líka mjö
Mynd
Á Þorrablótinu var dreginn til mín ungur maður sem mörgum finnst henta mér. Hann var að vinna og varð hálfvandræðalegur og hlýddi dragandanum (nýyrðasmíð) ekki í því að bjóða mér upp. Vegna ákveðinna og ónefndra vonbrigða leitaði ég drenginn uppi og bauð honum upp. Hann þáði það alveg með þökkum, brosandi og sætur og dönsuðum við alveg slatta. Þetta virkar mjög indæll maður og allir segja að hann sé mjög ljúfur og góður. Ég hef alltaf verið svag fyrir ljúfum og góðum mönnum. Hann er í karlakórnum og nú stefni ég á að verða rótari hjá karlakórnum. Það er líka mega-kúl að vera rótari!