laugardagur, maí 21, 2005
Það er tilfellið að maður bloggar minna þegar mest er um að vera.
Ég fór á miðvikudaginn með 10. bekknum í próflokaferð. Hún var kannski ekki alveg jafn vegleg og undanfarin ár en mér fannst mjög gaman.
Í gær hélt Brúarskóli tónleika og bauð nokkrum skólum, þ.m.t. okkar. Enn ein sólin spilaði og náði upp svaka stemmningu. Þeir eru orðnir alveg rosalega flinkir strákarnir. Mér skilst að það sé hægt að finna lög með þeim á rokk.is, ég þarf að athuga það. Þetta var alveg frábært framtak hjá Brúarskóla og rosalega skemmtilegt. Meira svona!
Á sumrin geng ég yfirleitt um með derhúfu og það er ekki bara vegna þess að það sé svo ógeðslega kúl:) Nei, ég fékk nefnilega einu sinni sólsting og það er sá alversti höfuðverkur sem ég hef fengið. Svo gleymdi ég húfunni og gær og er búin að vera með höfuðverk síðan, damn!
Ég og litla stærri frænka skelltum okkur á málþing í gær sem var haldið í tilefni þess að konur hafa haft kosningarétt í 90 ár. Það var mjög fróðlegt og skemmtilegt. Frænka kvaddi sér hljóðs og kom með innlegg í umræðuna. Hún er ekki orðin 15 þótt hún sé að klára 10. bekk. Svo kom fólk til hennar og var að hrósa henni og leggja til málanna. Mig langar alveg rosalega til að namedroppa en ég er að reyna að halda plebbanum í mér í skefjum. Hörkustelpa alveg.
Áður en við fórum heim komum við við í Bóksölu stúdenta og hittum á lokadag útsölu. 70% afsláttur af öllum útsölubókum. Ég var alveg að missa mig. Fékk fullan poka af bókum fyrir ca. 5.500,- Heaven, I'm in heaven. Ég fann eina sem heitir Gender Gaps- Where Schools Still Fail Our Children sem ég vona að komi að málinu frá báðum hliðum þótt hún sé sjálfstætt framhald af How Schools Shortchange Girls sem ég keypti vissulega líka. Þá keypti ég líka Mouse Morality sem fjallar um siðferðisboðskap í Disney myndum. Ég hef ofboðslega gaman af Disney myndum.
Ég nenni ekki á þessa ráðstefnu hjá VinstriöGrænum um rétt barna til feðra sinna þótt málefnið sé vissulega þarft og þingið mjög áhugavert. Það væri frekar að fólkið hinum megin við víglínuna þyrfti að fara.
Ég fór á miðvikudaginn með 10. bekknum í próflokaferð. Hún var kannski ekki alveg jafn vegleg og undanfarin ár en mér fannst mjög gaman.
Í gær hélt Brúarskóli tónleika og bauð nokkrum skólum, þ.m.t. okkar. Enn ein sólin spilaði og náði upp svaka stemmningu. Þeir eru orðnir alveg rosalega flinkir strákarnir. Mér skilst að það sé hægt að finna lög með þeim á rokk.is, ég þarf að athuga það. Þetta var alveg frábært framtak hjá Brúarskóla og rosalega skemmtilegt. Meira svona!
Á sumrin geng ég yfirleitt um með derhúfu og það er ekki bara vegna þess að það sé svo ógeðslega kúl:) Nei, ég fékk nefnilega einu sinni sólsting og það er sá alversti höfuðverkur sem ég hef fengið. Svo gleymdi ég húfunni og gær og er búin að vera með höfuðverk síðan, damn!
Ég og litla stærri frænka skelltum okkur á málþing í gær sem var haldið í tilefni þess að konur hafa haft kosningarétt í 90 ár. Það var mjög fróðlegt og skemmtilegt. Frænka kvaddi sér hljóðs og kom með innlegg í umræðuna. Hún er ekki orðin 15 þótt hún sé að klára 10. bekk. Svo kom fólk til hennar og var að hrósa henni og leggja til málanna. Mig langar alveg rosalega til að namedroppa en ég er að reyna að halda plebbanum í mér í skefjum. Hörkustelpa alveg.
