miðvikudagur, febrúar 12, 2003

Siðareglur kennaraÁ 2. þingi Kennarasambands Íslands voru samþykktar siðareglur fyrir kennara.

Siðareglur eru settar til að efla fagmennsku kennara og styrkja fagvitund þeirra. Siðareglurnar eru kennurum til leiðbeiningar í starfi.

1. Kennarar vinna að því að mennta nemendur og stuðla að alhliða
þroska þeirra með fræðslu, uppeldi og þjálfun.

2. Kennurum ber að virða réttindi nemenda og hafa hagsmuni þeirra
að leiðarljósi, efla sjálfsmynd þeirra og sýna sérhverjum einstakl-
ingi virðingu, áhuga og umhyggju.

3. Kennurum ber að hafa jafnrétti allra nemenda að leiðarljósi í
skólastarfi. Kennarar eiga að vinna gegn fordómum og mega
ekki mismuna nemendum t.d. vegna kyns, þjóðernis eða
trúarbragða.

4. Kennarar skulu leitast við að skapa góðan starfsanda, réttlátar
starfs- og umgengnisreglur og hvetjandi námsumhverfi.

5. Kennarar leitast við að vekja með nemendum sínum virðingu fyrir
umhverfi sínu og menningarlegum verðmætum.

6. Kennurum ber að viðhalda starfshæfni sinni, auka hana og
fylgjast með nýjungum og umbótum á sviði skólamála.

7. Kennurum ber að hafa samvinnu við forráðamenn eftir þörfum
og gæta þess að upplýsingar sem þeir veita forráðamönnum séu
áreiðanlegar og réttar.

8. Kennarar skulu virða ákvörðunarrétt forráðamanna ósjálfráða
nemenda og hafa ekki samband um málefni nemanda við
sérfræðinga utan viðkomandi skóla, nema slíkt sé óhjákvæmilegt
til að tryggja velferð og rétt barnsins.

9. Kennurum ber að gæta trúnaðar við nemendur.

10. Kennurum ber að gæta þagmælsku um einkamál nemenda og
forráðamanna þeirra sem þeir fá vitneskju um í starfi.

11. Kennarar skulu gæta heiðurs og hagsmuna kennarastéttarinnar.

12. Kennurum ber að vinna saman á faglegan hátt, taka þátt í að
marka stefnu og móta daglegt starf í skólanum.

13. Kennurum ber að sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og
framkomu.*


Siðareglur þessar skal endurskoða reglulega.

*Kennari má sem sagt bæði tala og skrifa um aðra kennara. Intresant.