Færslur

Sýnir færslur frá apríl 6, 2008

Að sitja sem fastast

Sjálfstæðismenn eru búnir að átta sig á því að það er alveg sama hvað þeir gera, ef þeir bara sitja sem fastast þá gengur fárviðrið yfir. Þorsteinn Davíðsson situr sem fastast í dómarasæti sem annað fólk var mun hæfara í. Árni M. Mathiesen situr sem fastast í ráðherrastól þrátt fyrir að hafa veitt honum embættið út á ekkert nema ættartengslin. Það er enginn rökstuðningur fyrir þessari embættisveitingu annar og ef óskað er eftir öðrum ástæðum þá ræðst hann bara að viðkomandi með dylgjum og dónaskap. Sbr. umsagnarnefndin og Umboðsmaður Alþingis.Villi Vill situr sem fastast í borgarstjórn þrátt fyrir algjört klúður í REI málinu og ætlar sér klárlega aftur í borgarstjórastólinn. Davíð Oddson situr sem fastast í Seðlabankanum og hækkar stýrivexti upp í hið óendanlega þótt hver sérfræðingurinn á fætur öðrum komi fram á sjónarsviðið og fullyrði að þetta sé úr sér gengið stjórntæki. Og íslenska þjóðin yppir bara öxlum og heldur áfram að borga vexti. Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson se

Fagra Ísland

Á tímabili fyrir kosningar voru Vinstri-Grænir komnir upp í rúm 20 prósent í skoðanakönnunum. Þá virtist kvikna á perunni hjá einhverjum að umhverfismál væru farin að skipta Íslendinga máli. Ómar Ragnarsson þustu fram á völlinn með hægri græna og Samfylkingin fór að tala um fagra Ísland. Allt er þetta gott og blessað. Í raun er mér sama hvaðan gott kemur. Og þar sem ég er fyrst og fremst vinstrisinni og svo umhverfissinni þá skil ég það mjög vel að fólk vilji hafa val um að kjósa hægri eða miðju plús umhverfismál. Árni Páll Árnason mætti í Silfur Egils með honum Hafliða Húsvíkningi og þegar Haflðið gekk á hann um hvort reisa ætti álver á Bakka ef Samfylkingin væri í ríkisstjórn þá sagði Árni, að mig minnir alveg örugglega, nei, það yrði gert stóriðjuhlé. Ég er frekar vonsvikin í dag. Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.

Snati að leik

Mynd
Ég hendi upp rófunni minni... ... og gríp hana aftur. Núna er ég orðinn dálítið þreyttur á þessu. Best að geyma hana á góðum stað. Ha-ha! Þú veist ekkert hvar rófan mín er! Að endingu legg ég til að Eiríkur Jónsson segi af sér sem formaður KÍ.