Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 8, 2009

Frambjóðandinn

Ég tek þátt í forvali VG í Norðausturkjördæmi. Svo nú er ég orðin virðulegur frambjóðandi.  Þá er bara að vona að enginn finni þetta blogg þar sem ég læt gamminn geysa í algjöru ábyrgðarleysi!

Nafnið

Ég hef verið að velta fyrir mér hvað við eigum að kalla köttinn. Kisi, er að verða mjög fast í sessi en eitthvað er það nú snautlegt. Stevie finnst mér ekki passa við hann, Hómer ekki heldur.  Ég hef verið að segja og hlæja að sögunni þegar hann elti mig í skúringunum og var alveg yfir sig bit og hneykslaður á dellunum í hornunum. Þá laust því niður: Geir.

Sviptingar í sálarlífinu

Ég flakka svolítið á milli póla þessa dagana. Ef ég slysast til að stilla á Alþingisrásina rífst ég og skammast við sjónvarpið og er bara bálreið. Þess á milli les ég blogg og komment og hlæ mig alveg máttlausa.

Það er ekki að spyrja að því

alltaf eru barnaverndaryfirvöld jafn vond og ljót og óðgeðsleg. Maðurinn og móðir stúlkunnur voru bæði skjólstæðingar félagsmálayfirvalda en maðurinn hafði greinst með alvarlega geðsjúkdóma og er öryrki. Barnaverndaryfirvöld gerðu kröfu, eftir fæðingu stúlkunnar, að foreldrarnir yrðu sviptir forsjá barnsins. Sú krafa náði ekki fram að ganga fyrir dómi.

Sjálfstæðismenn eru...

...fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, fífl, 

Blaðamannafundur í gær.

Heimir Már Pétursson: ,,Nú eru þetta nánast það sama og fyrri ríkisstjórn ætlaði að gera. Af hverju komuð þið þessu bara ekki til framkvæmda með þeirru ríkisstjórn?" Af því að þjóðin stóð öskrandi fyrir utan Alþingishúsið og heimtaði Sjálfstæðisflokkinn burt! Í alvöru Heimir, hvar varstu? 

Helstu fréttir

Nei, ég ætla ekki að tjá mig um Davíðs-mál, það er of fáránlegt. Tók mig til og skúraði um daginn með fatlafólið í eftirdragi. Við fundum glaðninga í nokkrum hornum sem hann þurfti að þefa af og var alveg anduktugur af hneykslan. ,,OMG! Það hefur einhver kúkað á gólfið!" Já, hugsa sér. Hver ætli að hafa gert það?  En það heyrir sem sagt til stórtíðinda að hann er búinn að læra á kassann! Þannig að við erum klárlega komin með heimiliskött. Það verður þá væntanlega að fara að kalla hann eitthvað annað en fatlafól eða drulluspaða.

Submission

"..tolerance of intolerance is cowardice."

Gamlar minningar

Þegar ég var á milli 9 og 11 ára þá var ég lögð í einelti í skólanum. Nú er orðið svo langt síðan að ég man þetta ekki vel sem betur fer en ákveðnir hlutir sitja þó í mér. Ég var uppnefnd og mig minnir að nokkuð margir hafi tekið þátt í því. Mér eru þó sérstaklega minnistæðir tveir krakkar, strákur og stelpa,  sem voru forsprakkar í þessu. Stelpan gekk skrefinu lengra og nánast allan 10 ára bekkinn sat hún fyrir mér á leiðinni heim með aðra stelpu í eftirdragi og var með svívirðingar og leiðindi alla leiðina heim. Stelpurnar í bekknum stofnuðu saumaklúbb sem ég fékk ekki að vera með í strax en var samt boðið með fljótlega. Stelpan var með í þessum saumaklúbb og einhvern veginn æxlaðist það svo að ég bauð henni að gera í minningabókina mína sem og hún gerði. Það var náttúrulega ekkert nema skítur og drulla sem ég fékk yfir mig þar. Saumaklúbburinn var að hittast þegar hún skilaði þessu og stelpurnar spurðu af hverju hún hefði gert þetta. Henni fannst það bara alveg sjálfsagt, ég var svo