fimmtudagur, febrúar 19, 2015

Feluleikur

Á Íslandi sem og víðar gilda lög eins og td. stjórnsýslulög, sveitarstjórnarlög og upplýsingalög. Ætlast er til að landsmenn fari eftir lögum og ekki síður að stjórnvald fari eftir lögum. Valdhafar eru nefnilega í yfirburðastöðu gagnvart þegnum sínum og afar brýnt að tryggja að valdhafar misnoti sér ekki þá yfirburðastöðu. Stjórnsýslu- og sveitarstjórnarlög mæla fyrir um hvernig hlutirnir eigi að ganga fyrir sig. Upplýsingalögin snúast hins vegar um rétt almennings til að vita hvað valdhafinn er að aðhafast, einmitt til þess að veita honum aðhald.
Í fyrstu grein upplýsingalaga segir:

I. kafli. Markmið og gildissvið.
1. gr. Markmið.
Markmið laga þessara er að tryggja gegnsæi í stjórnsýslu og við meðferð opinberra hagsmuna m.a. í þeim tilgangi að styrkja:
   1. upplýsingarétt og tjáningarfrelsi,
   2. möguleika almennings til þátttöku í lýðræðissamfélagi,
   3. aðhald fjölmiðla og almennings að stjórnvöldum,
   4. möguleika fjölmiðla til að miðla upplýsingum um opinber málefni,
   5. traust almennings á stjórnsýslunni.


Nú ber svo við að auglýst hefur verið eftir skólastjóra í Þingeyjarskóla og lauk umsóknarfresti fyrir 9 dögum síðan. Nýr skólastjóri tekur til starfa 1. mars eða eftir 9 daga héðan í frá.
Sveitarstjóri Þingeyjarsveitar segist ætla að birta lista yfir umsækjendur en bara ekki strax.
7. grein Upplýsingalaga er alveg skýr;

7. gr. Upplýsingar um málefni starfsmanna.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpgRéttur almennings til aðgangs að gögnum um málefni starfsmanna sem starfa hjá aðilum sem lög þessi taka til skv. 2. gr. tekur ekki til gagna í málum sem varða umsóknir um starf, framgang í starfi eða starfssambandið að öðru leyti.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpgÞegar aðrar takmarkanir á upplýsingarétti samkvæmt lögum þessum eiga ekki við er, þrátt fyrir ákvæði 1. mgr., skylt að veita upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða opinbera starfsmenn:
   1. nöfn og starfsheiti umsækjenda um starf, þegar umsóknarfrestur er liðinn,
   2. nöfn starfsmanna og starfssvið,
   3. föst launakjör annarra starfsmanna en æðstu stjórnenda,
   4. launakjör æðstu stjórnenda,
   5. áherslur og kröfur um árangur í starfi æðstu stjórnenda sem fram koma í ráðningarsamningi eða öðrum gögnum og upplýsingar um menntun þeirra.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpgEnn fremur er heimilt að veita upplýsingar um viðurlög í starfi sem æðstu stjórnendur hafa sætt, þar á meðal vegna áminninga og brottvísana, enda séu ekki liðin meira en fjögur ár frá þeirri ákvörðun sem um ræðir.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpgMeð sama hætti ber að veita almenningi upplýsingar um eftirtalin atriði sem varða starfsmenn lögaðila sem falla undir lög þessi skv. 1. málsl. 2. mgr. 2. gr.:
   1. nöfn starfsmanna og starfssvið,
   2. launakjör æðstu stjórnenda og upplýsingar um menntun þeirra.
http://www.althingi.is/lagas/hk.jpgAlmenningur á rétt til aðgangs að upplýsingum skv. 2. og 4. mgr. frá viðkomandi vinnuveitanda jafnvel þótt þær sé ekki að finna í gögnum sem tilheyra tilteknu máli.


Öllum þeim sem sækja um opinbert starf má vera það ljóst að opinbera má nöfn þeirra.  Sé einhver því andvígur þá held ég að leyfilegt sé að óska nafnleyndar.* Þannig að ekki er það vernd gagnvart umsækjendum sem veldur.
Í rauninni eru þetta nauðaómerkilegar upplýsingar og því algjörlega óskiljanlegt hvers vegna ekki má opinbera listann strax eins og stjórnvaldi ber að gera samkvæmt lagaákvæðisins hljóðan. Það stendur nefnilega ekki að löngu liðnum umsóknarfresti loknum.
Það er einhver ástæða fyrir þessum feluleik og slíkar ástæður eru aldrei góðar.

Hvað eruð þið að fela?




miðvikudagur, febrúar 18, 2015

Vinsamleg tilmæli

Mig langar að benda sveitarstjórn og sveitarstjóra Þingeyjarsveitar á að nú eru 8 dagar síðan umsóknarfrestur um skólastjórastöðu Þingeyjarskóla rann út. Skv. Upplýsingalögum 7. grein. þá höfum við rétt á að vita hverjir sóttu um. Í greininni segir „þegar umsóknarfrestur er liðinn“ svo tíminn sem þið hafið haft er orðinn alveg ríflegur.

 
Fyrst ég er nú að tjatta við ykkur svona á vinalegu nótunum þá vil ég endilega koma því að að mér þykir það ákaflega misráðið að fá ekki utanaðkomandi aðila til að meta umsækjendur og ráða í starfið. 



sunnudagur, febrúar 15, 2015

Vinnubrögð - Fundargerðir

Sveitarstjórn, fundur nr. 145. Dags. 8.5.2014


6.      Kynning á mögulegri ljósleiðaravæðingu:
Til fundarins mætti Gunnar Björn Þórhallsson frá fyrirtækinu Tengir hf. til að kynna möguleika á ljósleiðaravæðingu sveitarfélagsins og frumathugun á því verkefni.

