Færslur

Sýnir færslur frá febrúar 17, 2019

"Bóndinn og bróðir hans"

Mynd
Þegar ég flutti úr Reykjavík í sveitina 2005 var ýmislegt sem ég ekki þekkti. Í Reykjavík t.d. flytur fólk að heiman þegar það er orðið fullorðið. Svo selja foreldrarnir húsið sitt/íbúðina og fólk er ekkert að spá í það meira. Engir átthagafjötrar. Atvinna bænda byggist hins vegar á landi, þeir verða að hafa land til að rækta hey ofan í skepnurnar og stórar byggingar utan um þær svo þeir eru átthagafjötraðir að miklu leyti. Þetta er auðvelt fyrir fyrstu fjölskylduna á staðnum en svo versnar í því þegar börnin ættu að taka við. Á Íslandi er nefnilega jafn erfðaréttur. Það þýðir að öll börnin fá jafnan arfshlut. Þetta er auðvitað ekkert mál ef engin/n vill taka við búi en erfiðara þegar einn vill taka við búi og þarf að kaupa alla hina út. Það er líka erfitt ef fleiri en einn vilja taka við því þá þarf að deila hlutunum og búa saman í sátt og samlyndi. Ég tala um karlkyn því þótt stelpurnar vildu taka við þá var það lengi vel ekki í boði. Sumir foreldrar létu búið frekar fara í eyði

Haturs-reiði-ruglið á Hálsi

Eða hér.