Færslur

Sýnir færslur frá apríl 22, 2012

Þegar ég fékk kvíðakastið.

Fyrir rúmu ári greindist ég með gallsteina. (Undarlega algengt hér í sveit, held svei mér að það þurfi eitthvað að rannsaka vatnið!) Eftir að ég hafði legið sárþjáð í 6 klukkutíma og ælt lifur og lungum var ég svo heppin að vinkona mín hringdi í mig og skipaði mér að tala við lækni þar sem hljóðið í mér var skrítið og ,,nei Ásta, þetta er ekki bara svæsin ælupest!" Ég fór á spítalann og gisti þar eina nótt, guð minn góður hvað verkjalyf eru dásamleg uppfinning, og var greind með gallsteinakast sem síðar var staðfest. Ekki veit ég hvað gallblaðran mín hefur gert lækninum en honum er mikið í mun að ég losi mig við hana. Hann uppástendur að þegar steinar eru komnir í gallblöðruna þá sé hún ónýt hvort sem er og aðeins til óþurfta. Ég hins vegar er uppfull af tilfinningasemi gagnvart líffærunum mínum og vil gjarna halda þeim. Og hvað gerir viðkvæmt lítið blóm sem stendur frammi fyrir læknamafíunni sem vill bara taka úr því líffærin? Jú, það leggst á netið og leitar að einhverju óhe

Ég hlæ og ég hlæ....

Við erum auðvitað komin ofan í vinstri-hægri skotgrafirnar og erum búin að vera lengi lengi þannig að eflaust þýðir ekkert að tala um þetta. Ég er vinstrisinnuð og þ.a.l. ómarktæk skv. hægrifólki. Það er samt eitt sem mig langar til að segja. Fyrir tæpum fjórum árum varð efnahagshrun á Íslandi. Þjóðargjaldþrot blasti við. Það eru mjög margir búnir að eiga mjög erfitt síðan og í rauninni ekki útséð hvernig þetta fer. Það ber enginn ábyrgð á þessu. Það eru allir saklausir. ,,Nei, ég gerði ekkert rangt. Það var einhver annar." Það hafna allir ábyrgð. Það sem ég myndi vilja sjá er þetta: ,,Allt í lagi. Ég sé það núna að eflaust hefði verið betra að gera eitthvað öðruvísi en á þessum tímapunkti hélt ég að ég væri að gera rétt. Verði ég fundin/n sek/ur fyrir mistök í starfi mun ég axla þá ábyrgð og bið þjóðina jafnframt afsökunar á mistökum mínum. Þá langar mig nú samt til að biðja fólk að muna að það er auðvelt að vera vitur eftir á." Ég er að bíða eftir einhverju svona. J