Sveitarstjórn þakkar Gunnari fyrir kynninguna. Sveitarstjórn samþykkir að láta gera frumathugun á ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu og samþykkir allt að 300 þús.kr. sem viðauka við fjárhagsáætlun 2014 vegna verkefnisins. *(Litbreyting mín.)



Sveitarstjórn, fundur nr. 151.  Dags. 21.8.2014


1.      Frumathugun á ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu
Tengir hf. var fengið til þess að vinna frumathugun á ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu. Fyrir fundinum liggur minnisblaði frá Gunnari B. Þórhallssyni f.h. Tengis hf. um framkvæmd og kostnað.

Sveitarstjórn óskar eftir frekari gögnum og upplýsingum um málið og í framhaldinu fund með Gunnari. (Litbreyting mín.)


 Sveitarstjórn, fundur nr. 152.  Dags. 4.9.2014.


1.      Frumathugun á ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu
Gunnar B. Þórhallsson framkvæmdastjóri Tengis hf. mætti til fundarins undir þessum lið og gerði grein fyrir þeirra vinnu á frumathugun á ljósleiðaravæðingu í sveitarfélaginu, framkvæmd og kostnaði.

Oddvit lagði fram eftirfarandi tillögu:
„Sveitarstjórn stefnir að því að leggja ljósleiðara um allt sveitarfélagið á næstu þrem til fimm árum og felur Atvinnumálanefnd og sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja sem fyrst fyrir sveitarstjórn tillögu um framhaldið.“

Samþykkt með fimm atkvæðum fulltrúa A lista.

Fulltrúar T lista lögðu fram eftirfarandi bókun:

„Það er fyllilega ljóst að ljósleiðarvæðing sveitarfélagsins bætir lífsgæði íbúa sem og búsetuskilyrði í sveitarfélaginu og því eðlilegt að þessu máli sé haldið lifandi og unnið að því. Hins vegar teljum við að fjárhagsstaða Þingeyjarsveitar í dag sé ekki þess borin að geta farið
í þessa vinnu með miklum fjárútlátum á þessum tímapunkti. Svo þarf einnig að huga verulega vel að því hvernig fyrirkomulag varðandi t.d. eignarhald á ljósleiðara innan sveitarfélagsins yrði háttað. Að þessu sögðu getum við fulltrúar T-lista samþykkt að málið fari til Atvinnumálanefndar og skoðað þar í eðlilegum tímaramma.“ (Litbreyting mín.)


 Atvinnumálanefnd, fundur nr. 19. Dags. 29.9.2014

 4.    Árni kynnti hugmyndir sem fram hafa komið  um að ljósleiða væða sveitarfélagið, og svaraði fyrirspurnum nefndarmanna um þær athuganir sem fram hafa farið.Tengir hf. hefur unnið frumhönnun og kostnaðarmat vegna lagningu á ljósleiðara á  öll lögbýli í sveitarfélaginu.
 (Litbreyting mín.)
  
Atvinnumálanefnd, fundur nr. 20. Dags. 14.1.2015



1. Ljósleiðari.       Árni gerði grein fyrir þeim athugunum sem hann hefur gert eftir bestu getu um hvernig ríkið hyggst koma að því að ljósleiðavæða landið. Búið er að leggja alþjónustukvöð á  Mílu. Líklegt er að langt sé  í að það verði komið að okkur í ljósleiðaravæðingu eftir því sem upplýsingar liggja fyrir í dag um alþjónustu kvöð á Mílu. Hægt væri að sækja um styrki í jöfnunarsjóð alþjónustu af alþjónustu veitanda.

Ari gerði grein fyrir samtölum sínum við Karl Hálfdánarson sem hefur verið í ljósleiðavæða á nokkrum stöðum á landinu. Karl telur að hægt sé að ljósleiðavæða fyrir lægri peningaupphæð en Tengi hefur gefið okkur upp.

Ákveðið að hafa samband við Mílu, Karl Hálfdánarson og Tengi til að reyna að fá samanburðarhæfar upplýsingar um verð og gæði.Og einnig ákveðið að kanna hvaða leiðir eru færar í að sækja um styrki til verksins. (Litbreyting mín.)

Skil ég það rétt að hingað til hafi ekki verið talað við neitt annað fyrirtæki en Tengi varðandi risastóra og mjög dýra framkvæmd í sveitarfélaginu?

Leyfist mér að benda á 24. grein sveitarstjórnalaga:
24. gr. Aðrar almennar skyldur sveitarstjórnarmanna.
Hverjum sveitarstjórnarmanni er skylt að inna af hendi störf sem sveitarstjórn felur honum og varða verkefni sveitarstjórnarinnar.
Sveitarstjórnarmönnum ber að gegna starfi sínu af alúð og samviskusemi. Sveitarstjórnarmönnum ber í hvívetna að gæta að almennum hagsmunum íbúa sveitarfélagsins sem og öðrum almannahagsmunum.

 Takk Ari.

*Það kemur ekki fram þarna hver á að gera þessa frumathugun. Ég var farin af fundi að sækja börnin mín enda lá ekkert frekar fyrir fundinum en oddviti hafði samband við mig í gegnum síma og ég samþykkti þetta þrátt fyrir að mér væri tjáð að Tengi ætti að vinna frumathugun. Ég gerði þáverandi oddvita samt grein fyrir því að ég hefði efasemdir um aðkomu hagsmunaaðila svo snemma í ferlinu.

Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra

Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...