laugardagur, mars 04, 2006
Mætti á fund hjá Svæðafélagi Vinstri-Grænna í Þingaeyjarsýslum í dag. Það var gaman og fróðlegt. Alltaf gaman að tala við viti borið fólk:) Öll þessi orka sem Húsvíkingar eiga dugar varla fyrir álverið. Og alveg örugglega ekki ef stærri útgáfan verður reist. Þá þarf að virkja meira. Samt var ein helsta röksemdafærslan fyrir þessu öll orkan sem var til. Það var samt margt fleira rætt en álverið. Þetta kom mér bara á svo á óvart. Ég var kosin í stjórn félagsins og hlakka til að taka þátt í þessu.
föstudagur, mars 03, 2006
fimmtudagur, mars 02, 2006
miðvikudagur, mars 01, 2006
sunnudagur, febrúar 26, 2006
Reif mig upp fyrir níu í morgun til að mæta í félagsheimilið og smyrja súkkulaði á bollur. Sat og penslaði og náði einni á hverja þrjár hjá hinum. Týpískt. Alveg það sama og þegar ég var að reyna að hjálpa til við að flysja kartöflurnar fyrir Góugleðina. Stöllur mínar reyndu að hugga mig með því að þær hefðu margra ára æfingu. Ég þarf greinilega að fara að æfa mig. Svo var ég sett upp í bíl með annarri til að selja bollurnar. Þegar langt var komið fattaði ég það að það var bara einn einhleypingur á leiðinni okkar og sá er á áttræðisaldri. Ókey, ég vil þá alveg þroskaða en ég vil samt að maðurinn minn geti skrölt með börnunum okkar til altaris þegar þau fermast. Það var líka búið að tala um einhverja leið með fullt af einhleypingum. Ég var alveg viss um að ég fengi hana. Ég kvartaði formlega undan þessu þegar við komum til baka en þá hafði það þegar uppgötvast. Þetta voru bara mistök í hita leiksins. En nú er alveg ár í annað svona kynningartækifæri og ég er alvarlega sorrí, svekkt og sár yfir þessu!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...