Á vordögum 2010 var ljóst að skera þurfti niður í kennarastöðum við Hafralækjarskóla. Þetta var aldrei rætt að neinu ráði við kennara, seint og um síðir kom tillaga þess efnis að allir tækju á sig skerðingu, sumir þó meiri en aðrir. Sumir sem áttu stórar stöður tóku á sig talsverða skerðingu á meðan aðrir sem áttu minni stöður fengu meiri vinnu. Skilyrði var að allir samþykktu tillöguna annars yrði gripið til uppsagna. Fór svo að einn aðili samþykkti ekki og uppsagnir ákveðnar. Varð ég hins vafasama heiðurs aðnjótandi og tveir aðrir en þeim var boðin minni endurráðning. Yfirmaður minn mætti á tröppurnar heima hjá mér klukkan hálf sex 30. apríl og rétti mér uppsagnarbréfið.
Á vordögum 2011 var ljóst að skera yrði niður í kennarstöðum við Litlulaugaskóla. Varð úr að allir fengu á sig skerðingu. Yfirmaðurinn þar mat það sem svo að mikilvægara væri að allir héldu vinnu.
Ég er sem sagt eini kennarinn sem situr eftir atvinnulaus í þessari niðurskurðarhrinu. (Fyrir utan þann sem þáði ekki minni endurráðningu.)
Nú hefur verið ákveðið að sameina þessa tvo skóla. Það sem er hvað fyrirferðarmest í umræðunni og skiptir miklu máli eru réttindi starfsfólks. Ég sem sveitarstjórnarfulltrúi samþykki þessa málsmeðferð að ákveðnu leyti og hef ekki sett eitt orð út á þetta.
Hins vegar er því ekki að neita að ég sem einstaklingur er afar hugsandi yfir því að réttindi sumra virðast skipta mun meira máli en réttindi annarra.
Update.
Svo virðist sem ég hafi fengið rangar upplýsingar. Niðurskurðurinn í Litlulaugaskóla bitnaði ekki á öllum (kannski bara aðfluttum?). Það breytir því ekki að engum var sagt upp og skólastjórinn tók á sig 50% skerðingu, enda kominn í 50% stöðu annars staðar.
Á vordögum 2011 var ljóst að skera yrði niður í kennarstöðum við Litlulaugaskóla. Varð úr að allir fengu á sig skerðingu. Yfirmaðurinn þar mat það sem svo að mikilvægara væri að allir héldu vinnu.
Ég er sem sagt eini kennarinn sem situr eftir atvinnulaus í þessari niðurskurðarhrinu. (Fyrir utan þann sem þáði ekki minni endurráðningu.)
Nú hefur verið ákveðið að sameina þessa tvo skóla. Það sem er hvað fyrirferðarmest í umræðunni og skiptir miklu máli eru réttindi starfsfólks. Ég sem sveitarstjórnarfulltrúi samþykki þessa málsmeðferð að ákveðnu leyti og hef ekki sett eitt orð út á þetta.
Hins vegar er því ekki að neita að ég sem einstaklingur er afar hugsandi yfir því að réttindi sumra virðast skipta mun meira máli en réttindi annarra.
Update.
Svo virðist sem ég hafi fengið rangar upplýsingar. Niðurskurðurinn í Litlulaugaskóla bitnaði ekki á öllum (kannski bara aðfluttum?). Það breytir því ekki að engum var sagt upp og skólastjórinn tók á sig 50% skerðingu, enda kominn í 50% stöðu annars staðar.