Atriði úr menningarverkinu Svanavatnið í flutningi kennara Fellaskóla. Ég var sögumaður og er þarna með míkrafóninn.
(Það sem maður gerir ekki fyrir þessi börn.)
laugardagur, maí 07, 2005
Mætti galvösk heim til mútter eftir aukatímann í dag. Var dormandi í sófanum í smá tíma áður en ég gafst upp og lagðist upp í rúm Snotru til ómældrar ánægju. Hef komist að þeirri niðurstöðu að þetta geti ekki stafað af þreytu, ég hlýt að vera eitthvað niðurdregin. Gekk þ.a.l. í apótekið og fjárfesti í heilsubótar efnum fyrir næstum 6 þúsund kall. (Og ýmsu öðru eins og góðu sjampói sem er inni í verði. Piparmeyjan getur haldið áfram að vera sæt þótt hún sé deprimeruð.) Keypti Spiralinu og B-6 sem á að vera voða upplífgandi. Núna er ég með netta vítamíneitrun.
föstudagur, maí 06, 2005
Ég er búin að týna tannþræðinum mínum. Það er grafalvarlegt mál.
Gauragangur í sveitinni er ekki alveg að halda athyglinni. Held að beddi og bók sé málið.
Gauragangur í sveitinni er ekki alveg að halda athyglinni. Held að beddi og bók sé málið.
Dúbbi, dúbbi dei. Ekkert við að vera. Kenni aukatíma alla helgina. Reyndar bara til hádegis svo það er allt í lagi. Litla systir sá mig vera að lognast út af í sófanum hjá mútter og dró mig með upp í hesthús og setti mig á hestbak. Það var ferlega gaman. Gæti vel hugsað mér að gera meira af þessu.
Í mig er kominn ferðahugur. Jafnvel hugmyndir um flutninga. Þetta er búið að mara dálítið lengi án þess að ég hafi gert neitt í því svo nú er ég að hugsa hvort ég þurfi ekki að gera eitthvað í því. Get my point?
Í mig er kominn ferðahugur. Jafnvel hugmyndir um flutninga. Þetta er búið að mara dálítið lengi án þess að ég hafi gert neitt í því svo nú er ég að hugsa hvort ég þurfi ekki að gera eitthvað í því. Get my point?
fimmtudagur, maí 05, 2005
Nei, nei, myndin af pabba
bara orðin fræg.
Hver er hinn dularfulli sendandi fyrst það er ekki ég? Mysterious...
bara orðin fræg.
Hver er hinn dularfulli sendandi fyrst það er ekki ég? Mysterious...
Ég þarf svo innilega að taka til heima hjá mér og nenni því svo innilega ekki. Ég hef ekki einu sinni raðað myndunum upp á nýtt eftir að systur mínar settu saman The Entertainment Center. Mér hefur dottið í hug að fá Allt í drasli til mín en meika ekki að koma fram í mynd. Að vísu bauð frontur sig fram fyrir mig en ég veit ekki...
Var að kenna í morgun og mun kenna alla helgina. Ég er að tala um íslenskuna btw. Vona að sem flestir mæti en er samt tiltölulega róleg yfir þessu. Þau kunna alveg slatta og mikill meirihluti ætti alveg að ná þessu. Margir mjög vel líka. Vona bara að þeim gangi vel í þessu öllu. Fyrsti árgangurinn minn sko:)
Var að kenna í morgun og mun kenna alla helgina. Ég er að tala um íslenskuna btw. Vona að sem flestir mæti en er samt tiltölulega róleg yfir þessu. Þau kunna alveg slatta og mikill meirihluti ætti alveg að ná þessu. Margir mjög vel líka. Vona bara að þeim gangi vel í þessu öllu. Fyrsti árgangurinn minn sko:)
miðvikudagur, maí 04, 2005
Mér tekst á einhvern undarlegan hátt að eyðileggja allar tölvumýs sem koma nálægt mér. Er nýbúin að nappa nýrri í vinnunni og þarf að fá aðra því þessi ,,nýja" (nappaði henni af annarri tölvu) er farin að hoppa og skoppa um allan skjá. Músin heima er búin að hoppa og skoppa um allan skjá í dálítinn tíma núna en ég hef neitað að fá mér nýja því þessi er rétt um ársgömul. Ég finn samt að þetta er byrjað að pirra mig svo ég fjárfesti væntanlega í nýrri fljótlega. En alveg er mér fyrirmunað að átta mig á hvað ég er að gera rangt.
