Þann 18. desember sl. skipaði
sveitarstjórn Þingeyjarsveitar starfshóp um mótvægisaðgerðir vegna breytinga á
starfsemi Þingeyjarskóla. Viðleitnin er ágæt þótt sá grunur læðist óneitanlega að
sumum að sumir séu mikilvægari en aðrir. Það þótti t.d. ekki nein ástæða til mótvægisaðgerða
þegar Grunnskólinn í Bárðardal var lagður niður.
Ég get ekki séð annað en að tilgangur þessa gjörnings, þessa skrípaleiks, hafi verið sá að neyða fulltrúa minnihlutans til samþykkis eða ýta honum út ella eins og reyndin varð.
En, hvað sem því líður.
Það kom frekar á óvart þegar
nýstofnaður starfshópur var lagður niður á fyrsta fundi sínum. Fréttavefurinn
641.is hefur nú birt tvær fréttir um málið og verður að segjast eins og er að
þær veita heldur hrollvekjandi upplýsingar um stjórnarhætti hér í sveit.
Oddviti sveitarstjórnar segir í samtali við
641.is að:
„Við töldum að það væri óþarfi að hafa starfshóp í gangi ef hann væri framlenging á þeirri togstreitu sem væri í sveitarstjórninni á milli meiri og minnihluta. Það væri miklu eðlilegra að leysa þau mál beint á vettvangi sveitarstjórnar”,
Ég hef nokkrar spurningar
varðandi þetta:
1) Hver eru þessi „við“?
2) Í
öðru lagi; Lá það ekki ljóst fyrir frá upphafi að ef það er „togstreita“ í
sveitarstjórninni þá hlyti sú „togstreita“ að halda áfram í hópi skipuðum
fulltrúum úr sveitarstjórn?
3) Er
ekki fullkomlega eðlilegt að það sé „togstreita“ á milli meiri- og minnihluta í
öllum pólitískum stjórnum? Er ekki, eðli málsins samkvæmt, verið að togast á um
mismunandi sjónarmið?
4) Er
ekki miklu eðlilegra að reynt sé að vinna í smærri einingum einmitt af því að
það er „togstreita“ í sveitarstjórninni frekar en að færa málið inn í
togstreitu-umhverfið?
Í næstu
frétt á 641.is er sagt frá fundargerð starfshópsins sem var þá nýbirt á vef
Þingeyjarsveitar. Þar koma mjög undarlegir hlutir í ljós.
Annar liður á fundarboði er
erindisbréf starfshópsins. Nú sé ég ekki ástæðu þess að leggja erindisbréfið
fyrir starfshópinn, það er jú búið að samþykkja það í sveitarstjórn. Þetta er
gert engu að síður. Fulltrúi minnihlutans, Ragnar Bjarnason, samþykkir ekki bréfið. Þá tilkynnir oddviti
sveitarstjórnar og nýkjörinn formaður starfshópsins, Arnór Benónýsson,
að: „...með þessari afstöðu Ragnars til
erindisbréfsins sé samstarfsgrundvöllur brostinn“ og slítur fundi þrátt
fyrir mótmæli Ragnars sem: „bendir á að
hann starfi eftir samþykktu erindisbréfi þó hann sé ekki samþykkur því.“ Er
starfshópurinn svo lagður niður á næsta sveitarstjórnarfundi.
Þetta gæti svo sem virkað
eðlilegt fyrir utan þá einföldu staðreynd, sem áður var bent á, að búið var að
samþykkja erindisbréfið í sveitarstjórn. Á
þeim fundi hafði Ragnar greitt
atkvæði á móti erindisbréfinu.
Umræðum framhaldið og eftirfarandi erindisbréf samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði. Ragnar Bjarnason greiddi atkvæði á móti.
Hvernig gat oddvita dottið í hug
að Ragnar myndi samþykkja það á fundi starfshópsins? Það hlýtur að hafa legið
ljóst fyrir allan tímann að hann myndi ekki samþykkja það. Sem vekur að
sjálfsögðu nýjar spurningar. Sem eru:
1) Af
hverju í ósköpunum var verið að stofna starfshópinn á annað borð og boða til
fundar fyrst forsenda samstarfsins var samþykki erindisbréfsins og vitað var að
Ragnar myndi ekki samþykkja það?
2) Hvers
vegna í ósköpunum er samþykki allra forsenda samstarfs?
Ég get ekki séð annað en að tilgangur þessa gjörnings, þessa skrípaleiks, hafi verið sá að neyða fulltrúa minnihlutans til samþykkis eða ýta honum út ella eins og reyndin varð.
Það er ekki „togstreita.“ Það er
hrein og klár valdníðsla.