Færslur

Sýnir færslur frá maí 1, 2016

Að kyssa þann vönd sem sárast bítur

Mynd
En það stendur skýrum stöfum í kristindóminum að yfirmenn og undirgefnir eigi að vera í hverju landi og undirmennirnir eigi að vera trúir yfirmönnunum. (HKL, 1932) Í gamla daga var til stofnun sem hét  Fiskveiðasjóður Íslands og hann var lengi vel staðsettur í Útvegsbankahúsinu  við Lækjartorg. Pabbi minn var aðstoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs. Hann sótti líka um forstjórastöðuna þótt hann vissi vel að hann myndi aldrei fá hana. Sjálfstæðisflokkurinn átti þá stöðu og föðurættboginn minn hefur lengi verið með alræmda vinstri slagsíðu. Þetta hefur væntanlega verið á menntaskólaárunum, skólinn bara rétt hjá, að ég kom við hjá pabba. Á fyrstu hæð þar sem bankafgreiðsla Útvegsbankans var voru tveir menn vel drukknir og talsverð fyrirferð í þeim. Á þessum tíma var eitthvað um róna í Reykjavík og þessir höfðu svoleiðis yfirbragð. Ég man alltaf eftir þessum atburði vegna þess að annar þeirra, sá sem hafði sig meira í frammi, var með merki Sjálfstæðisflokksins í barminum og ég varð svo his

Samtalið

Mynd