þriðjudagur, maí 03, 2005
Mér varð það á að mótmæla aldursmuni í skólanum í dag. Ég er bara algjörlega mótfallin því að stelpur í 8. og 9. bekk séu að dandalast með strákum með bílpróf. Algjörlega á móti því þótt ég geti séð í gegnum fingur með stelpurnar í 10. Spunnust af þessu nokkrar umræður og nemendur mjög hneykslaðir á mér, þetta væru jú bara tvö til þrjú ár. Vissulega, en á þessum aldri er þetta bara talsverður munur. Þar með var aldurmunsumræðan komin í gang og þau spurðu hvað mér fyndist um Nylon stelpuna og fertuga kærastan hennar. Ég sagðist nú varla geta verið mikið á móti því þar sem ég hefði einu sinni átt kærasta sem var 23 árum eldri en ég. Börnin voru felmtri slegin og nú eru þau búin að segja öllum skólanum þetta og öllum kennurunum. Ég get reyndar ekki séð að þetta sé fréttnæmt en það er svona. Fyndið. Vona bara að það fari ekki allt að fyllast af einhleypum öfum í skólaheimsóknum. Og þó...
Var hjá tannlækninum í dag og hann deyfði mig. Tvisvarr. Mér finnst svo vont að láta deyfa að ég reyni að koma mér undan nálinni. Það var næstum því sprottið fram tár. Sem betur fer gerði hann við allar þrjár holurnar í staðinn fyrir að dreifa þessu yfir einhvern tíma. ,,Nýta deyfinguna." Ég var ægilega þakklát. Ákvað samt að sleppa því að fara í bankann þótt ég þyrfti þess þar sem andlitið á mér var svona hálflafandi einhvern veginn og ég hafði enga stjórn á efri vörinni.
Var hjá tannlækninum í dag og hann deyfði mig. Tvisvarr. Mér finnst svo vont að láta deyfa að ég reyni að koma mér undan nálinni. Það var næstum því sprottið fram tár. Sem betur fer gerði hann við allar þrjár holurnar í staðinn fyrir að dreifa þessu yfir einhvern tíma. ,,Nýta deyfinguna." Ég var ægilega þakklát. Ákvað samt að sleppa því að fara í bankann þótt ég þyrfti þess þar sem andlitið á mér var svona hálflafandi einhvern veginn og ég hafði enga stjórn á efri vörinni.
mánudagur, maí 02, 2005
,,Meðferð svæsinnar offitu á Reykjarlundi." Jemundur, hvað þetta er alveg yndislega huggulega orðað.
Jógahópurinn er búinn að missa húsnæðið yfir sumarið svo kennarinn kenndi okkur stafgöngu í staðinn. Það hefur verið féleg sjón að sjá ellefu kerlingar þramma fram og til baka á bílastæðinu og reyna að beita fyrir sig stöfunum. Ég stakk upp á að hópurinn yrði kallaður Skítar á prikum eða Shits on sticks en það var ekki samþykkt.
sunnudagur, maí 01, 2005
Mig langar í hund. En það er varla hægt að hafa hund í blokk. Svo ég þarf að fá mér annað húsnæði. Ef ég er að flytja á annað borð, ætti ég þá að flytja út á land? Held það vanti alltaf menntaða kennara út á land og svo er húsnæðið ódýrara. Ég þoli heldur ekki umferðina í Reykjavík. Veit ekki alveg. Ég gæti náttúrulega sleppt því að fá mér hund.
Internationalinn
Fram, þjáðir menn íþúsund löndum
sem þekkið skortsins glímutök !
Nú bárur frelsis brotna á ströndum
boða kúgun ragnarök
Fúnar stoðir burtu vér brjótum
Bræður! Fylkjum liði ídag !
Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag
Held samt ég verði að vera stéttasvikari og sleppa því að fara í bæinn. Er nefnilega með slatta af óyfirförnum prófum í töskunni.
Fram, þjáðir menn íþúsund löndum
sem þekkið skortsins glímutök !
Nú bárur frelsis brotna á ströndum
boða kúgun ragnarök
Fúnar stoðir burtu vér brjótum
Bræður! Fylkjum liði ídag !
Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum
að byggja réttlátt þjóðfélag
Held samt ég verði að vera stéttasvikari og sleppa því að fara í bæinn. Er nefnilega með slatta af óyfirförnum prófum í töskunni.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...