Færslur

Sýnir færslur frá apríl 3, 2016

Nokkrar spurningar um skattaskjól

Mynd
Nú er ég bara einfalt normalatet og viðurkenni fúslega að ég skil ekki flókna fjármálagerninga. Það eru því nokkur atriði sem ég skil ekki varðandi skattaskjól og það að borga samt alla skatta. Fólk sem á peninga leggur þá yfirleitt inn á banka og fær af þeim vexti. Af vöxtunum þarf það svo að borga 20% í fjármagnstekjuskatt.  Er fólk með peningana sína í bönkum í skattaskjólum, fá á þá vexti, gefur upp vextina á Íslandi og borgar 20% í fjármagnstekjuskatt? Það sem mér finnst skrítið við þessa sviðsmynd er að ef það er fjármagnstekjuskattur í skattaskjólinu, þótt hann sé lágur þá er viðkomandi að borga meiri skatt en hann þarf. Það meikar engan sens. Skattaskjólið þarf að vera algjörlega skattlaust svo að þetta borgi sig. Þá skil ég ekki hvað skattaskjólslandið græðir á því að vera skattaskjól. Einhver verðmætasköpun hlýtur að fylgja fyrir skattaskjólið. Eitthvað sem reikningseigandinn borgar. Þá erum við aftur komin að þeim punkti að það er dýrara að vera með peningana

Simmi í orlofi

Mynd
Jahá, þetta er nú meiri vitleysan. Bara svo það sé á hreinu þá vil ég kosningar, absalútt, en ég ætla aðeins aða fara í gegnum atburði til að ná utan um þá.  SDG ætlaði sér, klárlega, að nota þingrofsréttinn sem svipu á BB. Stöðufærsla hans á facebook sýnir það sem og orðalagið: "rjúfa þing nú eða síðar."  Ég hefði alveg viljað að ÓRG hefði veitt honum réttinn en það er alls ekki víst að hann hefði rofið þingið samt sem áður. SJS talaði um í Morgunútvarpinu að mistök SDG hefðu verið þau að tala ekki fyrst við þingflokkinn sinn því þá hefði verið meirihluti fyrir þingrofi. Það er rétt en ég efast stórlega um að þingflokkur Framsóknar hefði samþykkt þingrof. Hitt er annað mál að það kom ekki fram fyrr en í sjónvarpsviðtali við Karl Garðarsson að SDG hafði ekki talað við þingflokkinn og þá sat SDG hjá ÓRG. Voru þeir að horfa á sjónvarpið?  Er ekki eðlilegt að oddviti flokks tali fyrir flokkinn? Stjórnarandstaðan var búin að leggja fram vantrautstillögu. Oddviti Framsó