Áður en við fórum heim komum við við í Bóksölu stúdenta og hittum á lokadag útsölu. 70% afsláttur af öllum útsölubókum. Ég var alveg að missa mig. Fékk fullan poka af bókum fyrir ca. 5.500,- Heaven, I'm in heaven. Ég fann eina sem heitir Gender Gaps- Where Schools Still Fail Our Children sem ég vona að komi að málinu frá báðum hliðum þótt hún sé sjálfstætt framhald af How Schools Shortchange Girls sem ég keypti vissulega líka. Þá keypti ég líka Mouse Morality sem fjallar um siðferðisboðskap í Disney myndum. Ég hef ofboðslega gaman af Disney myndum.
Ég nenni ekki á þessa ráðstefnu hjá VinstriöGrænum um rétt barna til feðra sinna þótt málefnið sé vissulega þarft og þingið mjög áhugavert. Það væri frekar að fólkið hinum megin við víglínuna þyrfti að fara.
föstudagur, maí 20, 2005
þriðjudagur, maí 17, 2005
Þegar ég var á næturvöktum á geðdeildinni forðum daga þá fengum við reglulega mannréttindayfirlýsingar frá skjólstæðingum. Þær fjölluðu um hitt og þetta en aðalmálið var samt alltaf hið skelfilega mannréttindabrot að leyfa sjúklingum ekki að reykja á næturna. Ástæður þess eru ýmsar en sú þó helst að það er bannað að reykja í opinberum byggingum. Næturvaktin er alltaf fáliðuð og enginn til að fylgja fólki út. En þar fyrir utan þá er svefn eitt besta meðalið og ef fólk t.d. í maníu fær ekki að reykja þá er hálf-fúlt að mega það ekki og lítil ástæða til að vaka. Ég man eftir einni konu sem var að leggjast inn og fannst þetta ægilegt því hún vaknaði upp á næturna til að reykja. Svo kom það nú upp úr dúrnum að fyrst þessi möguleiki var ekki fyrir hendi þa svaf hún eins og steinn út nóttina. Tilgangurinn var ekki ræða reykingar á stofnunum heldur öll þessi mannréttindamnefesto sem við fengum. Fyrst til byrja með les maður þetta spjaldanna á milli svo fórum við vaktararnir að ræða að við ættum nú bara hreinlega að fá borgað sérstaklega fyrir að lesa þetta.
Mér varð hugsað til þessa í dag en grunnskólanemendur eiga það til að detta í mikla mannréttindabaráttu og fjalla ítarlega um það sem kennarar hafa ekki rétt til að gera eða segja og hvaða rétt þeir hafa til að gera og segja hvaðeina sem þeim sýnist. En þegar upp er staðist þá snýst þessi mannréttindasbarátta þeirra aðallega um það að fá að tala og trufla sem mest í tímum. Mér er það samt fullkomlega ljóst að þetta verður stundum að gerast. Börn verða að máta sig við mótmælin líka. Mér fannst þetta bara dálítið fyndið.
Ég er að pæla.
Mér varð hugsað til þessa í dag en grunnskólanemendur eiga það til að detta í mikla mannréttindabaráttu og fjalla ítarlega um það sem kennarar hafa ekki rétt til að gera eða segja og hvaða rétt þeir hafa til að gera og segja hvaðeina sem þeim sýnist. En þegar upp er staðist þá snýst þessi mannréttindasbarátta þeirra aðallega um það að fá að tala og trufla sem mest í tímum. Mér er það samt fullkomlega ljóst að þetta verður stundum að gerast. Börn verða að máta sig við mótmælin líka. Mér fannst þetta bara dálítið fyndið.
Ég er að pæla.
mánudagur, maí 16, 2005
Ég keypti ódýran DVD documentary um Elvis í Kolaportinu.
Trouble
If you're looking for trouble
You came to the right place
If you're looking for trouble
Just look right in my face
I was born standing up
And talking back
My daddy was a green-eyed mountain jack
Because I'm evil, my middle name is misery
Well I'm evil, so don't you mess around with me
I've never looked for trouble
But I've never ran
I don't take no orders
From no kind of man
I'm only made out
Of flesh, blood and bone
But if you're gonna start a rumble
Don't you try it on alone
Because I'm evil, my middle name is misery
Well I'm evil, so don't you mess around with me
I'm evil, evil, evil, as can be
I'm evil, evil, evil, as can be
So don't mess around don't mess around don't mess around with me
I'm evil, I'm evil, evil, evil
So don't mess around, don't mess around with me
I'm evil, I tell you I'm evil
So don't mess around with me
Yeah!
(words & music by leiber - stoller)
Algjörlega og gjörsamlega æðislegur.
