laugardagur, júlí 24, 2004
miðvikudagur, júlí 21, 2004
Ja hér, Erlingur er strax byrjaður að pæla í næsta vetri, það er aldeilis dugnaður. Ég tók reyndar með mér fullt af bókum í fríið. Þær eru reyndar enn þá ofan í tösku en... Ég dró þær með mér á næturvaktirnaren einhverra hluta vegna voru þær alltaf í töskunni. Ég hef svo sem engar áhyggjur af þessu, það er enn rúmur mánuður til stefnu. Áður en krakkarnir mæta í skólann nota bene, kennararnir mæta auðvitað viku fyrr.
Ég hef fundið slatta af framhaldsskólakennurum en mig vantar fleiri grunnskólakennara. Alltaf gott að hafa partners in crime ef maður skyldi nú vera kallaður á teppið... aftur.
Ég hef fundið slatta af framhaldsskólakennurum en mig vantar fleiri grunnskólakennara. Alltaf gott að hafa partners in crime ef maður skyldi nú vera kallaður á teppið... aftur.
þriðjudagur, júlí 20, 2004
Að öðrum og mikilvægari málum. Gvöð minn góður! Hvað hefur komið fyrir goðið!!!
Í alvöru talað, maðurinn er ekki nema 41 árs. Þetta er alveg arfaslök ending. Held þetta sé gott dæmi um það hvernig daglegar hassreykingar árum saman fara með fólk.
Svo var ég líka að sjá að það á að gefa Live Aid út á DVD 1. nóv. Get ekki beðið.
Í alvöru talað, maðurinn er ekki nema 41 árs. Þetta er alveg arfaslök ending. Held þetta sé gott dæmi um það hvernig daglegar hassreykingar árum saman fara með fólk.
Svo var ég líka að sjá að það á að gefa Live Aid út á DVD 1. nóv. Get ekki beðið.
mánudagur, júlí 19, 2004
Hver skapaði sýkla!!!! Ég bara verð að fá að vita þetta núna!! Núna strax!!! Eða Helgi verður að fá sér nýtt spjald. Hann er búinn að vera með sama spjaldið í heil lengi og ég er gjörsamlega komin með þetta á heilann.
Það er byrjað að braka í bakinu á mér þegar ég geng upp stiga. Er það normalt? Ég er ekki viss.
Það er byrjað að braka í bakinu á mér þegar ég geng upp stiga. Er það normalt? Ég er ekki viss.
sunnudagur, júlí 18, 2004
Búin að taka tilskilin skammt af Baldrian-B náttúrusvefnlyfi og er að sötra Sleapy-time te. Þá er bara að vona að ég sofni.
Nágranni minn sat fyrir mér áðan, sá mig koma á eðalvagninum. Ástæðan var hvort mætti færa barnarúmið sem var troðið inn á mig hér um árið til að örva eggjastokkana. ,,Rúmið sem bíður" sagði hún og svo hlógum við báðar.
Svo kommenteraði hún á hvað kerran væri flott og að hún væri í ,,ástarlitunum" og allt. Þá fattaði ég fyrst að ég hafði ekkert reynt að veiða á vagninn og þarf auðvitað að reyna það við tækifæri. Hitt er annað mál að karl faðir minn var alveg sannfærður um að ég myndi mokveiða á Plymouth-inn hér um árið þegar ég var nú bæði yngri og léttari en það gekk ekki eftir. Ég dálítið hissa á því, plimminn var alveg þrusukerra. Ætli að það geti verið ég.....????
Nágranni minn sat fyrir mér áðan, sá mig koma á eðalvagninum. Ástæðan var hvort mætti færa barnarúmið sem var troðið inn á mig hér um árið til að örva eggjastokkana. ,,Rúmið sem bíður" sagði hún og svo hlógum við báðar.
Svo kommenteraði hún á hvað kerran væri flott og að hún væri í ,,ástarlitunum" og allt. Þá fattaði ég fyrst að ég hafði ekkert reynt að veiða á vagninn og þarf auðvitað að reyna það við tækifæri. Hitt er annað mál að karl faðir minn var alveg sannfærður um að ég myndi mokveiða á Plymouth-inn hér um árið þegar ég var nú bæði yngri og léttari en það gekk ekki eftir. Ég dálítið hissa á því, plimminn var alveg þrusukerra. Ætli að það geti verið ég.....????
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...