Færslur

Sýnir færslur frá nóvember 29, 2015

Litlir (plast)kassar

Mynd
Ég veit ekki af hverju en ég er merkilega heilluð af gjörningnum hans Almars. Ég er kona og hann er nakinn karl svo það væri auðvelt að ætla að það sé aðdráttaraflið en ég held ekki. Það er þá á einhverju ómeðvituðu plani. Hann er nógu ungur til að vera sonur minn svo... nei, andskotinn. Það bæri þá líka eitthvað nýrra við. Nektin er samt alveg örugglega stór hluti af aðdráttaraflinu, ég efast ekkert um það. Í byrjun þegar kassinn var tómur hafði ég miklar áhyggjur af því að hann fengi kannski ekkert að borða. Svo hafði ég áhyggjur af því að honum yrði kalt um nóttina. Þá áttaði ég mig á því að þessi, ungi, varnarlausi maður (já, nekt gerir fólk varnarlaust) í kassanum vakti hjá mér einhverjar móðurlegar kenndir. Það fannst mér áhugavert. Sennilega er það málið, alla vega miðað við athyglina; þessi gjörningur vekur upp kenndir hjá fólki.  Sumum finnst þetta asnalegt, sumir verða reiðir, flestir virðast heillaðir eins og ég. Tökum fyrir nektina. Af hverju þarf hann að ve