Færslur

Sýnir færslur frá mars 6, 2016

Konunglegt slekti

Ég hef verið að heyra það utan að mér að nemendum Þingeyjarskóla hafi fækkað talsvert undanfarið, jafnvel það mikið að húsnæði Litlulaugaskóla hefði dugað utan um hópinn. Sem betur fer til að minnka flækjustigið er verið að breyta því húsnæði svo ekki er hægt að bakka með þá ákvörðun. Ég settist því við tölvuna og fletti upp á fundargerðum Fræðslunefndar til að athuga hvort eitthvað kæmi þar fram um nemendafækkun. Svo er ekki enda minnir mig að það sé yfirleitt bara fjallað um fjölda í byrjun skólaárs. Hins vegar rak ég augun í annað. Í 4. lið fundargerðar Fræðslunefndar frá 3. 12. 2015 segir: J... R... fór yfir dagskrá desembermánuðar í grunnskóladeild. Hann fór einnig yfir aðkomu sérfræðinga að skólastarfinu. E.G. sálfræðingur hefur unnið með starfsfólki og I.S. hefur komið aðeins inn og kemur meira að starfinu eftir áramót. E.E.F. og A.K. sálfræðingar hafa einnig komið inn í skólastarfið. J.R. segist ánægður með aðkomu allra þessara aðila. (Leturbreyting mín.)