Fyrir tveimur árum síðan hrundi fjármálakerfið á Íslandi og allt fór í hönk. Við vitum, nokkurn veginn, hverjir bera ábyrgð á þessu en það er afar erfitt að koma lögum yfir þessa einstaklinga. Aðallega vegna þess að lögin eru ekki til staðar. Eins siðlausar og gjörðir þessa fólks voru eru þær ekki ólöglegar. Svo þjóðin, Rannsóknarnefnd Alþingis og nú Þingmannanefndin hafa reynt að fá fólk til að axla ábyrgð. Viðbrögð þessa fólks eru öll á sömu leið: Ekki benda á mig. Auðmennirnir og bankamennirnir gerðu ekkert rangt. Tólfmenningarnir í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar gerðu ekkert rangt og nú segjast ráðherrarnir ekkert rangt hafa gert. Og við, þjóðin, erum yfir okkur hneyksluð. Þjóð sem hoppaði upp í bílana sína til að sjá bangsa þegar ísbjörn gekk hér á land. Þjóð sem arkaði upp að eldstöðvum þegar það byrjaði að gjósa. Þjóð sem er byrjuð að lögsækja náunga sína hægri vinstri. ,,Hefur þú orðið fyrir tjóni?” Þjóð sem neitar að standa við skuldbindingar sínar. Það bera nefnilega allir aðrir ábyrgðina. Ekki ,,ég”. Við ættum kannski að hætta að hneykslast á ,,þessu fólki” því ,,þetta fólk” er ekki að gera neitt annað en nákvæmlega það sama sem ,,við” gerum.
sunnudagur, september 19, 2010
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Ágæti Ingi Freyr. Ég las pistil þinn Það sem við tölum um þegar við tölum um mafíósa í Skagafirði sem birtist á vef Stundarinnar nýlega...