sunnudagur, júní 17, 2007
Heimalingar
Ég kíkti í fjárhúsið hjá Braveheart fyrir nokkru síðan og skildi ekkert í því hvað tvö lömb jörmuðu mikið á mig á meðan önnur földu sig hjá mömmum sínum. Kom upp úr dúrnum að mamma þeirra hafði dáið í burði svo þessi tvö fengu mjólk hjá tvífættu verunum. Systkinin eru þrjú en það hafði tekist að venja eitt undir aðra á. Núna er féið farið á fjall nema þessi tvö sem dunda sér heima í túni og koma alltaf hlaupandi í von um mjólkursopa. Litlu greyin.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...