Fór í kaupstaðarferð í dag og kippti hel... djö... sektarboðinu með. Það er stílað á Sýslumanninn á Blönduósi svo mig grunar að það bæjarfélag sé að hirða peninginn. Kaffifélagarnir héldu að það hirti alla vega hluta. Já, ég er að vinna í sumarfríinu. Kennaralaunin eru svo há:)
Mér var að mestu runnin reiðin þegar ég fór heim á sunnudaginn og tók þá ákvörðun að keyra á löglegum hraða alla leiðina. Ég þurfti reyndar að vera með annað augað á mælinum alla leiðina og vera meðvituð svo ég gat ekki sungið og trallað með tónlistinni og notið landslagsins. En niðurstaðan er þessi: Það munar sáralitlu í tíma að keyra á löglegum hraða en það munar hins vegar heilum hellingi í bensíneyðslu. Ég komst á tanknum heim og átti afgang. Ef þetta er ekki til að æra óstöðugan þá veit ég ekki hvað...:)
föstudagur, júní 23, 2006
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...