Narsinn: Ég mun aldrei selja minn hluta.
Við: Ókey, viltu þá kaupa okkur út?
N. Nei!
Haust 2018.
N: Ég vil selja allt mitt.
V: Ókey, við skulum kaupa þig út.
N: Nei! Ég vil selja allt mitt bara öllum nema ykkur!
Október 2018
N: Það eina sem ég er tilbúinn að semja um er að allt verði selt í einum pakka og húsið ykkar verði í þeim pakka.
V: Fyrirgefðu, hvað!? Þú vilt sem sagt hleypa upp öllu okkar lífi, flæma fjölskylduna frá Hálsi og börnin úr skólanum sínum?*
Mars 2019.
V: Allt í lagi, við gefumst upp á þessu rugli og samþykkjum að allt verði verðmetið þar með talið húsið okkar.
Við skrifum strax undir fundargerðina.
Hann hefur ekki enn skrifað undir hana. **
2020 Nýjar fundarraðir.
Unnið áfram í því ferli sem hann sjálfur lagði til.
N frestar og tefur og kemur með hvern fyrirsláttinn á fætur öðrum.
Október 2020
N: Ég vil ekki selja! Þú vilt selja!
Ég hef að sjálfsögðu gögn sem staðfesta þessa frásögn.
Hægt er að setja íslenskan texta á myndbandið.
*Honum hefur tekist þetta ætlunarverk sitt með dyggri aðstoð skósveina sinna.
**Þriðji meðeigandinn sem er búinn að biðja um að vera keyptur út í 10 ár tók 6 mánuði í að skrifa undir.