laugardagur, október 11, 2008

Núna kemur okkur það við

Þegar að bankastrákarnir voru á mesta trippinu þá var allri gagnrýni svarað á þá leið að almenningi kæmi þetta bara ekkert við. Ofurlaun og bónusar út úr kortinu komu okkur bara ekkert við af því að þetta væru sko einkafyrirtæki. Risapartý á erlendri grundu með stórstjörnum kom okkur vissulega ekkert við. Einhver hjá þáverandi KB banka lét það út sér að hann nennti ekki að hlusta á öfundsjúka smáborgara þegar hann fékk Elton John til að syngja í afmælinu sínu.
Núna þegar þeir eru búnir að klúðra öllu hverjir sitja þá uppi með skellinn? Við.
Núna eigum við að gjöra svo vel að borga brúsann.

Hvar ætli að ofurlaunin og bónusarnir þeirra séu? Sviss eða Cayman eyjum?

fimmtudagur, október 09, 2008

Til öryggis

Til að fyrirbyggja  allan misskilning þá vil ég endurtaka það sem ég hef sagt áður:

Af gefnu tilefni vil ég taka það fram að þetta blogg ber ekki að taka á einhvern léttvægan hátt. Allt það sem hér er skrifað er fullkomin og fúlasta alvara. Ég endurtek: Fullkomin alvara! Hér er aldrei neinn fíflaskapur á ferð. Ég reyni aldrei, aldrei nokkurn tíma að vera fyndin. Ég skrifa þetta blogg ekki mér til gamans. Ég held þessari bloggsíðu úti til að reyna breyta heiminum. Ég flyt boðskap! Ekki fíflagang!


I'll show you terrorism

Við drögum fram sverðin og klippurnar og förum í víking til Bretlandseyja.
Ég heimta blóð!

miðvikudagur, október 08, 2008

,,Vinir okkar Bretar"

Þegar forsætisráðherra Breta er með dónaskap í okkar garð í beinni útsendingu og hóta málshöfðunum þá getur hann bara étið það sem úti frýs.
No friends of mine, the bloody British..

mánudagur, október 06, 2008

Fyrirspurn

Í sumar kom frétt um skýrslu sem (sic) hagfræðingur/viðskiptafræðingur vann fyrir einhver náttúruverndarsamtök. (smá alzheimer light) Í skýrslunni kom fram að í raun væri þjóðarbúið að borga með álfyrirtækjunum en ekki græða á þeim. Man þetta einhver? Ég þarf að finna þetta til að geta haldið áfram rifrildi á morgun:)

Update:
Ég fann þetta:)

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...