miðvikudagur, desember 24, 2008
þriðjudagur, desember 23, 2008
Baugsmál gömul og ný
Ég get svo sem ekki dæmt um réttmæti þessara Baugsmála. Nema hvað að í fyrra sinnið hafði ég meiri samúð með þeim feðgum en ég hef nú. Grunar mig að svo sé farið með fleiri.
Það getur vel verið að Davíð Oddsson sé að ofsækja Baugsfeðga. Það er alveg ljóst að honum er ekki vel við þá. Svæsnustu samsæriskenningar segja jafnvel að hann hafi þjóðnýtt Landsbankann og í framhaldi sett landið á hausinn af hefndarþorsta. Svo eigi að einkavæða bankana aftur og koma þeim til ,,réttra" aðila.
Hitt má líka vera að eitthvað sé gruggugt í viðskiptaháttum Baugs eins og efnahagsástandið sýnir nú fram á.
Hvað sem því líður þá er eitt sem mér fannst afskaplega athugavert. Í krafti auðæva sinna og eignarhalds á fjölmiðlum hafa feðgarnir farið í persónulegt stríð við embættismenn. Er skemmst að minnast árása á Jón H.B. Snorrason. Það getur vel verið að Jón. H.B. sé alveg meingallaður maður. Það skiptir bara engu máli. Hann er embættismaður sem er að sinna vinnunni sinni. Áfram halda þeir á þessari braut núna þegar nýjar ákærur eru lagðar fram.
Nú má segja að ákærurnar á hendur þeim feðgum séu persónuofsóknir. Eflaust finnst flestum ákærðum það frekar persónulegt. En sé um persónuofsóknir að ræða þá koma þær ordrur annars staðar frá. Feðgar og þeirra lögmenn ættu frekar að beina spjótum sínum þangað en að sendiboðunum.
En auðvitað er það mjög sterk vörn að ráðast opinberlega að embættismönnum og draga þá niður í svaðið svo þeir hugsi sig tvisvar sinnum um áður en þeir leggja fram ákærur. Verst er að þessi vörn stendur aðeins auðmönnum og fjölmiðlaeigendum til boða en ekki öðrum. Einu sinni var nefnilega eitthvað til sem hét jafnræði fyrir lögum.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...