Færslur

Sýnir færslur frá júní 2, 2019

Helvítis kerlingin skal þegja II

Mynd
Í fyrri pistli var spurt á hvaða vegferð þeir menn væru sem gætu ekki samþykkt sínar eigin tillögur. Reyndar veit ég á hvaða vegferð alla vega annar þeirra er. Þetta er hluti úr bréfi lögfræðings hans til þáverandi lögfræðings okkar: Umbj. m. hefur falið mér að gera skýrt grein fyrir því við umbj. XXX að meðan allar bloggfærslur og samsvarandi færslur eru ekki teknar niður og skrifum hætt um málefni búsins verður ekki um frekara samstarf eða viðræður um lausn þessa máls að tefla. Gildir það jafnt um allar færslur á öllum miðlum. Þá fyrst þegar 4 vikur eru liðnar frá því bloggfærslur og aðrar samsvarandi færslur eru teknar niður og ekki hafa birtst að nýju eða aðrar nýjar færslur, þar sem fjallað er hvort heldur sem er með beinum eða óbeinum hætti um málefni umbj. m. og félagið og búrekstur, verður hægt að halda viðræðum áfram um lausn málsins. Birtist nýjar færslur eða finnist innan slíks tímabils, hefst nýtt 4 vikna tímabil þar sem umbj. m. mun ekki láta málið til sín taka eða vei

We´re on the road to nowhere...

Mynd
Þann 19. mars sl. var haldinn fundur í Hálsbúi ehf. með eigendum, einum ráðgjafa (mér)  og lögfræðingum þeirra. Fundurinn stóð í ca. einn og hálfan tíma. Með þremur lögfræðingum á fullu tímakaupi þá getið þið rétt ímyndað ykkur hvort hann hafi verið ódýr. Á þessum fundi kom ýmislegt fram og ýmsu haldið fram eins og t.d. ímynduðum hústökurétti sem er ekki til í íslenskum lögum. En hvað um það... Við viljum kaupa búið og höfum gert þeim alls konar tilboð og allhá. Allt kemur fyrir ekki. Meðeigendurnir eru ákveðnir í því að flæma okkur fjölskylduna í burtu af Hálsi. Litlu frændur þeirra , einu barnabörn foreldra þeirra, skulu ekki fá að alast upp á jörð afa síns og ömmu, langafa og langömmu. Eina lausnin sem þeir bjóða upp á er að allt sé selt, þ.m.t. okkar hús. Það fæst nefnilega meira fyrir þeirra eignir ef húsið okkar er selt með. Þannig að þrátt fyrir að við viljum ekki fara heldur kaupa þá samþykktum við að láta endurskoðanda skoða bókhald félagsins með tilliti til sölu. V

Einbýlishús til sölu UPPFÆRT

Mynd
Húsið okkar á Hálsi er til sölu fyrir rétt verð.  Húsið er 4-5 herbergja. Tvær forstofur, þvottahús í annarri og lítið baðherbergi. 3 svefnherbergi og stórt baðherbergi. Stór stofa og aukastofa með rennihurðum sem hægt er að breyta í gestaherbergi. Húsinu fylgir lítil gistieining. ( Sjá hér. ) Undanfarið ár hafa tvö herbergi í húsinu einnig verið leigð út. Nokkuð góðar tekjur fylgja þessari útleigu og er fyrirtæki með öllum leyfum utan um reksturinn. Það getur fylgt með í kaupum. Lítil lóð er í kringum húsið. Við erum til í alls konar skipti og skoðum allt. Helst á Húsavík eða á Stór Reykjavíkursvæðinu. Hafið samband við Karl Gunnarsson hjá Lundi í síma 898-2102 vegna hússins. Einnig er möguleiki að kaupa hlut í búrekstri. Hafið samband við Kristínu Edwald hjá LEX í síma 590-2600 vegna búsins. Nánar auglýst síðar.