Færslur

Sýnir færslur frá mars 3, 2013

Einkaréttur á eigin ásjónu?

Mynd
Fyrir allnokkrum árum síðan vann ég á næturvöktum. Eina nóttina dundaði ég mér við að búa til skjávara með andlitsmyndum starfsmanna. Voru myndirnar teknar af starfmannapössunum. (Þetta tók ekki ýkja langan tíma svo ég var ekkert að svíkjast voða mikið undan verkum.) Vakti þetta frekar lukku en hitt hjá samstarfsfólkinu og fékk skjávarinn að rúlla. Nokkru seinna vorum við sameinuð öðrum (hin eilífa hagræðing) og bjó ég til nýjan skjávara. Nú brá svo við að uppátækið vakti litla lukku hjá nýju samherjunum. Rökin voru einhvern veginn á þá leið að það kærðu sig ekki allir um að hafa andlitið á sér blasterað á tölvuskjá. Þetta þóttu mér hin fáránlegustu rök; Þetta sama fólk blasteraði þessi sömu smetti framan í mig alveg reglulega án nokkurs tillits til minna tilfinninga. Og hana nú! Eníveis. Skjávarinn var tekinn af, ég fór annað (í engum tengslum við þetta, samt) og árin liðu. Eins og stundum vill fylgja tímanum þá breytist ýmislegt. Fyrst komu myndavélasímar, svo Snjáldurskinnan og

Vangaveltur um ,,sameiningu" skólanna.

Eins og allir vita var tekin ákvörðun um að ,,sameina" Litlulaugaskóla og Hafralækjarskóla 2012. Sú ,,sameining" hefur ekki gengið vel og kemur fáum á óvart. Enda engan veginn er hægt að tala um að sameining hafi átt sér stað. Forsaga. Það er auðvitað til að æra óstöðugan að rifja upp þetta ferli en förum samt lítillega í gegnum það. Fólki og börnum fer því miður fækkandi í sveitinni okkar. Litlir skólar eru eitt en þeir örskólar* sem við búum við annað. Enda hefur komið í ljós að foreldrar hafa áhyggjur af félagslegri stöðu barna sinna og vilja sameiningu. Hagræðingin sem væntanlega myndi fylgja í kjölfarið er í raun aukaatriði. Ánægjulegur bónus engu að síður. En engin(n) vill missa ,,sinn" skóla og er það skiljanlegt. Þess vegna vill nokkuð tilfinningarót fylgja umræðunni. Til að hjálpa við (fresta/forðast) ákvarðanatöku hafa nokkrar skýrslur verið skrifaðar. Vel metnir fræðimenn við Háskóla Íslands voru fengnir til að skrifa eina. Leidd