Færslur

Sýnir færslur frá ágúst 7, 2011

Ávíturnar

Í ónefndum skóla sem ég kenndi eitt sinn í voru tölvumál skólans í lamasessi allan veturinn og allir mjög pirraðir út af því. Þetta var mjög slæmt á tímabili, erfitt að nálgast PDF skjöl og erfitt að prenta út. Tölvuumsjónarmanni skólans (sem hafði ekki viðveru í skólanum) var hreinlega bölvað í sand og ösku af öllum kennurum skólans. Einn daginn var ég að reyna að prenta út. (Hafði samt ná að prenta út þetta aukahefti og en það þótti ekki merkilegt.) Ég var með stofu á annarri hæð en gat ekki prentað úr tölvunum þar. Það var eitthvað klúður með tölvuna í vinnuherberginu líka svo ég var búin að hlaupa upp og niður og reyna að hafa þetta í gegn en ekkert gekk. Í eitt skiptið kem ég út af kennarastofunni og yfirmaður minn er á skrifstofunni sinni. Skrifstofan hans, kennararstofan og salerni eru inni á litlum gangi. Ég segi stundarhátt: ,,Það á að skjóta þennan mann.” Yfirmaður minn spyr hvort ég ætli að taka það að mér. Ég flissa eitthvað enda var ég að sjálfsögðu a