Ég hitti hann síðast á Akureyri 2006 í jólainnkaupum og fór og spjallaði en þá hringdi gemsinn minn. Ég var að selja íbúðina mína og fasteignasalinn í símanum svo ég þurfti að svara og tala í smátíma svo Hrafn bara nikkaði og fór. Hins vegar finnst mér það ókurteist þegar fólk tekur símann á meðan það er að tala við mann svo mér fannst þetta alltaf frekar leiðinlegt. Ekkert issjú svona en nóg til þess að ég ætlaði að biðjast afsökunar á þessu næst þegar ég hitti hann. Það verður greinilega bið á því svo Hrafn ef þú ert þarna einhvers staðar þá biðst ég afsökunar á dónaskapnum.
þriðjudagur, júlí 14, 2009
Síðbúin afsökunarbeiðni
Ég sé, því miður, að Hrafn Friðbjörns er dáinn. Ég þekkti hann ekki mikið en fannst hann alltaf mjög myndarlegur. Dökkur og flottur:) Þegar hann fór í sálfræðinámið þá unnum við saman á Kleppi í smá stund. Þótt hann væri svona "selebb" þá var hann alltaf mjög almennilegur og var bara einn af starfsmönnunum. Kjaftaði og mætti í partý og var næs.
sunnudagur, júlí 12, 2009
Þrítugskrísan
Fyrir tæpum tíu árum síðan leið mér ekki vel. Það kristallaðist á því augnabliki sem ég fékk bréf um 10 ára stúdentafagnað. Þá þurfti ég aðeins að sitjast niður og anda því ég var alls ekki á þeim stað í lífinu sem ég hafði ætlað mér að vera 10 árum fyrr þegar ég útskrifaðist sem cocky, little shit úr MR. Ég hafði ekki lokið námi, var ógift og barnlaus í láglaunavinnu á geðdeildinni. Með fullri virðingu fyrir þeirri vinnu. Þetta var bara ekki planið. Seinna mun ég væntanlega fabulera um mikilvægi þess að fara út af sporinu og þroskast en það breytir því ekki að mér leið alls ekki vel á þessum tíma.
Lengi vel hélt ég að þetta hefði bara verið ég og mitt líf en ca. sjö árum seinna fer þá þrítug kona að tala um að óánægju sína með lífið og tilveruna. Og fyrir skömmu er rétt rúmlega þrítug kona að tala um að hlutirnir séu bara ekki eins og þeir eigi vera við mig og aðra konu. Sú kona fer að tala um að einmitt upp úr þrítugu hafi ákveðin óánægja gripið um sig hjá henni og hún hafi í framhaldi skellt sér í nám.
Ég ætla því að halda því fram að til sé fyrirbærið þrítugskrísa sem grípur konur og verði viðurkennt í fræðibókum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...