föstudagur, júní 10, 2005
Þá er vinnuskyldunni formlega lokið og sumarfrí hafið. Ég mun samt mæta á mánudag því ég skulda eiginlega dag út af transportinu á miðvikudaginn og svo er bara meira en að segja það að tæma eitt stykki stofu. Nú nægir ekki að skila bókunum, tína upp ruslið og labba svo út og segja bæ. Neibb, það verður að tæma allt saman. Ég er bara búin að vera í þessari stofu í tvö ár og tókst samt að fylla hana! Ég er svo yfir mig bit, kjaftstopp og hlessa.
fimmtudagur, júní 09, 2005
miðvikudagur, júní 08, 2005
Fór að skoða aðstæður í Aðaldalnum í dag. Brunaði fram og til baka svo ég tók mömmu og litlu systur með sem kompaní og varaökumenn. Sem var mjög gott því litla systir keyrði alla leiðina til baka. Mér líst bara vel á Dalinn. Fer að kenna á meðferðarheimilinu en verð undir stjórn Hafralækjarskóla. Ég fæ reyndar að ráða þessu að miklu leyti sjálf með tilliti til aðalnámskrár, húsráðanda, skólans og hvers og eins nemanda. Hljómar vel og verður örugglega mjög skemmtilegt. Það bíður eftir mér fjögurra herbergja parhús með lágri leigu, kirkjukór og bóndi. Jájá, skólastjórinn lofaði mömmu tengdasyni:)
Það er bara einn hræðilegur galli. Húsdýrahald er bannað á skólalóðinni svo ég get ekki fengið mér hvolp. Hvolpurinn er fæddur og bíður bara eftir réttum aldri svo þetta er algjör bömmer.
Það er bara einn hræðilegur galli. Húsdýrahald er bannað á skólalóðinni svo ég get ekki fengið mér hvolp. Hvolpurinn er fæddur og bíður bara eftir réttum aldri svo þetta er algjör bömmer.
mánudagur, júní 06, 2005
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)
Færsla Lögreglunnar á Norðurlandi eystra
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...
-
Ég birti hér nokkrar færslur af Facebook, lítillega uppfærðar. I. Framboðið sjálft. Af því að fólk hefur verið að lýsa undrun sinni á þeir...
-
Fyrir nokkrum árum síðan setti ég fyrirspurn inn á Turn-it-in grúppu á Facebook. Turn-it-in er forrit sem við kennarar notum til að sjá hv...
-
Það mun mér hæfara fólk fjalla um þessa færslu Lögreglunnar á Norðurlandi eystra en það eru nokkrir hlutir í þessu sem mig sem almennur áhor...