Trouble
If you're looking for trouble
You came to the right place
If you're looking for trouble
Just look right in my face
I was born standing up
And talking back
My daddy was a green-eyed mountain jack
Because I'm evil, my middle name is misery
Well I'm evil, so don't you mess around with me
I've never looked for trouble
But I've never ran
I don't take no orders
From no kind of man
I'm only made out
Of flesh, blood and bone
But if you're gonna start a rumble
Don't you try it on alone
Because I'm evil, my middle name is misery
Well I'm evil, so don't you mess around with me
I'm evil, evil, evil, as can be
I'm evil, evil, evil, as can be
So don't mess around don't mess around don't mess around with me
I'm evil, I'm evil, evil, evil
So don't mess around, don't mess around with me
I'm evil, I tell you I'm evil
So don't mess around with me
Yeah!
(words & music by leiber - stoller)
Algjörlega og gjörsamlega æðislegur.
Fór í Kolaportið og tókst vissulega að eyða peningum. Á nú rosa flottan bol með Janis Joplin sem og fleirum. Ég hef ekki farið í Kolaportið síðan Guð má vita hvenær og fannst bara gaman. Fann samt ekki Rain Man þótt ég hafi leitað.
Ég er að reyna að taka eitthvað til í íbúðinni minni og þvo þvott en húsverk hafa aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Undanfarið hef ég unnið talsvert, verið með aukatíma um helgar og á frídögum og það er bara ósköp einfaldlega farið að slá í mig. Hvítu hárin mín eru m.a.s. að verða sýnileg. Ég var búin að lofa sjálfri mér að klippa mig stutt þegar þetta yrði áberandi en er eitthvað beggja blands núna. Er hvítt, sítt hár ekki bara kúl? Svo get ég sett það í fléttu og fengið mér peysuföt. Oh, mig langar í peysuföt!
Ég er að reyna að taka eitthvað til í íbúðinni minni og þvo þvott en húsverk hafa aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Undanfarið hef ég unnið talsvert, verið með aukatíma um helgar og á frídögum og það er bara ósköp einfaldlega farið að slá í mig. Hvítu hárin mín eru m.a.s. að verða sýnileg. Ég var búin að lofa sjálfri mér að klippa mig stutt þegar þetta yrði áberandi en er eitthvað beggja blands núna. Er hvítt, sítt hár ekki bara kúl? Svo get ég sett það í fléttu og fengið mér peysuföt. Oh, mig langar í peysuföt!
sunnudagur, maí 15, 2005
Þetta er nú meiri dásemdardagurinn. Yndislegt veður og arkað upp í sveit. Fjórar kerlingar, tvö ungmenni, tvö börn, þrír hestar og hundur. Svo grill og ostakaka. Þetta er yndislegt líf.
Við þennan fréttaflutning af skemmtanahaldi ungmenna í Garðabæ þá mundi ég eftir sögu sem samstarfskona mín sagði mér í fyrra. Mér hefur verið sagt frá þessari samansöfnun áður og mér varð hugsað til foreldranna og hvar þeir væru. En alla vega, sagan er þannig að samstarfskona mín á tvo drengi sem eru orðnir ungir menn núna. Þegar yngri drengurinn var unglingur þá var það alveg á hreinu hvenær hann ætti að koma heim og mamman vakti eftir honum. Svo í eitt skiptið að hann kom ekki á réttum tíma. Mömmuna grunaði hvar hann væri og keyrði á staðinn en sótti samt ekki strákinn heldur svona keyrði fram hjá svo hann sæi hana. Svo fór hún bara aftur heim. Hvern hitti hún þar annan en drenginn.
Við þennan fréttaflutning af skemmtanahaldi ungmenna í Garðabæ þá mundi ég eftir sögu sem samstarfskona mín sagði mér í fyrra. Mér hefur verið sagt frá þessari samansöfnun áður og mér varð hugsað til foreldranna og hvar þeir væru. En alla vega, sagan er þannig að samstarfskona mín á tvo drengi sem eru orðnir ungir menn núna. Þegar yngri drengurinn var unglingur þá var það alveg á hreinu hvenær hann ætti að koma heim og mamman vakti eftir honum. Svo í eitt skiptið að hann kom ekki á réttum tíma. Mömmuna grunaði hvar hann væri og keyrði á staðinn en sótti samt ekki strákinn heldur svona keyrði fram hjá svo hann sæi hana. Svo fór hún bara aftur heim. Hvern hitti hún þar annan en drenginn.
Þetta er náttúrulega bara tómt rugl svona skapgóð og vel liðin eins og ég nú er.
You scored as Gunshot. Your death will be by gunshot, probably because you are some important person or whatever.
How Will You Die?? created with QuizFarm.com |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...