föstudagur, desember 17, 2004
Eðalkerran Ford Orion '87 er með ákveðnar sérþarfir. Þá helsta að verða bráðnauðsynlega að vera með svolítið bensín í skrokknum, sérstaklega þegar það er mikið frost. Í gær var bensínstriið komið ansi neðarlega þegar ég var að renna í vinnu um áttaleytið. Þegar ég er á Breiðholtsbrautinni , rétt komin framhjá ljósunum við Sprengisand, drepur drossían á sér. Sem betur fer var ég vinstra megin og gat rúllað upp á umferðareyju. Gat ekki fyrir mitt litla líf munað símanúmer á leigubílastöð en giskaði á eitthvað og hringdi í vitlaust númer. Þá ákveð ég að vekja litlu systur í útkall. Hún bað um smá séns, ætlaði að koma og hjálpa mér með bílinn en gaf ér upp símanúmer á leigabílastöð svo ég gæti komið mér upp í skóla. Ég hringi í 588-5522 og bið um bíl. Þegar ég er búin að því ákveð ég að prófa að starta bílnum og hann flýgur í gang. Svo ég hringi aftur og afpanta bílinn. Set svo í gír og bíllinn drepur á sér. Þá hringi ég aftur og panta aftur bíl. Fer út og stilli mér upp. Þá stoppar bíll með samstarfskonu minni innanborðs og býður mér far. Svo ég hringi aftur og afpanta aftur. Og þá skellti konan á mig! Ég er svo aldeilis bit.
fimmtudagur, desember 16, 2004
þriðjudagur, desember 14, 2004
Lét 8. bekk horfa á Forrest Gump um daginn og var núna að reyna að búa til vefleiðangur. Er þetta ekki ágætt? Ég held það.
Er ég að tala rosalega mikið um kennsluna þessa dagana? Ég var allt í einu að fatta að mér finnst ofboðslega gaman í vinnunni. Held að það geti m.a. stafað af því að ég kenni bara uppáhldsfögin mín núna.
Er ég að tala rosalega mikið um kennsluna þessa dagana? Ég var allt í einu að fatta að mér finnst ofboðslega gaman í vinnunni. Held að það geti m.a. stafað af því að ég kenni bara uppáhldsfögin mín núna.
mánudagur, desember 13, 2004
Ég tók mig til í dag og stal heilum bekk. Bekkurinn minn talaði um síðastliðinn miðvikudag að það gæti verið gaman ef 10. bekkuirnir væru með atriði á jólaskemmtuninni og ákváðum að drífa bara í því og setja upp helgileikinn. Með okkar lagi auðvitað. Verst er að ég kenni hinum 10. bekknum lítið sem ekkert svo ég þarf að stela honum af öðrum kennurum til að geta æft. Ekkert sérstaklega vel liðin fyrir vikið. En þótt við höfum ekki byrjað að æfa fyrr en í dag (við sko, ég er nefnilega svo ferlega mikið með) þá sýnist mér þetta bara ganga vel. Held þetta eigi eftir að verða mjög gaman. Nú er ég að plotta hvernig ég geti stolið þeim á morgun svo það sé hægt að koma búningamálum í horf og rennt yfir cirka tvisvar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...